Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 17
svo miklu erfiðara en þegar ég var á Bakka. Það er lang-
verst þegar maður er svangur og hvergi hægt að fá hand-
tak að gera. Þá verður maður svo reiður við alla og upp á
móti öllum og langar bókstaflega til að gera eitthvað
ljótt. Svo finnst mér margir vera svo vondir og ósann-
gjarnir og reyna að misþyrma þeim sem minni máttar
eru. Kannski er ég líka vondur. Ef þú vilt skal ég reyna
að vera svolítið betri, en þá verður þú líka að lofa okkur
að komast í höfn.“
Eg var svo annars hugar vegna þessa samtals við guð
að ég hafði steingleymt að hafa gát á öldunum. Mér til
mikillar skelfingar sá ég nú að yfir okkur var að falla
stórbrot og í sömu andrá þrumaði Níls:
„Haldið ykkur fast!“
Eg stóð í millum Arna og Sigurðar, hleypti í herðarnar
og kreppti hendurnar utan um handriðið með öllum þeim
handstyrk sem ég hafði öðlast við róðurinn um sumarið
og mér fannst sjálfum töluvert um. Það steyptist yfir okk-
ur beljandi foss. Eg kiknaði, missti handfestuna og hélt
að allt væri búið. En samt, þótt ég væri í kafi, drykki sjó
og fyndist ég vera að kafna var ég þó ekki rekald í haf-
inu. Eg var fastur við vélarhúskappann eftir sem áður.
Þegar brotið reið yfir hafði Siggi á Nesinu fært hægri
höndina hinum megin við mig svo að ég lenti í fangi hans
og allur þunginn lenti á honum. Brotið kastaði bátnum
eins og korktappa á undan sér og þvingaði hann niður á
stjórnborða. Mikið af þunga brotsins hafði lent á Arna,
sem stóð eins og stuðlabergsdrangur til kuls af okkur
Sigga, án þess að haggast. Níls hafði kastasl út að lunn-
ingu og hefði tekið út ef hann hefði ekki hangið í stýris-
taumunum. Hann lagði svo við á stýrinu og náði bátnum
beint undan öldunni og þá tók hann að rétta sig.
Mér hafði, eins og áður sagði, legið við köfnun og al-
veg hrokkið úr sambandi við guð. Við Siggi vorum gegn-
blautir upp úr og niður úr en brostum samt livor til ann-
ars. Við vorum lifandi enn. En hvað var þetta? Hin hvellu
slög Hein-vélarinnar heyrðust ekki lengur. Hjartaslög
bátsins voru þögnuð, eins og skorið hefði verið á lífæð
hans. Það þyrmdi yfir okkur. Nú sýndist fokið í flest
skjól. Níls kallaði á Sigurð að taka stýrið og reyna að
halda bátnum undan meðan hann aðgætti hvað væri að
vélinni. Svo skipaði hann okkur Arna að koma upp segl-
inu. Við hlýddum strax en seglið var grautfúið og rifnaði
í tætlur strax og stormurinn náði á því tökum. Engin
framsegl voru á bátnum.
Vonir okkar glæddust mjög þegar við svo heyrðum aft-
ur gamla góða hljóðið í Hein-vélinni. Þegar Siggi á Nes-
inu kom aftur fram fyrir vélarhús, sagði hann okkur að
olíugeymirinn hefði slitnað úr festingum og brotið olíu-
pípuna. Níls hefði tekist að klastra þessu saman en ekki
getað þétt til fulls. Nú hefðum við aðeins þrjú hestöfl af
fimm. En það var sama, nú hljómaði „bopsið“ hennar
eins og englasöngur í eyrum okkar. Ekkert hafði brotnað
ofan þilja nema lunningin bakborðsmegin og lóðabalarnir
voru horfnir.
Stefna var nú sett á Deild og allt gekk áfallalítið, nema
í einu broti hvarf kabyssurörið af lúkarnum.
Við komum upp undir um áttaleytið og héldum inn
með Stigahlíð grunnt, þar var logn. En þegar kom inn
fyrir Grjótleitið mætti okkur suðvestan rokgæran innan úr
Djúpinu. Vélin hafði ekki afl á móti þessum ósköpum og
brátt sló bátnum flötum. Sjóinn skóf í miðjar hlíðar og
báran var stór og kröpp. Þarna var því ekkert annað að
gera en að „hleypa“ sem kallað var og varð Skálavíkin
fyrir valinu. A Skálavíkinni var aðeins kaldi ofan af land-
inu og sléttur sjór. Allir vorum við blautir inn að skinni
og sló nú mjög að okkur. Eldspýturnar hans Níls höfðu
blotnað svo að ekki var hægt að kveikja upp í litlu ka-
byssunni í lúkarnum. Byrjuðum við fljótt að skjálfa og
tennur okkar að glamra, þótt við reyndum að berja okkur
í sífellu. Þar að auki vorum við matarlausir og þrekaðir.
Frost var nokkurt og fór vaxandi. Fóru menn nú að
skeggræða um hvort ekki ætti að róa í land og fá eldspýt-
ur og mat. Þá var miðnætti. Níls hóaði svo hraustlega að
undir tók í fjöllunum. Eftir um það bil klukkustund var
hrundið fram skektu og einn maður kom róandi. Níls
tjáði honum vandræði okkar. Maðurinn kvaðst hvorki
hafa mat né eldfæri og ekki nenna að fara aðra ferð en
bauð okkur al'tur á móti að sofa í landi yfir nóttina. Níls
gat ekki hugsað sér að yfirgefa bátinn, það eina sem hann
átti af veraldlegum gæðum, en vildi að við hinir færum í
land.
„Jæja þá,“ sagði þá bóndinn. „Eg skal lenda fyrir þig
bátnum og hífa undan sjó.“
Ekki leist Níls á það. Þá myndum við geta tepptst svo
dögum skipti ef brimaði.
„Jæja þá,“ sagði bóndinn aftur. „Annaðhvort flyt ég
engan í land eða alla.“
Þannig stillti hann Níls upp við vegg og formaðurinn
leit á mig þar sem ég stóð upp við lúkarskappann og hélt
mér fast svo ekki bæri eins mikið á hvað ég skalf af
kulda.
„Jæja þá í herrans nafni, förum í Iand,“ sagði Níls.
Auðheyrt var þó að það var honum þvert um geð.
Við skiptum okkur niður á bæina og sáum um klukkan
eitt hvar Skeiðin vaggaði á víkinni, sem var böðuð í
tunglsljósi.
Eg vaknaði í birtingu og leit út um glugga. Öll vfkin,
sem er mjög grunn, var eitt hvítfyssandi brot alla leið út
að Skeiðinni. Bóndinn sem ég gisti hjá, sagði mér að Níls
hefði farið gangandi til Bolungarvíkur fyrir tveimur tím-
um, til að reyna að fá bát til að koma sér yfir í Skeiðina
áður en hún brotnaði í spón í briminu.
„Það er ekki hálffallið út ennþá. Þá geta allir séð
hvernig það verður um tjöruna,“ sagði bóndinn.
Nú var beðið með óþreyju eftir að bátur birtist fram
Heima er best 233