Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 39
með ólíkindum gott miðað við hinn háa aldur. Það varð að samkomulagi að ég hripaði niður þátt um æviferil hans. Jón sagði frá, en ég skrifaði niður. Hann fæddist að Gerði í Hvolhreppi í Rangárvalla- sýslu 20. desember 1892. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson og ísleif Magnúsdóttir, systir Böðvars á Laugar- vatni. „Faðir minn dó úr lungnabólgu árið 1897. Þá lá móðir mín á sæng eftir að hafa nýfætt þriðja barnið. Ástandið var ekki gott á heimilinu, móðir mín mjög lasburða eftir barnsburðinn og maðurinn hennar að heyja dauðastríðið svo að segja við hliðina á henni. Fátækt var mikil hjá okkur, eins og yfirleitt var alls staðar um þessar mundir. Þetta varð blessaðri móður minni ofraun í bili. Hún varð andlega veil um tíma. Eg bað snemma Guð um að hjálpa okkur, sérstaklega um að móðir mín fengi heilsuna aftur og ég yrði stór og sterkur svo að ég gæti unnið fyrir mér. Eg tel að ég hafi verið bænheyrð- ur. Eg varð stór og sterkur. Scm dæmi um það get ég sagt, og það er ckki grobb eða yfirlæti, að þegar ég var orðinn fullþroska átti ég auðvelt með að taka fulla olíutunnu og láta hana upp á vörubíl. Eftir að pabbi dó fór ég með móð- ur minni til móðursystur minnar að Meðalholtum í Gaulverjabæ. Þar var ég ekki nema eitt ár. Mamma var erf- ið vegna veikindanna. Næst fluttist ég með móður minni að Stokkseyrarseli, sem er rétt fyrir ofan Stokkseyri. Þar var ég í þrjú ár. Þar var mjög gott fólk. Snemma var farið að láta krakkana vinna á þeim tíma og stundum var þeim ætlað meira en þeir voru færir um. Þegar ég var sjö ára var ég látinn fara á milli þegar hey var flutt heim af engj- unum. Þegar búið var að láta baggana upp á hestana var ég settur upp á klitberann á fremsta hestinum. Þegar ég var rúmlega níu ára varð ég að fara frá þess- um bæ og fluttist að Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Þangað fór einnig móðir mín, sem þá var orðin miklu heilsubetri. Móðir mín var nijög vel vinnandi þegar hún var frísk og talin mjög greind. Frá Kópsvatni fór ég að Kotlaugum, sem er næsti bær. Það mun hafa verið móðir mín, sem því réði. Þó fór hún ekki með mér þangað. Húsbændurnir þar voru mér mjög góðir. Þar fékk ég nóg að borða og mjög góðan mat. Heimilið var sæmilega stætt, eftir því sem þá gerðist. Auðvitað var eilíft erfiði og stritvinna frá morgni til kvölds alla daga. Eg var, þó að ég segi sjálfur frá, talinn viljugur og reyndi að vinna eftir getu og fylgjast með og setja mig inn í hvernig ætti að vinna það sem mér var ætlað. Auðvitað var ég alltaf að snúast við kindurnar. Einu sinni datt mér í hug að skíra allar rollurnar með sérstöku nafni hverja. Þá sagði bóndinn: „Heldurðu að þetta hafi nokkra þýðingu? Rollumar eru allar eins.“ „Við skulum reyna,“ sagði ég hinn kotrosknasti. Jú, ég þekkti þær allar eftir nöfnunum sem ég hafði gefið þeim. Þarna var ég aðeins eitt ár, alltaf á sífelldum flækingi. Þá fór ég að Hrepphólum og þar var ég einnig eitt ár. Bóndinn þar hét Sigurður, mikið góðmenni. Um skólagöngu var ekki að ræða. Móðir mín kenndi mér að lesa. Kennslubókin var Nýja testamentið. En að Hrepphólum var fenginn kennari til að kenna börnum bóndans og ég fékk að vera með þeim. Kennarinn var Margrét Eiríks- dóttir frá Fossnesi. Þetta er öll mín skólaganga í lífinu. Já, það er skrítið að líta til baka um rúm 90 ár og sjá breytinguna, sem nú er orðin. Nú geta allir fengið þá kennslu sem þeir óska eftir og margs konar styrki og aðstoð, sent kosluð er af almannafé. Hjá þessum kennara lærði ég í fjóra mánuði. Það var aðallega skrift og reikningur. Kennarinn gaf mér forskrift. Mamma mín skrifaði mjög vel og lagði mikla áherslu á að ég vandaði mig. Svo fékk ég forskriftar- bók eftir Morten Hansen, að ég held. Reikningsbók Eiríks B. fékk ég og lærði hana alla á þessum fjórum mánuðum. Frá Hrepphólum fór ég eftir eitt ár. Sífellt þessi fiæk- ingur. Eg veit ekki hvernig stóð á þessum flækingi. Ég vil taka það fram að alls staðar var fólkið mjög gott og alúð- legt við mig, en vinna mikil. Næst fór ég að Háholti í Gnúpverjahreppi og þar var ég í þrjú ár og þaðan fermdist ég, þá orðinn 14 ára. Presturinn sem fermdi mig var Valdimar Briem sálma- skáld. Ég lærði hið svo kallaða Helgakver. Ég kunni það allt spjaldanna á milli. Mér finnst þetta fjarstæða að láta börn læra utan að heila bók, eins og hverja aðra þulu, sem þeim var lítt mögulegt að skilja. en svo var um margt í Helgakveri. Stundum fór ég út í fjós með kverið. Þar var hlýrra. Mér fannst Valdimar ekki skýra þetta til neinnar hlítar. Mig minnir að fermingarsystkini mín væru ellefu og öll farin yfir landamærin miklu nema ég. Það síðasta sem mér er kunnugt um kvaddi í fyrra. Það var Sigríður Jak- obsdóttir frá Galtafelli. Við vorum látin þylja upp úr kverinu við ferminguna. Fermingargjöfin, sem ég fékk, voru tvær krónur og „Faðir minn dó úr lungnabólgu árið 1897. Þá lá móðir mín á sæng eftir að hafa nýfætt þriðja s barnið. Astandið var ekki gott á heimilinu, móðir mín mjög lasburða eftir barnsburðinn og maður- inn hennar að heyja dauðastríðið svo að segja við hliðina á henni. Heima er best 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.