Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 15
rýni í það. Biður hann Nonna að halla sér vel fram svo hann nái góðri andlitsmynd. Nonni er forvitinn og fer að öllu eins og fyrir hann er lagt. Myndasmiðurinn lætur hann hag- ræða sér á ýmsa vegu, „svona nú, reigðu betur hálsinn, hvernig held- urðu að ég geti myndað þig ef þú snýrð smettinu ekki alminlega að vélinni. Já, svona. Þetta er betra en lokaðu nú augunum.“ Um leið og Nonni gerir það, hálf- boginn með nefið í mittishæð, snýr listamaðurinn sér eldsnöggt við, tek- ur höndum um þjóhnappa sína, glennir í sundur og rekur drynjandi fret framan í hann. Nonni kom heim bæði fróðari og reynslunni ríkari og auðvitað beið hann ekki boðanna að leika þar sömu listina. A þessum dögum var rúgbrauð, öðru nafni þrumari, ekki óverulegur hluli daglegs viðurværis og því skorti sjaldnast lofthleðslu í skotið. Um haustið hófum við Nonni skólagöngu í barnadeild Kennara- skólans, sem vegna nálægðar sinnar lá best við okkur. Þangað var frá Haukalandi röskur tíu mínútna gang- ur, væri farin hin þurrari leið yfir til Hlíðarenda, þaðan upp á Laufásveg hjá Pólunum, en fljótfarnari ef mað- ur stytti sér leið skáhalt yfir mýrina, annaðhvort að syðri enda Aldamóta- garðanna eða beint á Kennaraskól- ann framhjá hinu þefjandi safnhúsi, sem fyrr var nefnt. I Kennaraskólanum var aðalkenn- ari okkar Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, hinn ágætasti kennari og að sama skapi ástsæll af okkur krökkun- um, auk þess sem við vorum til- raunadýr handa nemendum Kennara- skólans að æfa sig á. Ur þeim hópi eru mér ævinlega minnisstæðastir ljúfmennin Aðal- steinn Sigmundsson og Bjarni Þor- steinsson, sem báðir urðu þjóðkunnir menn. Sambekkingar okkar voru einkum jafnaldrar okkar úr Pólunum og býl- unum þar í kring en auk þeirra slang- ur af börnum úr syðsta hluta Laufás- vegar og Bergstaðastrætis og kannski eitthvað lengra að. Þarna sátum við í sama bekk þrjá vetur og naumast hygg ég að við höfum hlolið þar lak- ari fræðslu en þótt við hefðum lullað áfram stig af stigi í bekkjaskiptum skóla. Hefðum við bræður gjarnan viljað vera þar fjórða veturinn en það var talið óráðlegt og lentum við í sjö- unda bekk Miðbæjarskólans. Þó Jón bróðir minn væri árinu eldri en ég, var hann áhugaminni við nám- ið og taldi tíma sínum betur varið í annað en liggja yfir bókum og hlaut það að hefna sín á prófum, enda fór það svo þegar raðað var í bekki í Miðbæjarskólanum við skólasetn- ingu haustið 1921, að mér var ætlað sæti í sjöunda bekk en Jóni, sem var þó árinu eldri en ég, í sjötta bekk. Athöfn þessi fór fram í leikfimisal skólans að viðstöddu öllu kennara- liði og væntanlegum nemendum en Morten Hansen, skólastjóri, sat fyrir miðju langborði og kennararnir hon- um sitt til hvorrar handar. Þá tel ég mig hafa unnið meira þrekvirki en í annan tíma á lífsleiðinni, því þegar ég heyri að okkur bræðrum er þannig stíað í sundur stend ég á fætur og skjögra óstyrkum fótum að kennara- borðinu, stilli mér upp fyrir framan skólastjóra og styn því upp kjökrandi, að við bræður höfum æv- inlega setið saman og hvort hann geti ekki látið mig líka vera í sjötta bekk. Allir urðu hvumsa við, bæði kenn- arar og krakkar, en þar fór hneyksl- unarkliður um bekki yfir svona óheyrilegri ósvífni. Skólastjóri tók máli mínu ljúf- mannlega og sagði að við yrðum látnir vita um málalok síðar. Þau urðu á þann veg að í stað þess að flytja mig niður var Nonni fluttur upp og sátum við saman um veturinn við þriðja borð í miðröð fyrir aftan þá bræður Axel og Svein Kaaber, og þótti okkur gaman að horfa yfir axlir þeirra á listilega gerðar myndir sem þeir dunduðu sér löngum við að teikna. Ekki þurfti skólastjóri að sjá eftir ákvörðun sinni því Nonni bróðir skilaði ekki lakara vetrarstarfi á vor- dögum en hver annar. rnani Kennaraskólinn. Heima er best 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.