Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 37
» Askomnin I 20. þætti vörpuðuin við fram þeirri spurningu hvorl bíllinn væri „þarfasti þjónninn“ í dag. Sjálfsagt eru uppi um það ýmsar skoðanir en Bragi Björnsson frá Fellabæ hefur þessa skoðun á því: Að bíllinn sé þarfasti þjónninn nú þekkist, enda án hansfáir, en löngum mun Ijúfari tónninn sem listfengi gœðingsins dáir. Og Bragi varpar spurningunni áfram: Klárarnir göndu þeir kunnu sitt fag, þá knúði ei olía og smurning. Er bíllinn oss þarfasti þjónninn í dag? Ja, þetta er samviskuspurning. Svar Kára Kortssonar við áskoruninni er þetta: Var hann okkar þrekinn þjóðar þarfur klár um margar aldir. Bera merki' í slakka slóðar slíkra hófa, grónir, faldir. Tímans straumur áfram streymir, stansar aldrei elfan sú. Sagan þjóninn þarfa geymir, þeytast bílar allt um nú. Andlaus tœki aldrei taka auða stöðu besta vins. Hugarþelið, staup og staka, sterk er myndin hestakyns. Sigfús Þorsteinsson frá Rauðavík svarar spurningunni svona: „Svar við spurningu í 20. vísnaþætti, um hvort bíllinn sé þarfasti þjónninn. Því er kannski vandsvarað en oft hefur gamla Toyota Cressidan frá 1980 verið mér þörf: Toyotan mig flytur fljótt fram um veginn. Eg henni einnig helst vil aka „hinumegin. “ Þar eflaust finnast ökutœki engin betri, .vvo að EG mun sjálfsagt aka Sankti Pétri! “ HalldórEinarsson \ Gautaborg á sér öðruvísi „þarfan þjón“ en um var rætt í áskoruninni. Hann segir: Á ður fyrr ég átti mér ýmsa bíla og dýra. Ferðast mest á lijóli hér sem hefur nokkra gíra. Einatt gleði á þvífinn, ódýrt við að gera. Þarfasta nú þjóninn minn það tel hjólið vera. Við þökkum vísnahöfundum þessa þáttar innleggið. I síðasta þætti svaraði Kári Kortsson áskorun frá Halldóri um ætterni sitt. Halldór sendir honum kveðju með bréfi sínu og svarar hans svari þannig: Herra Kortsson hefur mér HEB íþœtti svarað. Upplýsingar undan ber, aðalmálið sparað. B ragasmiður broshýr fer bak við dyr og glugga. Hress og kátur heilsar þér huldumanns í skugga. Næsta áskorun verður í formi fyrriparta, og skorum við hér með á alla hagyrðinga á meðal lesenda HEB að botna þá með „glæstum brag“ eins og segir einhvers staðar, í svolítið annarri merkingu þó: Fyrripartur 1: Græn erjörð á góðu vori, geislar dýrðleg sólarbrá. Fyrripartur 2: Kátt er sinni kerlingar, kröpp þófinni kjörin. Að sjálfsögðu er það alfarið á ykkar valdi hvort þið sendið botna við báða fyrripartana eða bara annan þeirra, hvort tveggja er fullgilt. Ekki væri það nú verra ef þið Iétuð fljóta með fyrripörtunum aðrar vísur ykkar, al- menns efnis, sem kynnu að leynast í fórum ykkar ef að er gáð. Er þá ekkert annað eftir en að kveðja að sinni og minna á heimilisfang þáttarins, sem er: Heima er bezt, P ósthódf8427, 124 Reykjavík. Heima er best 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.