Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 53

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 53
Birgitta H. Halldórsdóttir: Smásaga úní 1959. Vorið var liðið og sumarið komið. Jóns- /J messan fram undan. Náttúran skartaði sínu fegursta, k/ allt óx, greri, spratt og blómgaðist. Sóleyjarnar opn- uðu krónur sínar í túnjaðrinum. Lömb og folöld léku sér í sólinni á grænum högum við fuglasöng og flugusuð. Líf. Nýtt líf hvert sem litið varð. Ný kraftaverk hvar sem aug- að á festi. Það var komið kvöld og fólkið í Hlíð gengið til náða. Kristrún luisfreyja bylti sér í rúminu og gat ekki fest blund. Gunnar, eiginmaður hennar, lá við hlið hennar og svaf að því er virtist áhyggjulaus. Kristrún lét hugann reika. Þetta var yndislegur tími. Vorannir að baki og sumarið fram undan. Hún andvarpaði. Allt þetta líf, þetta iðandi líf, sem hún unni svo mjög gerði hana hrygga. Hún, sem þráði svo mjög að líf hennar bæri ávöxt, en svo var ekki. Kristrún unni sveitinni og vildi hvergi annars staðar vera. Dýrin voru vinir hennar. Hún naut þess að aðstoða ærnar við burð og hún rölti með smjörklípu í hreiður, þar sem litlir, þakklátir ungar tístu. Hún var sannkallað nátt- úrubarn. Kristrún lokaði augunum og fyrir hugskotssjónum hennar svifu myndir, Ijúfar og sárar. Hún hafði það í rauninni ósköp gott. Það var aðeins þetta eina sem hana skorti. Börn. Hún og maður hennar gátu ekki átt börn saman. Kristrún og Gunnar voru af alþýðufólki komin. Með samheldni og þrautseigju hafði þeim tekist að kaupa sér jarðnæði. Þeim tókst að koma sér upp góðum bústofni og reksturinn gekk vel. Aldraðir foreldrar þeirra áttu skjól hjá þeim, en börnin komu ekki. Kristrún stundi þeg- ar hún hugsaði um þetta. Ef til vill var ráð að velta sér nakin úr dögginni á Jónsmessunótt. Nei, það dugði sjálf- sagt ekki frekar en annað. Ó, hve oft hafði hún ekki óskað þess að eignast barn. Hún elti fiðrildi og fangaði þau á meðan hún óskaði X sér. Hún fann fjög- urra laufa s m á r a , starði til himins og tal- aði við almætt- ið. Já, hún hafði beðið um börn, svo sannarlega hafði hún beðið. Kristrún og Gunnar voru ung er Heima er best 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.