Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 9
muni þróast hægt og sígandi. Ég tel slíkt vera farsælla en að byrja með látum.“ Sjórinn fœrist nœr - Síðastliðinn vetur voru sýndar fremur óhugnanlegar myndirfrá Vík í fréttatímum sjónvarps þar sem engu líkara var en sjórinn vœri að ganga yfir hyggðina og hefði fyllt hana af svörtum sandi. Guðmundur vill þó ekki meina að hættan sé veru- leg þó vissulega sé húnfyrir hendi. „Sjórinn hefur verið að færast nær eins og kom vel í ljós síðastliðinn vetur þegar sjór og sandur gerðu inn- rás í þorpið og ollu nokkrum skemmdum. Að vísu fer sjávarmálið fram og lil baka eftir árum en í vetur urðum við áþreifanlega vör við ágang sjávar. Náttúran gerir okkur viðvart og við erum meðvituð um það að eitthvað þarf að gera. Það sem nú verður gert er að reyna að hefta sandfok eins og kostur er í samráði og samvinnu við Land- græðslu ríkisins. Sjórinn hefur færst nær á undanförnum árum og menn hafa áhyggjur af þeirri þróun - en hann hefur alltaf færst svolítið fram og til baka. Við þurfum að vera á varðbergi og huga að varanlegum ráðstöfunum." - Menn fara á sjó frá Vík þó að engin sé höfnin. „Það hefur verið gert í svolitlum mæli og hafa hjólaskip verið notuð annars vegar til þess að róa til fiskjar og ekki síður í þágu ferðaþjónust- unnar á staðnum lil að sigla með fólk m.a. í kringum Reynisdranga og út að Dyrhólaey. Menn hafa einnig reynt að gera út trillur héðan og komið þeim á land með aðstoð lend- ingarpramma sem hjólabátarnir hafa dregið upp í flæðarmálið. Þetta er mjög háð veðri og ekki unnt nema gott sé í sjóinn. Það eru mjög góð fiskimið hér rétt fyrir utan og því finnst mönnum hart að geta ekki nýtt sér þau.“ - Dyrhólaey er sögð kynngimagn- aður staður. „Hún er mjög merkileg nátt- úruperla og eitt af okkar séreinkenn- um. Hún er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem flestir hverjir sækja liana heim. Þangað liggur greiður vegur en eyjan er lokuð í maí og júní vegna æðarvarps og meðan gróður er að ná sér upp. Við þurfum að gæta þess að eyjan skemmist ekki. Af þeim sökum er umferð takmörkuð um hana og styrkja þarf gróðurinn sem á undir högg að sækja.“ Heima er hest 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.