Heima er bezt - 01.12.1962, Blaðsíða 11
á til fleiri ára. Mér er minnisstætt, þegar faðir minn
rakti umbúðirnar utan af stórri bók, sendri frá Akur-
eyri, er meðal annars hafði að geyma ferðasögu H. M.
Stanleys: „Gennem det mörke Fastland“. Móðir okkar
hafði legið rúmföst nokkrar vikur, og var frá verkum
að mestu 2—3 mánuði. Pabbi okkar var glaður og reif-
ur er hann rétti henni tvö stór bindi, myndskreytt og
ævintýraleg. „Þarna hefurðu nokkuð að skemmta þér
við næstu vikurnar,“ sagði hann. — Auðvitað hafði hún
engan stundlegan frið fyrir okkur telpunum. Að skoða
myndirnar og hlusta á endursagnir hennar var dásam-
leg skemmtun. Þar opnaðist okkur nýr og stór heim-
ur, sem við höfðum enga humynd haft um áður. Unn-
ur hefur verið 8—9 ára þegar þetta gerðist.
íslendingasögurnar og Noregskonungasögur voru
lesnar meira og minna á hverjum vetri, einnig fornald-
arsögur Norðurlanda. Við börnin hlustuðum á þær, en
aldrei heilluðu þær huga okkar eins og ljóð og ævin-
týri gerðu, eða frásagnir um framandi lönd. Báðar Edd-
urnar voru í bókaskáp pabba okkar, en ekkert lásum
við þær fyrr en við vorum nær því fullorðnar, en þá
heilluðu þær líka huga Unnar svo, að um munaði, og
sú aðdáun entist til æviloka.
Flestir sem skrifað hafa um ritverk Unnar hafa dáðst
að því, hve íslenzk tunga sé óvenju hrein, fögur og lát-
laus á ritum hennar, bæði kvæðum og óbundnu máli.
Málið, sem hún skrifaði var að mestu það mál, er hún
lærði af vörum föður og móður; það sama daglegt mál,
er alþýðan í Þingeyjarsýslu talaði þá, og því betur
talar enn óbjagað, — að minnsta lcosti sú kynslóð, sem
nú er komin á efri ár, er tók að gjöf frá góðskáldum
okkar ást á hreinu, fögru máli og aðdáun og lotning
á ofurmætti og reisn tungunnar við lestur íslendinga-
sagna. En satt var það: ekki stóð á aðfinnslum, áminn-
ingum og tilsögn hjá foreldrum okkar, ef þau heyrðu
skakkt eða klaufalega talað, og var þá sama hvort í hlut
áttu börnin eða fullorðna fólkið.
En um Unni var það sannast mál, að hún var tæp-
lega komin af barnsaldri þegar fór að bera á óvenju-
legum áhuga hennar fyrir réttri og fagurri meðferð
móðurmálsins, enda varð hún sér úti um kennslu í ís-
lenzku hjá ágætis kennurum eftir að hún var komin á
tvítugsaldur.
Þegar Unnur var 13—16 ára, var hjá okkur kennslu-
kona tvo vetur, 4—6 mánuði hvort ár. Hún hét Þor-
gerður Helgadóttir frá Hallbjarnarstöðum í Reykja-
dal, menntuð kona og hinn bezti og áhugasamasti
kennari. Hún var námsmær frá Laugalandsskólanum,
og tók þar hæstu einkunn, sem þá hafði verið gefin þar
fyrir kunnáttu í íslenzku. Hún kenndi okkur ungling-
unum almenn fræði, sem þá voru kennd í kvenna- og
gagnfræðaskólum. Ensku byrjaði Unnur að læra hjá
henni og hún lét okkur einnig skrifa danska stíla, sem
hún las sjálf fyrir. Þessar kennslustundir voru sann-
kallaðar yndisstundir, en bezt man ég íslenzkutímana,
og hvað Unnur bar af okkur hinum í íslenzkri mál-
fræði, sem henni virtist eins auðvelt að læra, og að
mæla einfalda stöku af munni fram. En eftirlætisstund-
ir okkar voru þegar Þorgerður tók Illionskviðu sér í
hönd og las okkur fyrir, en við skrifuðum. Það voru
æfingar okkar í réttritun. Bæði efni og mál þessa sí-
gilda snilldarverks heillaði okkur og hreif, en stundum
vakti það líka óviðráðanlega glaðværð, sem kennslu-
konan komst ekki hjá að taka þátt í. Hið íburðarmikla
málskrúð lýsinganna á hinum fornu hetjum kom okk-
ur stundum spaugilega fyrir sjónir; og aldrei skal ég
gleyma hinum fóthvata, ágæta Akkilesi, hve margar
saklausar gleði- og gáskastundir hann gaf okkur þá.
