Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 4
Agœtu lesendur. Eitt sinn var sú tíð að fiskmergð úthafanna virtist óendan- lega mikil og margir licldu að það væri ekki í mannlegu valdi að veiða allan þann fisk. En margt er í heiminum hverfult og þessi skoðun og traust á matarkistu úthafanna átti heldur betur eftir að breytast, eins og allir þekkja nú. Tæknin hefur aukið afköstin gífurlega og mannkyninu Ijölgar æ hraðar og um leið munnunum sem þarf að metta. Mörgunt fiskiskipum nútímans má hlátt álram líkja við ryksugur, því afkastageta, yfirferð og flutningsgeta þeirra er orðin slík, og eins og spakmælið segir: „Það eyðist sem af er tekið.“ Lengi var veitt án nokkurra takamarkana svo að það gat varla endað nema á einn veg. Þó er eins og ekki hafi verið tekið að ráði í taumana fyrr en menn stóðu frammi fyrir því að einstakir fiskstofnar voru teknir að „hrynja," eins og það er stundum kallað. Nýliðun stofna hafði ekki undan að fylla í skarðið sem stórkostlegar og stöðugar veiðar mynduðu. Nú er svo komið að nánast allar veiðar eru verulegum takmörkun- um háðar, orðnar kvótabundnar og veiðimagnið, sem fara má í, fast- bundið við svipað mark ár eftir ár. Það sama á aftur á móti ekki við um munnana sem þarf að metta. Þeirn heldur áfram að tjölga og eftirspurnin eykst. Hvað er þá til ráða? Jú, líklega að gera fiskinn að hálfgerðu „húsdýri,“ það er að hefja ræktun á honum í eldiskvíum. Reyndar hefur ekki blásið ýkja byrlega fyrir slíkum til- raunum hingað til og er skemmst að minnast hins stóra æv- intýris í kringum laxeldið. Þar eins og sums staðar annars staðar fengu menn hálfgerða glýju í augun og ætluðu að sigra heiminn á fyrsta andartaki. Það tókst auðvitað ekki, eins og öllum er kunnugt, því margir voru og eru um þessa hitu út um allan heim. En þó svona hafi tekist til í fyrstu lotu verður ekki annað séð í fljótu bragði en að lengri framtíð fiskveiða geti orðið í öðru formi að miklu leyti en sem uppeldi í sérstökum eld- iskvíum. Fiskgengd úthafanna er slíkum annmörkum háð að nær útilokað virðist að hún geti annað matarþörf mann- kynsins á þessu sviði. Nýlegar deilur við frændur okkar Norðmenn sýna líka svart á hvítu að baráttan um þá „titti“ sem eftir eru í sjónum er stöðugt að harðna þegar í harðbakkann slær í þeim efn- um, ekki síður en þegar um aðrar auðlindir er að tefla. Þcg- ar svo er komið hafa fögur orð um frændsemi og sameigin- legan uppruna heldur lílið að segja. Fiskurinn í sjónum veit lítið um einhverjar línur sem kunna að vera dregnar á sjókortum og fer sínar leiðir hvað svo sem öllu öðru líður. Hjá honum ræður einfaldlega ætið og hitastig sjávarins ferðinni. Það getur því líka verið nokk- uð undir hælinn lagt hvernig friðun einnar þjóðar á ákveðn- um fiskistofni tekst, ef hann tekur upp á því að flakka inn í fiskveiðilögsögu annars ríkis, þar sem aðrir hagsmunir og reglur ríkja. Það telur hver sig eiga innihald sinnar matar- kistu, hvernig svo sem það hefur í hana komist. Gremja Norðmanna yfir veiðum Islendinga úr síldar- stofninum, sem tók allt í einu upp á því að flytja sig inn í íslenska lögsögu eins og l'orðum. er því skiljanleg að mörgu leyti í Ijósi þess að þeir höfðu verið að berjast við að byggja hann upp innan síns svæðis. Reyndar sýnist manni að það hljóti að vera þeim nokkuð innan handar að sjá til þess að síldarstofninn komi alls ekkert inn í íslenska lögsögu. Svo er að sjá nefnilega, að hann geri það ekki nema hann fari yfir ákveðna stofnstærð sem knýr hann á flakk í ætisleit. Sýnist manni því að það sé lítið annað fyrir Norðmenn að gera en að halda honum innan „flakk- markanna“ með veiðum sín meg- in. Þar með hljóta þeir að hafa þetta nánast í hendi sér og ekki þurfa að vera neitt að semja um veiðar við Islendinga úr þessum stofni. Seint verður það sennilega að hagkvæmt gcti orðið eða yfirleitt mögulegt að rækta síld í eldiskvíum, bæði vegna magns, hegðunar og annaiTa atriða sem einkenna þann fisk. En menn eru aftur á móti farnir að tala um slíkt í fullri al- vöru um þorskinn, „þann gula,“ eins og hann er oft nefnd- ur. Hvern hefði getað órað fyrir því fyrir svo sem 30 árum, svo ekki sé nú lengra talið, að rætt yrði um það í fullri al- vöru að ala upp þorsk í girðingum. Fáa hygg ég, og auðvit- að voru allar aðstæður og möguleikar í fiskveiðum svo gjörólfkir þá að slíkt hefur ekki einu sinni getað fæðst í hugarskotum þeirra allra hugmyndaríkustu. Svona rúllar þetta allt saman áfram skref fyrir skref, tröppu af tröppu og leiðir hvað af öðru. Hvað gerurn við ekki með hin hefðbundnu húsdýr okkar í landbúnaðarframleiðslunni um þessar mundir, sauðfé, naut- gripi. svín og hænsni? Öll eru þau höfð í „kvíum,“ ræktuð og alin til átu og nytja. Allar hafa þessar tegundir í árdaga reikað um villtar og manninum óháðar að öllu leyti. Smám saman fór hann svo að festa þau í sessi og hafa þau innan seilingar sér til viðurværis. Hann hefur ekki haft þekkingu, þörf eða tækni til þess að gera slíkt með fiska sjávarins hingað til en er ekki röðin einmitt að koma að þeim núna í því efni? Með hestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 220 Heima er hest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.