Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 24
kaffi, sem þegið var með þökkum. Svo var stigið á bak og ferðalagið hófst. I Alftafirði er Hofsá, sem mér þótti allferleg, ströng og vatnsmikil en allt gekk þetta vel. Komið var við á Star- mýri áður en lagt var á Lónsheiði en þar á heiðinni mættum við ferðafólki á norðurleið. Var þá stansað og áð góða stund meðan fararstjórarnir ræddust við. Þessi stutta stund var mér ánægju- rík, því fararstjóri þeirra sem að sunnan komu, var hinn kunni Einar í Hvalnesi, sem ég hafði mikið heyrt talað um sem sérstakan og skrýtinn mann. Ég hafði lesið bækling sem hann samdi og gaf út og hét „Ein- valdsklærnar á Hornafirði." Fannst mér maðurinn mikilúðlegur. Hann var allur stór og það stafaði af hon- um einhver ókunnur kraftur. Mál- rómurinn var sérstakur, sterkur og lá hátt. Þessari stuttu stund gleymi ég ekki. Svo var haldið áfram niður í Lón. Það var komið við á Svínhólum og fengum við þar kaffi og mjólk og smurt brauð. Ég var hissa að sjá traðirnar heim að bænum því hvergi hafði ég séð jafn veglegar bæjartraðir. Þar tók ég mynd. Frá Svínhólum var haldið og var nú farið nokkuð greitt. Þegar komið var að Stafafelli lauk leiðsögn farar- stjórans okkar. Hann fór ekki lengra. Við þökkuðum honum vel og kvödd- um hann með virktum en annar leið- sögumaður tók við. Hann beið okkar á Stafafelli með söðlaða hesta, tilbú- inn að fylgja okkur yfir Jökulsá í Lóni. Farið var niður með ánni að mér virtist nokkuð lengi, í það minnsta var áin farið að breiða verulega úr sér. Hún var í foráttuvexti, en áður en lagt var út í hana setti leiðsögu- maðurinn okkar reglur sem ekki mátti bregða út af á neinn hátt, því annars gæti illa farið: „í fyrsta lagi verðið þið að fylgja mér fast eftir og hvergi bregða út af. Og í öðru lagi megið þið ekki nema hvað. En hvergi var áin djúp. Eg minnist þess ekki að hún hafi nokk- urs staðar tekið hesti í kvið, oftast var ekki nema rúmlega í hné á hest- unum. Nú vil ég sérstakiega taka það fram að við sem sátum hestana vor- um mjög hrifin af þeim. Þeir voru Vörubíllinn sem flutti höfundinn frá Melatanga aÖ Vagnsstöðum í Suðursveit. Bjarnarneskirkja í Nesjum. staðar í ánni undir neinum kringum- stæðum, það verður alltaf að halda áfram.“ Enda kom það á daginn því þegar við vorunt nálægt því í miðri ánni mættum við manni sem þurfti að ræða við leiðsögumann okkar, en á meðan á samtalinu stóð var ekki numið staðar hcldur riðið í hring og fylgdum við leiðsögumanni okkar fast eftir. Svo var ferðinni luddið áfram. En nú verður að geta þess alveg sér- staklega að fylgdar- maður okkar kunni sitl fag fullkomlega. Hann valdi ávallt bestu leiðina og fór eftir straumfalli ár- innar. Oft var farið í stórum sveigum og stundum upp ána og niður aftur sitt á 240 Heima er best
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.