Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 26
var beðið og var Eiríkur búinn að
gera þetta klárt fyrir mig, það er með
leiðina frá Höfn og vestur í Suður-
sveit.
En ekki lét hann þar við sitja því
enn var góð stund til hádegis og þá
fannst honum sjálfsagt að skrcppa
með mig upp í Nesjasveit svo ég sæi
betur yfir héraðið. Farið var upp að
Laxá að minnsta kosti eða lengra. Eg
tók mynd af Bjarnarneskirkju.
Þessi stutta ferð í blíðskaparveðri
og góðu skyggni veitti mér mikla
ánægju. Það var mikilfengleg sjón
að sjá jöklana skríða fram milli tign-
arlegra fjalla.
En fram skal halda ferðinni. Áður
en Eiríkur fór með mig niður á
bryggju til að hitta tri11ukarlinn borð-
aði ég góðan hádegisverð heima hjá
honum. Þegar ég hugsa um þessa
fyrstu ferð mína til Hafnar í Horna-
firði, minnist ég ávallt gestrisni Ei-
ríks og þeirrar hjálpsemi sem hann
sýndi mér, eins og glöggt kemur
fram í frásögn minni hér á undan.
Slík greiðvikni verður hvorki þökk-
uð né goldin að verðleikum.
Svo var mér skotið yfir á Mela-
tanga. Þar beið bílstjórinn eftir mér
eins og um var talað. Síðan var hald-
ið vestur Suðurfjörur að mér fannst
nokkuð langt, líklega eina fimmtán
kílómetra eða meira, áður en lagt var
út í vatnsflaum ánna, sem mér virtist
eins og hafsjór yfir að líta. Þar voru
saman komnar margar ár og veit ég
varla nöfn á þeim, líklega Djúpá,
Hólskíll, Hólmsá, Dalsá, Heina-
bergsvötn og fleiri. Þetta var óskap-
legur vatnsflaumur, og allt í sjóð-
bullandi vexti.
Þarna kom til kunnugleiki og lagni
bílstjórans að rata og velja bestu
leiðina því hvergi var mjög djúpt
vatn og víða þurfti að velja vand-
rataða leið. Undraðist ég mjög þekk-
ingu og dugnað bílstjórans.
Það mun hafa tekið rúman hálf-
tíma eða kannski hátt í klukkutíma
að komast yfir þetta vatnasvæði, en
fast land náðist nokkru austan við
Kolgrímu. Þar var numið staðar og
ég tók mynd af brúnni. Það var eina
brúin í allri Austur-Skaftafellssýslu
sem ég fór yfir í þessari ferð.
Svo var haldið að Vagnsstöðum.
Þar átti heima maður sem ég kannað-
ist við og langaði mig að hitta hann í
þessari ferð. Það var Skarphéðinn
A Reynivöllum.
Gíslason rafmagnsfræðingur. Hjá
honum vann ég þegar hann setti upp
rafstöðina í Lundi í Öxarfirði árið
1928. Þarna hitti ég Skarphéðin, sem
tók mér óskaplega vel. Stansaði ég
lengi og naut góðra veitinga og
meira en það því Skarphéðinn gerði
það besta sem luegt var að gera fyrir
Frá Breiðamerkursandi.
242 Heima er best