Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 23
ina að öllu leyti. Væri gott fyrir þig
að geta fylgst með þessu fólki alla
leið til Hornafjarðar.“
Eg sá strax að þetta var þjóðráð.
Jón tók símann og náði sambandi
við hjónin og samþykktu þau að ég
slægist með í ferðina, auðvitað með
ráði fararstjórans.
En ekki lét Jón þar við sitja heldur
hringdi hann og hringdi þar til hann
náði í þennan fararstjóra og hjá hon-
um fékkst leyfi til þess að ég slægist
með í ferðina. Þá kom babb í bátinn
því það vantaði bæði hest og reiðtygi
handa mér en það var fyrir góð orð
Jóns sem úr því rættist.
A Djúpavogi var ég svo það sem
eftir var dagsins og litaðist um í
kauptúninu og tók myndir. Um nótt-
ina gisti ég hjá kaupfélagastjóranum
sem, eins og áður segir, sýndi mér
einstaka hugulsemi og hjálpsemi á
allan hátt sem aldrei verður þakkað
að verðleikum.
Nú segi ég frá þriðja degi ferðar-
innar, það er að segja frá því lagt var
af stað frá Egilsstöðum. Eftir góðan
nætursvefn snæddi ég úrvals morg-
unverð hjá kaupfélagsstjóranum. Um
klukkan átta um morguninn renndi
vörubíll upp að húsinu. A palli hans
voru bekkir til að sitja á og þar var
mér boðið sæti. I framsæti hjá bíl-
stjóranum sátu fyrrnefnd lijón, vænt-
anlegir ferðafélagar. Bílstjórinn var
Þorbjörn bóndi á Geithellnum í
Álftafirði.
Svo var lagt af stað. Vegurinn var
lélegur, víða aðeins hestaslóðir og
kerruvegur, mjög krókóttur og holur
margar og sumar djúpar. Því ók Þor-
björn rólega en mér þótti það dálítið
skrýtið að þar sem voru krappar
beygjur fyrir kletta og dranga, sem
voru margar, var ætíð flautað áður en
lagt var í beygjuna og það rækilega.
Eftir um klukkustundarferð með
bílnum var komið að Geithellnum en
lengra varð ekki komist á bíl. Þá var
þar fyrir fararstjórinn sem ætlaði að
fylgja okkur áfram. Hann var með
hesta og allt sem til þurfti í langa
ferð. Áður en lagt var af stað frá
Gcithellnum var okkur boðið upp á
Efri mynd: Svínhólar í Lóni.
Neðri mynd: TraÖirnar heim að
hœnum á Svínhólum.
taldi að í mikið væri
ráðist.
„Og það get ég sagt
þér að skaftfellsku
árnar eru ekkert lamb
að leika sér við. Svo
eru það allar minni
árnar sem gætu tafið
fyrir, og þær eru marg-
ar.“
En þetta voru ekki
síðustu orð Jóns í
sambandi við ferðalag
mitt því hann sýndi
mér alveg sérstaka
hugulsemi og greið-
vikni sem ég gat ekki
búist við af ókunnum
manni. Það verð ég að
segja að þarna hljóp
nú heldur betur á
snærið hjá mér þegar
Jón sagði:
„Þú ferð nú ekkert
lengra í dag og gistir
hérna hjá mér í nótt.
Eg ætla að athuga
hvort ég get ekki greitt
svolítið fyrir þér í
sambandi við ferð
þína. Hér á Djúpavogi eru stödd hjón
sem ætla að fara til Hornafjarðar á
morgun og þau hafa nú þegar ráðið
fararstjóra sem hefur skipulagt ferð-
Heima er hest 239