Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 18
undan Kerlingunni. Loks ei’tir klukkutíma sást til báts.
Bóndinn þekkti hann strax. Það var Elliði, formaður Elías
Magnússon, alþekktur fullhugi. Það fór þó þannig að
þegar Elliði kom að Skeiðinni, braut fyrir framan hana og
því óðs manns æði að leggja að henni. Þar með voru ör-
lög Skeiðarinnar ráðin. Enginn mannlegur máttur gat
bjargað henni frá tortímingu.
Elliði sneri við til Bolungarvíkur en við hásetar á
Skeiðinni horfðum á brimskaflana bera þilfarið af henni
og nokkuð af súð-
inni upp á sandinn.
Botninn ásamt vél-
inni hvíldu nú sín
„lúnu bein“ á fjög-
urra metra dýpi
spölkorn frá landi.
Aldrei framar
mundi Skeiðin flytja
að landi björg í bú.
Það lá við að ég
brynnti músum.
Hún hafði í vissum
skilningi skapað
mér tækifæri til að
komast á stærra skip
og stælt mig í þeim
ásetningi að verða
hlutgengur sjómað-
ur.
Aður en við lögð-
um upp frá Skálavík,
Arni, ég og Siggi á Nesinu, mættumst við allir á sandin-
um. Arni púaði í skeggið og tautaði:
„Eg fer ekki fet fyrr en matarkassinn minn kemur upp,
forláta kassi, smíðaður af Guðna snikkara.“
Og viti menn, við sáum eitthvað hoppa á öldunum og í
Ijós kom að það var kassinn hans Arna. Við Siggi urðum
báðir að halda í karlinn svo hann færi sér ekki að voða,
svo ákafur var hann að ná kassanum.
Við brutumst svo yfir Skálavíkurheiði í afleitri færð,
sukkum að hné við hvert fótmál og Arna varð þungt fyrir
fæti.
Það var norðvestankaldi og snjóél öðru hvoru.
Við staðnæmdumst ekki í Bolungarvík en héldum
áfram inn Oshlíð, þótt komið væri myrkur. Hlíðin var
ófrýnileg, snjóflóðahætta mikil og víða svellbólstrar nið-
ur í sjó. Við tókum það ráð að vaða fyrir forvaða, héld-
umst í hendur og stóðum af okkur útsogið og klöngruð-
umst þannig inn eftir hlíðinni, þótt seint gengi.
Mér var létt í sinni, var þess fullviss að guð myndi ekki
sleppa af okkur hendi fyrst hann hafði látið okkur ná
landi á Skeiðinni. Mér fannst ég verða að gera eitthvað
fyrir hann í staðinn. Nú ætlaði ég að gefa guði loforð,
ekki til að svíkja eða gleyma, heldur efna. Það var að
Þriggja tonna bátur, Hermóður IS-482, smíðaður 1928.
leggja mig fram um að veita þeim aðstoð, sem hjálpar
þurfi væru á sjó eða landi.
Loks komumst við inn í Seljadal og þóttumst þá hólpn-
ir.
Við hvíldum okkur við Skarfasker, en fljótt sló að okk-
ur og áfram paufuðumst við í myrkri og snjómuggu.
Frost hafði hert og föt okkar frusu. Það hringlaði í okkur
eins og sjóskrímslunum, sem algeng voru um þessar
mundir á Eyrarhlíð.
Um klukkan hálf-
ellefu á aðfanga-
dagskvöld komum
við loks til Isafjarð-
ar, uppgefnir og illa
til reika. Það var
jólalegt heima þegar
ég valt inn úr dyrun-
um. Kassi var á
miðju gólfi á milli
rúmanna og á hon-
um nokkur kerti og
loguðu glatt. Kring-
um kassann stóðu
systkini mín og for-
eldrar og sungu
„Heims um ból.“
Eg var óendan-
lega sæll og glaður
yfir að vera kominn
heim og svolítið
stoltur yfir því að
ekki hafði staðið upp á mig í þessum þrengingum.
Eg var strax færður úr hverri spjör og þegar ég hafði
baðað svo mig í stóra balanum, sem til þess var notaður,
hurfu allir þreytuverkir og ég varð sem nýr maður.
Allir voru glaðir yfir að hafa heimt mig úr helju, því að
við höfðum verið taldir af. Engin boð höfðu borist fyrr en
Níls hafði hringt frá Bolungarvík um miðjan dag á að-
fangadag.
Systkini mín horfðu á mig í undrun og aðdáun. Ég
hafði bersýnilega vaxið í þeirra augum.
Sjálfum fannst mér ég vera orðinn töluvert reyndur sjó-
maður og reyndi að segja foreldrum mínum og öðrum,
sem vildu hlusta á mig, frá þessari sjóferð í þeim anda.
Reyndi að gera lítið úr öllu, eins og ég hafði heyrt gömlu
sjómennina á stóru bátunum gera, þegar þeir sögðu frá
vondum veðrum.
Innst inni bauð mér þó í grun að ég ætti margt eftir
ólært á sjó og landi áður en ég yrði fullnuma.
Tvennt var það þó, sem hafði greipt sig fast í hug minn
við þessa reynslu. Uppgjör og eintal mitt við guð og
ábyrgðartilfinningin fyrir því að standa við gefin loforð.
Og mér fannst ég hafa komist einu skrefi nær því að
þekkja sjálfan mig. ÍTT5rn
234 Heima er best