Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 48

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 48
friðurinn. Strákamir hentu hvolpinum á niilli sín og létu öllum illum látum, svo að hann var farinn að urra og gelta grimmdarlega, sem sagt. þeir gerðu hann alveg trylltan. Ég gat nú ekki á mér setið en skarsl í lcikinn og bað krakkana að fara með hvolpinn til tíkarinnar, svo að hann gæti fengið að sjúga, en ekki var mannúðin meiri en svo að öll neituðu þau því. Sögðust ekki nenna. það væri svo langt og þar við sat. Nú var dagur að kvöldi korninn og farið að bollaleggja hvað ætti að gera við hvolpinn yfir nóttina. Þarna í ná- grenninu var um þessar mundir mikið af hálfbyggðum húsurn, og stakk nú strákur upp á því að fara með hvolp- inn inn í eina bygginguna og loka hann þar inni. Ég fékk nú sting í hjartað þegar ég heyrði þetta undir væng. Hvort nærvera mín hafði þarna einhver áhrif veit ég ekki en horfið var frá þessu, en hvolpurinn var lokaður frammi í kaldri forstofunni. Mér var búin hvíla í hlýju og notalegu herbergi, en ekki hafði ég lengi sofið þegar ég vaknaði við sáran grát einhvers staðar í húsinu. Þegar ég hafði átt- að mig heyrði ég að þetta var hvolpurinn. Ég snaraði mér í peysu og inniskó og fór fram í eldhús, tókst að finna slökkvarann og kveikja. Svo rann ég á hljóðið og fann blessaðan litla hvolpinn afkróaðan úti við útidyrnar. hríð- skjálfandi bæði af kulda og hræðslu. Hann þagnaði um leið og hann sá mig. Ég fór úr peysunni og vafði henni utan uni hvolpinn og bar hann fram í eldhús, tókst að finna mjólk til að gefa honum og síðan fór ég með hann beina leið inn í rúm. Þar lúrði hann lengi nætur í fangi mér og hríðskalf. Auk þess var hann með svo mikinn ekka, eins og barn, sem búið er að gráta lengi. Loks fór skjálftinn að réna og ekkinn. Þá vildi sá litli fara á gólfið og lét ég hann ráða því, en svo fór hann að vola og vissi ég að honum þætti eitthvað að svo ég kveikli Ijós og þá var allt í lagi og liann steinþagði til morguns. Hann var bara hræddur í dimmunni, blessaður litli vinurinn, búinn að fá nóg af síku. Ég vaknaði þegar krakkarnir fóru að ganga urn en lét ekkert á mér kræla meðan konan var að koma þeim í skólann. Svo fór ég fram í eldhús og drakk morgunkaffíð hjá konunni. Síðan bað ég hana að gefa mér einhverja mjúka rýju til að hafa utan um hvolpinn. Hún rak upp stór augu og spurði hvað ég ætlaði að gera. Ég sagðist ætla að reyna að finna tíkina, en hún sagði að þetta væri löng leið og hvort ég rataði. Ég sagðist hafa daginn fyrir mér og geta spurt til vegar. Ég vissi að ég var að gera rétt og var því harðákveðin og sá ég að hún var alveg undrandi á því hvað ég var ákveðin að vera að rjúka strax í burtu. En ég reyndi að leiða henni fyrir sjónir að svona meðferð á dýrum væri ómannúðleg og hvort hún sæi það ekki sjálf að þótt ég væri þar gestkomandi gæti ég ekki látið svona mál afskiptalaust. Ég vafði nú utan um hvolp- inn og lagði hann ofan á saumadótið í körfunni, en karfan var opin með tveimur hönkum svo að hvolpurinn gat séð allt í kringum sig. Ekkert hafði hann við mínar gerðir að athuga, rétt eins og hann vissi hvað til stæði. Hann hreyfði hvorki legg né lið á meðan ég var að koma honum fyrir í körfunni. Hann hefur treyst mér, blessaður litli anginn. Ég sá ekki belur en að hann brosti til mín þegar ég var komin í kápuna, tók upp körfuna og lagði af stað. Veðrið var blítt og fagurt þennan dag. Ég arkaði nú gegnum þorpið með þennan óvenjulega farangur. Þeir fáu sem ég mætti þarna í morgunkyrrðinni horfðu undrunar- augum á mig og hvolpinn í körfunni. Ég komst í gegnum þorpið og með tilsögn fann ég sveitabæinn sem hvolpur- inn var frá. Ég bað þess nú í hátt og í hljóði, að ég fyndi vesalings tíkina. Hvernig mundi henni líða ósoginni í allt að tvo sólarhringa? 264 Heima er best
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.