Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 35
Guðjón Baldvinsson:
Komdu
nú að
kveðast á
22. þáttur
^^yrir um ári síðan, eða í júlí/ágúst blaðinu 1993, birt-
4 jlum við fyrirspurn frá Petreu Rögnvaldsdóttur um
ljóð sem talið var heita „Undiraldan.“ Fengum við
nokkrar ábendingar frá lesendum um það og í einu tilfelli
undir heitinu „Farmannavísur." Birtum við svo ljóðið í
12. hluta vísnaþáttarins, eins og við töldum það réttast
vcra. Ekki var okkur kunnugt um hver höfundur ljóðsins
væri og auglýstum við reyndar eftir nafni hans ef einhver
glöggur lesandi kynni að vita um það.
Snemma á þessu ári hafði svo einn ágætur lesandi
blaðsins, Eyjólfur Davíðsson, samband við okkur og
kvaðst hann þekkja til ljóðsins og vita hver höfundur þess
væri. Reyndist hann vera Sigfús Elíasson. Gat Eyjólfur
jafnframt vísað okkur á dóllur Sigfúsar, Dóru, sem við
höfðum samband við.
Hún tók erindi okkar ljúflega og staðfesti að Ijóðið
væri el'tir föður hennar, Sigfús Elíasson, og hefði það
birst í einni ljóðabók hans, „Bergmál,“ sem gefin var út á
Akureyri árið 1934.
í þeirri bók heitir ljóðið „Undiralda,“ og þegar erindin,
sem við birtum í þættinum á síðasta ári, voru borin saman
við upphaflega gerð ljóðsins kom í ljós að þar var orðinn
nokkur munur á því ýmsar breytingar höfðu greinilega
slæðst inn í það á langri leið, auk þess sem heilu erindi
hafði verið bætl við það. Frá Sigfúsar hendi var ljóðið
einungis þrjú erindi. Fjórða erindið sem fylgdi okkar birt-
ingu á því er því síðari tíma sntíð og frá öðrum kontin en
höfundi Ijóðsins. Enda kvað Dóra það erindi með öðrum
blæ en hún þekkti á ljóðum föður síns.
En til þess að hafa nú allt sem réttast birtum við að
sjálfsögðu Ijóðið aftur og nú eins og það birtist frá höf-
undarins hendi:
Undiralda
Þegar farmaður leggurfrá landi
um liið lognskyggða, glampandi haf,
falla öldur að sœhörðum sandi,
glitra sundin og skýjanna traf
Enfrá þilfari land sitt hann lítur,
því skal Ijúfasta minning ei gleymd.
Sérhver alda við útnesið hrýtur,
þar er unnusta farmannsins geymd.
Yfir djúpinu draumsýnir líða,
en sem dyljast ei farmanna sýn.
Himinn speglast í hafinu víða,
meðan hrönnin í röstinni gín.
Astmey farmannsins hljóðlát sér hallar,
þegar húmar á hlómgaðri grund.
Það er skyldan, sem skipverjann kallar,
þegar skilnaðar liðin er stund.
Meðan útþráin æskumann seiðir,
meðan óskirnar stíga í geim,
meðan hafmeyja hárlokka greiðir,
mœtast hugir hjá elskendum tveim.
Meðan hugurinn heimþránni lýtur,
skal ei hjartanu fósturjörð gleymd.
Meðan alda á útnesjum hrýtur
verður ástin hjá farmanni geymd.
Ef mér skjátlast ekki hefur þessi texti verið sunginn
undir lagi sem öðlast hefur talsverðar vinsældir í Ijós-
vakamiðlum um þessar mundir, þar sungið undir texta
með heitinu „Undir bláhimni.“
Heima er hest 251