Þegar hér var komið sögu, hafði faðir okkar byggt
nýtt tiltölulega rúmgott baðstofuhús suður af litla hús-
inu, sem lýst er í upphafi þessa máls. Þar bjuggu for-
eldrar okkar, en við systur í eldra húsinu, og var geng-
ið gegnum það inn í nýja húsið. í okkar herbergi fór
kennslan fram, og oft kom pabbi okkar fram til okkar,
ef honum heyrðist óþarfa gáski á ferðinni, en aldrei
með snuprur eða vandlætingar.
Þorgerður sagði okkur líka til við hannyrðir, útsaum
eins og þá tíðkaðist, hekl og fleira. Þegar gott var veð-
ur fórum við vanalega út í rökkrinu — brugðum okkur
á skíði þegar færi var til þess, eða renndum okkur á
sleðum niður brekkurnar kringum bæinn. Þorgerður
átti líka góða skauta, en við systur enga þá, en oft
lánaði hún okkur skautana sína, og leiddi okkur á víxl,
meðan við vorum að læra að standa og renna okkur
spöl og spöl, en þegar svell voru vel slétt, settum við
bara ísmola undir iljarnar og renndum okkur fótskriðu
á fleygiferð.
Aldrei kom okkur til hugar, að líf okkar væri fátæk-
legt eða h'tilmótlegt, þó útþráin segði sannarlega oft og
ákveðið til sín. Ast okkar til heimilis og átthaga og
mjög náið og innilegt samlíf við lifandi fagra náttúru
lét fyrstu æskuárin líða sem fagran draum. Ekki fór
heimili okkar heldur varhluta af því yndi, sem tónlist-
in veitir. Faðir okkar var mjög sönghneigður maður og
hafði lesið tónfræði, svo að honum var leikur að læra
venjuleg sönglög frá blaðinu, án hljóðfæris, en tónkvísl
notaði hann þá ævinlega. Hann lék bæði á flautu og
„harmoníum", sem þá var komið í Þverárkirkju, en
þar var hann forsöngvari frá því ég fyrst man eftir
mér og þangað til ég var komin undir tvítugt. Þetta
litla „orgel“, eins og það var alltaf kallað, var svo létt
og fyrirferðarlítið, að það var þráfaldlega borið á bak-
inu milli Auðna og Þverár og var hjá okkur milli þess
sem messað var, enda átti pabbi okkar mikinn hlut í
því. Það var mikill yndisauki, því öll hafði fjölskylda
okkar mikið yndi af tónlist og ást á henni.
Sönglagaheftin frá Söngfél. Harpa í Reykjavík (útg.
Jónas Helgason) komu út um byggðir landsins um það
leyti sem ég var að komast á legg. Þau komu eins og
vorvindarnir og söngfuglarnir til söngelskra sveita-
barna. Söngfélög voru stofnuð um flestar sveitir Þing-
eyjarsýslu. I næstum hverri sveit reyndust að vera til
menn, sem voru svo söngelskir, að þeir höfðu aflað sér
töluverðrar menntunar í tónfræði, léku á eitthvert
Heima er bezt 411