Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 25
Ég reyki ekki þurrt hrossatað, hrópaði sá stutti og dró stærðar vindil upp úr vasa sínum. Hann kveikti í honum samstundis og þeytti logandi eldspýtunni frá sér. Þú kveikir í hlöðunni, drafaði í þeim langa. Gerir ekkert til, lagsmaður, ég get borgað allt ísland, rumdi í þeim stutta. Fábjánar! Maggi og Óli áttu erfitt með að stilla sig um að hrópa ekki. Þeir voru tilbúnir að spretta á fætur, ef þess gerð- ist þörf. Til allrar hamingju slokknaði á eldspýtunni áður en hún féll niður í skrælþurrt heyið. Ekki leið á löngu, unz kumpánarnir hölluðu sér makinda- lega aftur á bak í heyið, og innan lítillar stundar var sá langi farinn að hrjóta. Óli og Maggi gátu ekki betur séð en það væri dautt í sígar- ettunni. Aftur á móti glórði í mikinn eld í njólanum hjá þeim stutta og hann spúði reyknum eins og strompur. Við verðum að taka af honum vindilinn, hvíslaði Óli. Gestur Hctnnson: Úr bókinni STRÁKAR OG HELIARMENNI Allt í einu sá ég, að hann varð eins og undrandi á svip og augu hans stækkuðu. Ég leit í sömu átt og hann horfði í og sá þá, eins og miðja vegu milli bátsins og rastarinnar, það, sem ég var hræddastur við af öllu bæði á sjó og landi, hvíta hvalinnl Ég hafði áður komizt í tæri við hann og þakkaði fyrir að hafa sloppið lifandi frá þeim fundum. En nú í seinni tíð sögðu menn, að hann væri orðinn brjálaður og eirði engu; hann ryki um allan sjó og kaffærði allt, sem hann kæmist í færi við. Það var ekki til sá sjógarpur við fjörðinn, sem ekki flýði til lands þegar vart varð við brjálaða hvalinn, eins og hann var nú nefndur. Menn flýðu frá hálfdregnum línum, netum eða færum, kæmi sá brjálaði æðandi; einnig kom fyrir að menn sneru sem skjótast til lands, ætluðu þeir til annarra staða en yrðu varir við blástra hvíta hvalsins. Það var því varla nema von að í alvöru færi að fara um mann, þegar nú, ofan á annað, sá hvíti kom æðandi á móti okkur í loftköstum, svo að himinháar gusur gengu í allar áttir. Nú voru ekki leng- ur vöflur á formanni, bátnum var kúvent svo að sjór gekk inn í hann; hann rétti sig þó hægt við meðan vélin var keyrð til hins ýtrasta orkuframlags; báturinn lá nú betur við sjó og stefnan var beint á Hvaleyjar. Gísli hraðaði sér til okkar Gáka. Það mátti sjá það á hon- um að útlitið var ekki gott. „Þeir segja að hvalurinn hafi truflazt eitthvað alvarlega, þegar Norðmennirnir skutluðu maka hans í fyrra,” sagði Gísli. „Hann virðist vera óður af reiði og hefnigirni. Það er nauðsyn að vinna hann áður en hann hefur valdið stórslysi." Gísli þagnaði skyndilega og virti hvalinn fyrir sér; sjóina braut á haus hans eins og skipsstefni á fullri ferð. „Þessi skepna hefur óhugnanlegt vit,“ bætti Gísli við hugsi. Fregnin um að „brjálaði hvalurinn" væri í kjölfari okkar, var komin inn í skýlið til Matta og félaga hans. Örri glæpur kom hlaupandi út og skyggndist eftir hvalnum. Hann rak upp garg og varð yfir sig hræddur er hann sá hversu nálægt ferlíkið var komið; hann hleypti í herðarnar og hugsaði það eitt — ef hugsun skyldi kalla — að forða sér, hljóp fram og aftur um bátinn, leit enn á skrímslið, tók báðum höndum um höfuðið og æddi fyrir borð. Loftið í olíufötum hans hélt hon- um uppi nægilega lengi til þess, að Gísli gat seilzt f hausinn á honum, þar sem hann barst aftur með bátnum; við Gáki hjálpuðum honum síðan til að innbyrða manninn. Hann var einna áþekkastur nýbornum kálfi, óköruðum, með miklu snörli. Örra var nú hent inn í vélarhús og hringaði hann sig þar við fætur formannsins; enginn gaf sér tóm til að veita honum frekari athygli. Hjörtur Gíslason: Úr bókinni GARÐAR OG GLÓBLESI Hrossin höfðu verið rekin í réttina. Geislar haustsólarinn- ar og hæg sunnangolan juku á hreyfinguna og blæbrigði marglitra hrossanna. Þau hneggjuðu, bitu og börðu, og gömlu stóðmerarnar voru ráðríkar og grimmar, svo að smá- tryppin flýðu dauðhrædd undan þessum heiða-skössum. Á réttarveggnum stóð 12 ára drengur. Hann var hár eftir aldri, fölleitur og fremur grannur vexti, ljós yfirlitum, bláeyg- ur og sviphreinn. Þetta var fallegur drengur. Drengurinn starði sem steini lostinn á aðfarir mannanna í réttinni. Hann heyrði þrjá unga menn tala saman, hátt og hressilega: „Við skulum svífa á hana vitlausu Rauðku frá Gili. Hún velgir okkur, spái ég!“ Einn piltanna stökk á bak Rauðku, lagðist fram á makk- ann á henni, smeygði höndunum fram með faxinu báðum megin, tók utan um eyru hryssunnar og sneri fast upp á þau. Annar pilturinn tók í stertinn og hékk þar eins og hundur í bandi, en sá þriðji hljóp fram með hrossinu, sem var á fleygi- Heima er bezt g. 425

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.