Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 62
Ingvar Björnsson:
Vörður
Þeir sem þurftu hér áður fyrr að
ferðast um víðáttur óbyggðanna, fót-
gangandi eða á hestum, oft í snjó,
sem öll kennileiti huldi, hafa fljótt
gert sér grein fyrir þeirri hættu sem
að þeim steðjaði og því farið að týna
saman steina á þá staði er hæst bar.
Síðan hafa þeir, sem á eftir komu,
bætt í safnið. Þegar nægilegt efni var
komið á staðinn hefur varða svo ver-
ið byggð upp.
Víða þurfti mikið magn steina svo
hægt væri að hlaða svo háa vörðu að
hún stæði örugglega upp úr mesta
snjó.
Þar sem mikið grjót þurfti var það
auðvitað ofvaxið einum manni að
bera það allt að. Því skapaðist sú
hefð að allir, sem fram
hjá fóru, hentu nokkrum stein-
um í dysina og út var breidd sú sögn
að sá, sem fram hjá færi, án þess að
leggja hönd að verki, yrði fyrir
einhverju óláni.
Enn í dag eru til allmyndarleg-
ar óupphlaðnar dysjar og
marga þekki ég, og er
reyndar þar á meðal sjálf-
ur, sem ekki fara
fram hjá slíkum
dysjum án þess að kasta í þær stein- Þar sem stórar vörður eða dysjar
um. höfðu myndast, voru oft settir í þær
stórgripaleggir sem allur mergur
hafði verið kroppaður úr. Síðan
gerðu menn vísur sem þeir tróðu í
legginn og nefndust vísur þessar
beinakerlingarvísur.
Allar áttu þessar vísur það sameig-
inlegt að vera „grófar." Þær voru ort-
BEINAKERL-
INGAR OG
BEINAKERL-
INGAR-
VISUR
ar af þeim karlmönnum, sem fram
hjá fóru, til beinakerlingarinnar, sem
þeir töldu illa haldna af karlmanns-
leysi og sem
slíkar ekki
eða illa
prenthæf-
ar.
Margar þessar vísur urðu
víð- ef ekki
landsfrægar, svo
og þeir sem þær ortu.
278 Hcima er best