Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 41

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 41
Sigurður Flosason: AÐ FJALLA- BAKI Það er 19. ágúst árið 1990. Hópferðabíll frá SBS á Selfossi, X-873, er á leið suður Sprengisand. Farþegar eru um 30 Frakkar. Bifreiðarstjóri er undirritaður. Dagur er að kvöldi kominn, langur dagur frá Mývatni í Landmannalaugar. Viðkoma var höfð í Nýjadal og Stóruversölum, þar sem móttökur voru frábærar að venju. Þó brá mér í brún í Nýjadal, þegar ég uppgötvaði að Sirrí og Signý, landverðir um árabil, voru horfnar fyrirvaralaust af vettvangi. Það er eins og eitthvað vanti í landslagið við brottför þeirra, einhver fastur punktur öræfanna sé ekki lengur. Tljegar ég ek inn á tjaldstæðið í (41^ Landmannalaugum tekur Tóta r landvörður á móti okkur og voru móttökurnar svo innilegar að seinna sagði Jón Geirsson fararstjóri mér að allir farþegarnir hefðu slegið því föstu að hún væri dóttir mín. Síð- an er tjaldað til tveggja nátta á lands- ins grýttasta tjaldstæði. Það er aðeins gróðurlausar og nokkuð stórgrýttar áreyrar sem munu vera að mestu framburður Jökulgilskvíslarinnar af Torfajökulssvæðinu á liðnum öldum. Mörg tjöld eru á tjaldstæðinu og fjölgar sífellt. Bílar streyma að með farþega og töldu sumir að tjöldin fylltu hundraðið þegar leið á kvöld- ið. Tjaldstæðið er afmarkað með kaðli og liggur vatnsleiðsla í svörtu plaströri með fram honum. Eldhús- bílum er lagt norðan vegarins með fram kaðlinum, en innan hans rísa eldhústjöld, bæði vegna hópa sem fylgja cldhúsbílunum og eru mest notuð til að matast í, og eins fyrir hópa sem elda í tjöldum. Hópferða- bílunum er lagt sunnan vegarins und- ir háum garði sem gerður hefur verið til varnar ágangi Jökulgilskvíslarinn- ar við Laugasvæðið. Handan tjald- stæðisins rís skáli Ferðafélags Is- lands, dökkur með bröttu risi undir hárri brún Laugahraunsins, og austur með hrauninu stíga upp gufur frá laugunum. Rétt við hraunbrúnina þar sem garðurinn kemur að henni stend- ur grænn braggi sem notaður hefur verið sem hesthús í fjárleitum á haustin. Þar skammt frá stendur eld- húsbíll frá Úlfari Jacobsen, sem er staðsettur þar til að þjónusta hópa frá honum, en er ekki ekið með hóp- ferðabílunum eins og áður tíðkaðist. Næst bragganum stendur mosagrænn yfirbyggður vörubíll frá Þýskalandi, merktur Daltus á hliðunum. Sýnilega er hann innréttaður sem farþegabíll, Heima er best 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.