Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 61

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 61
heimtaði liann ljós. Kvaðst hann þó að minnsta kosti verða að opna fyrir hundunum svo þeir væru ekki að djöflast inni í bænum. Það var heldur ekki of mælt því allir hundar á heimilinu, sem voru tjórir, höfðu safnast saman í bæjar- dyrunum með svo miklum óhljóðum og spangóli, að undrun sætti. Stukku þeir stundum upp í miðja bæjarhurð og rifu hana og tættu með klónum, svo urgið heyrðist langar leiðir, en aðra stundina flugust þeir á í einni bendu, urrandi og skrækjandi, eins og þeir væru vitlausir. Bóndi hljóp nú fram með Ijós í hendi með allt heimilisfólkið á hæl- um sér. Voru hundarnir reknir út í horn. Lúpuðust þeir þar niður og höfðu nóg að gera að sleikja sár sín, sem þeir höl’ðu fengið í bardaganum. Höggin voru nú hætt, en blástur mik- ill heyrðist úti eins og gesturinn ætti óhægt með að draga andann eða hann væri kominn í spreng af mæði. En þegar bóndi ætlaði að opna hurð- ina, heyrði hann að sagt var með hvíldum fyrir utan: „Það er naumast ... að þetta ætlar að ganga vel ... Ég fór þó að því al- veg eins og vanalegt er ... Guðaði fyrst og ... rak svo bara óvart prikið í stúlkuna og ... rúðan ... og nú hangi ég hér sjálfur á ... hæsta gálga ... það er svo sem auðséð að ég á að deyja hér ... og bónorðið ... Ég veit ekki hvað stúlkan segir ... að ég skyldi ekki geta beðið hennar í kvöld ... en ég vona að hún sjái að þetta eru lög- leg forföll ... En á morgun skal ég bæta henni það upp ... að mér heilum og lifandi ... En hvað það er vont að dingla svona ... Imba, æ!“ Að svo mæltu tók hann aftur að berja sem ákaflegast á hurðina og fóru þá hundarnir á kreik. Bóndi beið nú ekki boðanna. Dró hann strax lokuna úr. Hrökk hurðin þá upp undan höggunum. Hlupu hundarnir þá í sömu svipan fram í dyrnar og rifu allóþyrmilega í fætur Árna. Urðu þar harðar sviptingar. Hóf Árni hundana upp á fótunum og kastaði þeim langar leiðir, en vegna þess að hundarnir voru tjórir, héngu ávallt tveir í skóm hans þótt tveir lægju fallnir. Bóndi hugði nú til útgöngu en hundavaðurinn var svo mikill í dyr- unum og fótasparkið í Árna svo mik- ið að hann gat hvergi nærri komið. Tók hann þá að hasta á hundana en þeir æstust því æ mcira. Fór svo að lokum að þeir drógu af Árna báða skóna enda var þá uglunni nóg boðið því hún hrökk nú í sundur. Kom Árni niður í dyrnar, ekki sem best til reika, því jakkinn var í hnút upp á öxlum en buxurnar allmjög teknar að síga. Mikið var rætt um þessa ✓ ferð Arna ekki síður en hina fyrri. Bæjarstrokurnar hlupu með ótrúlegum hraða á milli bæjanna til að segja tíðindin og fóru þær svo hratt að þær fóru langar bæjarleiðir í tveimur til þremur andartökum. Ekki er þess getið að honum væri boðinn beini enda var hann fljótur að átta sig. Rak hann upp gaul mikið um leið og hann stökk frá dyrunum en var þá svo óheppinn að reka sig á stóran skafl, sem var fram undan bæjardyrunum. Kom hann þar niður á höfuðið, svo sá í iljar honum. Héldu heimamenn að hann ætlaði þar niður. Hljóp bóndi þá til og vildi hjálpa honum en Árni henti sér þá fram úr skaflinum og var fljótur að rétta sig við. Var hann horfinn á fáum sekúndum og fylgdu hundarnir honum á götu. Kom Árni heim til sín um nótlina í vondu skapi, sem von- legt var. Sór hann þess dýran eið að guða aldrei framar á glugga, heldur skyldi hann berja að dyrum hvar sem hann kæmi og hvernig sem á stæði. Efndi hann það rækilega síðan. Skór hans voru hirtir og voru þeir sendir honum nokkru seinna. Mikið var rætt um þessa ferð Árna ekki síður en hina fyrri. Bæjarstrok- urnar hlupu mcð ótrúlegum hraða á milli bæjanna til að segja tíðindin og fóru þær svo hratt að þær fóru langar bæjarleiðir í tveimur til þremur and- artökum. En af öllu má of mikið gera því þegar þær komu hcim á bæina, leið vanalega langur tími áður en þær komu upp nokkru orði fyrir mæði. En á meðan romsaði hcimilisfólkið oftast nær upp öllu sem bæjarstrokan hafði ætlað að færa því og oftast nær miklu meira því það þurfti að létta á sér líka. „Ekki var að kynja þótt Krukk sál- uga óraði ekki fyrir öðrum eins ósköpum og þessum,“ sagði einn vísindamaður sveitarinnar, „því það hefði enginn spámaður getað spáð því að maður í bónorðsferð yrði til þess að hanga á uglunni með fjóra hunda neðan í fótum sér.“ Árni sat nú heima að búi sínu um hríð og hugði af kvonbænum. Villan Árni sat nú að búi sínu í Klömb- rum nokkur ár, svo ekkert bar til tíðinda. Héldu allir að hann væri nú hættur að hugsa um stúlkurnar enda hafði hann verið furðu spakur í þeim efnum síðan hann losnaði af uglunni á Mýri. Sumir fullyrtu jafnvel að stúlkurnar væri farið að lengja eftir því að Árni færi í nýja kvonbæna- ferð. „Eflaust til þess að fá eitthvað til að hlæja að,“ sögðu þeir. Sumir gátu þess þó til að blessuðum dúfunum þætti ekki svo mjög fyrir því að rennt væri til þeirra hýru auga, jafnvel þótt það kæmi frá Árna í Klömbrum, ef þær ættu ekki völ á því annars staðar frá. En þetta sögðu auðvitað ekki nema ósiðlegustu galgopar sveitarinnar. Framhald í nœsta hlaði. Heima er hest 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.