Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 58
hann kemur fram í hlíðina upp undan
bænum á Þúfu. Var hann þá fyrir
ofan miðja hlíð, en svo hagaði þar til
að bærinn stóð undir hlíðinni, sem
var snarbrött og með jöfnum halla
heim á hlaðið á Þúfu.
Sest Arni nú niður til að kasta
mæðinni og til að rifja upp fyrir sér
það sem hann hafði ætlað að segja
við Stínu, en nú var það allt horfið úr
huga hans. Tók hann þá að totta
flöskuna en það kom ekki að heldur,
enda var hann þá orðinn út úr drukk-
inn.
„Nú ég veit ekki hver fjandinn er
orðinn af öllu því sem mér datt í hug
í gærkvöldi,“ sagði hann gramur.
Þegar hann var orðinn úrkula von-
ar um að geta sagt nokkurt viðeig-
andi orð, stóð hann upp og sagði:
„Þótt ég verði málstirður mun
henni þó sýnast ég stór og gildlegur
á velli, enda skal ég nú heimsækja
hana með skurki og skarkala, svo
hún sjái að mikilmenni sé á ferð-
inni.“
Ætlaði hann nú að leggja af stað
ofan hlíðina en þá vildi svo slysalega
til að hann stakkst á höfuðið í skafl-
inn og vegna þess að hlíðin var brött
en maðurinn ölvaður, valt hann eins
og kefli með ærnum hraða ofan hlíð-
ina.
Nú víkur sögunni heim að Þúfu.
Þar sat fólk við vinnu sína inni í bað-
stofu. Var stafngluggi á henni, sem
sneri út með hlíðinni. Var hár skafl
spölkorn frá glugganum, sem fór
lækkandi heim að gaflinum. Var
skallinn lægstur við gluggann, því
þar hafði hann alltaf verið mokaður
niður til að fá birtu inn um gluggann.
Kristín sat við gluggann og var að
sauma.
„Skyldi enginn koma í dag?“ sagði
hún um leið og hún leit út í glugg-
ann.
„En hvaða ógnarferlíki er að velta
hérna heim skaflinn? Eg held að það
sé hærra en baðstofan. Komdu,
pabbi, og sjáðu,“ kallaði hún til föð-
ur síns.
Sigurður kom til hennar og ætlaði
að fara að sjá þessi býsn en í því
syrti skyndilega í baðstofunni. Það
brakaði og brast í gaflinum og öll
baðstofan skalf og hristist. En hæst
lét þó í glugganum, því allar rúðurn-
ar flugu úr honum í þúsund molum
inn á gólf. Fylgdi öllu þessu skark
mikið og skarkali, eins og Arni hafði
að orði komist.
Allir æptu upp yfir sig af ótta en
Sigurður rak báðar hendur í þelta í
gegnum gluggann. Hann þurfti ekki
langt að teygja sig því það sat fast í
glugganum cn stór snjóhrúga hafði
hrunið úr því inn á borðið.
Hlupu menn til dyranna til að
reyna að forða sér undan baðstofunni
áður en hún félli inn. En þegar út
kom sáu menn sér til mikillar undr-
unar að ekki höfðu komið önnur
klakahlaup úr hlíðinni en þessi mikli
kökkur. Sást það af brautinni eftir
hann að hann hafði tekið sig upp um
miðja hlíðina og hnoðast saman á
leiðinni.
Settust heimamenn nú á ráðstefnu
til að ræða um hvað gera skyldi við
klakafjallið því öllum kom saman
um það að það yrði að fara frá glugg-
anum, en þaðan færi það ekki sjálft
fyrr en hlánaði og þá rynni það allt
inn um gluggann.
„Ég er stórefinn í að Þúfa standi
upp úr því flóði,“ sagði Sigurður.
„En þú gleymir myrkrinu, góði,“
sagði Þórdís. „Það veitti ekki af að
láta alltaf lifa Ijós í baðstofunni því
það sést varla hvort heldur er dagur
eða nótt.“
„Ég skil ekkert hvað hefur komið
þessum snjóhnetti af stað í fyrst-
unni,“ sagði vinnumaðurinn. „Ég ef-
ast um að tunglið væri stærra eða
erfiðara viðfangs þótt það hefði dott-
ið ofan og oltið hérna að glugganum.
Það hefði þó varla orsakað bæði vatn
og myrkur, sem þessi skratti gerir.“
„Við verðum að fá okkur rekur til
að moka þessum óþverra út í haug,“
sagði Sigurður bóndi. „Verst er að
missa rúðurnar úr glugganum. Það
var naumast að þessi snjókökkur átti
erindi, að hlassa sér einmitt á glugg-
ann til þess að mölva úr honum gler-
ið.“
Var nú tekið til starfa og sögðu
menn að varla hefði verið meira
þrekvirki að rjúfa hauga fornkon-
unga en klakakökk þennan.
Unnu menn nú af kappi miklu svo
svitinn draup af hverju hári þeirra en
þegar þeir höl'ðu brotið allstórt skarð
í hann heyrðist þeim eins og manna-
mál vera innan í klakakökknum.
Lögðu nú allir eyrun við og hleruðu.
Jú, það var áreiðanlegt. Það mis-
heyrðist ekki svo öllum. Allir gláptu
forviða hver á annan. Slík undur
höfðu þeir aldrei vitað fyrr á ævi
sinni, því nú heyrðu þeir buldur mik-
ið og þess á milli háa ropa.
Fóru þeir nú að moka aftur. Var
þeim mikil forvitni á að vita hvað
það væri, sem gæti gefið þannig
hljóð frá sér. En þegar búið var að
moka miklu utan af klakakökknum
og hann var farinn að grennast mjög
mikið, sáu menn að hann fór að taka
smákippi.
Allir hættu að moka og studdust
fram á rekurnar og virtu hann fyrir
sér. Hreyfingarnar á kökknum urðu
æ meiri og meiri, svo þrátt fyrir svit-
ann tóku hárin að rísa á höfðum
heimamanna við að horfa á slík fá-
dæmi.
„Hvað haldið þið að sé í kökknum,
piltar?“ spurði loks Sigurður bóndi.
„Ég veit það,“ sagði Kristín hlæj-
andi. Hún brann í skinninu af for-
vitni, en var þó hálfsmeyk.
„Þetta er náttúrlega kolungað álft-
aregg, sem hefur fokið ofan af fjalli
og unginn er nú að garga innan í
egginu og velta því til.“
„Ég hugsa að þetta sé eitthvað
stærra og sterkara en fuglsungi,“
sagði vinnumaðurinn.
„Hann verður sjálfsagt nóg máltíð
fyrir okkur öll. Ég skal fara að setja
upp pottinn á meðan þú ert að snúa
hann úr hálsliðnum og reyta hann.
En flýtið þið ykkur nú að gera gat á
eggið svo ég fái að sjá skepnuna,“
sagði Kristín.
274 Heima er best