Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 55
Framhaldssagan
„ÁRNI í
KLOMBRUM
9. HLUTI
Jón Guðmundsson
frá Beruvík:
„Mér heyrist þetta vera hljóðin í
Hring,“ sagði Arni.
„Það heyrist mér líka,“ sagði Ein-
ar, „enda er hundurinn hér hvergi
sjáanlegur. Skoffínið hefur náttúrlega
étið hann. Aumingja Hringur,“ taut-
aði Einar.
„En skyldi hann geta veinað svona
hátt niðri í skoffíninu?“ sagði Árni
um leið og hann kastaði af sér tré-
skónum.
„Hundurinn, hann Hringur.
Hann sem getur veinað alls
staðar, hvar sem hann er
staddur. Eg held að þú
ættir nú að vita það best
sjálfur," sagði Einar.
Þeir feðgar hlupu nú sem
fætur toguðu áleiðis til
Klambra. Veittist þeim það
þó erfitt, því hvassviðri mik-
ið var komið, sem stóð á hlið
þeim en hált var á hjaminu
svo hvergi markaði spor. Gáfu
þeir dýrinu auga við og við. Sáu
, þeir að það fór ekki eins
hratt og áður og dró hvorki
sundur né saman.
Tvo hausana dró það nú
á eftir sér en þriðji hausinn
stóð sperrtur á löngum hálsi
upp úr því að aftanverðu.
Alltaf var það að skrækja aðra stund-
ina. Þannig gekk eltingarleikurinn
heim undir tún í Klömbrum. Var þá
dýrið spölkorn á eftir þeim. Sáu þeir
þá að hausarnir voru horfnir en það
dró flygsu mikla á eftir sér.
Allt í einu sáu þeir að dýrið fór í
tvennt. Þeyttist annar parturinn und-
an veðrinu út alla flóa en hinn partur-
inn kom á fljúgandi ferð á eftir þcim.
Skipaði þá Einar Árna að bíða og
taka hraustlega á móti dýrinu því hér
þýddu engin hlaup. En þegar dýrið
kom að þeim þekktu þeir að það var
Hringur og ljóslifandi.
„Hringur, Hringur!“ varð þeim
báðum að orði. „Hann hefur sprengt
skoffínið utan af sér,“ sagði Árni.
„Mikill hundur er Hringur,“ sagði
Einar hátíðlega um leið og hundurinn
flaug upp í fangið á honum. Aðgætti
hann hundinn í krók og kring og
sagði:
„Kynlegt er það að Hringur, jafn
stór hundur og hann er, skyldi kom-
ast heill og óskaddaður ofan um eins
örmjóan háls og var á skoffíninu.“
„En hálsarnir voru líka þrír, tveir
fram á og einn aftur á,“ sagði Árni.
„Já, og þannig verður það líka
skiljanlegra að svona margir hausar
og hálsar hafi getað kyngt Hring í
Heima er best 271