Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 60

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 60
ingar. Leggur hann af stað kvöld eitt undir háttatfma og segir ekki af ferð hans fyrr en hann kemur að Mýri. Var þar enginn úti en Arna þótti ókurteisi að berja að dyrum eftir að komin voru vökulok enda mundi hann eftir viðtökunum sem hann fékk í Klömbrum forðum, þegar hann varði sig með heypokanum. Vildi liann nú ekki verða fyrir öðrum eins viðtökum. Hugkvæmdist honum að nota gamla móðinn, að fara á einhvern gluggann og guða. Gerir hann það og tekst greiðlega en daufar þóttu hon- um undirtektimar. Þorði hann ekki annað en guða þrisvar eða fjórum sinnum til að vera viss um að það heyrðist. En áður en hann gekk frá gluggan- um þorði hann samt ekki annað en berja í rúðuna til þess að vera viss um að hann þyrfti ekki að ómaka sig upp á bæinn aftur. Rak hann þá prik það, sem hann var með, í rúðuna og fór það óðara í gegnum hana. Sá hann að prikið kom í ennið á Ingi- björgu, sem í sömu svifum hafði beygt sig út að glugganum til að spyrja hver úti væri. Æpti hún upp yfir sig og hrökk frá glugganum. Fylgdi þar með hringl mikið þegar glerbrotin féllu inn á gólfið. Varð Arna mikið um þetta allt saman. Hrökk hann óðara frá glugg- anum og þótti nú allóheppilega hafa til tekist en ekki fannst honum til neins að fárast um það héðan af. „Það er komið sem komið er,“ sagði hann. „Þetta var bölvað óað- gæsluleysi hjá mér. Nú verð ég að bíða ugglaust hálfri klukkustundu lengur með að bera upp bónorðið á meðan hún er að jafna sig eftir högg- ið, en þetta skal nú verða síðasta glappaskotið mitt í kvöld.“ Vaggaði hann nú fram eftir bæjar- dyramæninunr en ósagt skal látið hvort hann hafi verið í háfleygum hugsunum eða hvort það hafi verið af náttmyrkrinu eða slysni hans, að hann rak nú tærnar í vindskeiðina á bæjardyramæninum. Missti hann þá jafnvægið og var nærri skollinn áfram en af því að honum var lengra líf ætlað, hlykkj- aðist hann ofan með burstinni, þannig að allur neðri hluti Irans fór fram af henni. Þreif hann þá með báðum höndum aftur fyrir sig og náði í burstina, en vegna þess að maðurinn var þungur en vettlinga- tökin lin eins og allir vita, leitaði hann niður. Lét hann sig þá síga nið- ur með þilinu senr lengst hann mátti, því hann vissi að fallið mundi verða mikið, því bæjarþilið var hátt. Voru naglabrot í þilinu, sem stungu hann tilfinnanlega að aftanverðu. Missti hann þá handfestuna. Kom hann þá ofan á járnuglu sem var ofarlega á þilinu. Tók hún jakka hans af al'tan og gekk alla leið upp á milli herða honum. Enginn vissi um aldur uglu þessar- ar, en elstu vitringar sveitarinnar og sem fróðastir voru í leyndardómum náttúrunnar sögðu hana gjörða úr gressijárni. Sögðu þeir að mikið væri talað um hana í Krukkspá og þar væri það tekið fram, að hún væri búin að vera á bæjarþilinu á Mýri í marga mannsaldra og enginn vissi aldur þilsins og ekki einu sinni Krukk sjálfur, hvað þá heldur aldur uglunnar. Nú vissu fornfræðingar sveitarinn- ar að Mýrarbaðstofan hafði verið byggð þrisvar í þrjúhundruð ár, en þilið og uglan alltaf látið standa óhreyft. Sögðu þeir að í Krukkspá væri tekið fram með hinum sterkustu orðum, að uglan skyldi standa til ei- lífðar á þilinu, ef ekki kæmu nein ófyrirsjáanleg óhöpp fyrir. En nú er að segja frá Árna. Hann hékk nú þarna á uglunni og gat enga björg sér veitt. Héngu fætur hans ofan fyrir miðja bæjarhurð, en þó náði hann hvergi til með þeim. Braust Árni nú fast um, þóttist hann illa staddur og ótrúlegt að sitja fastur í bæjarþilinu. Gleymdi hann þá kurteisinni, að berja ekki að dyr- um eflir dagsetur, því hann barði nú hælunum sem ákaflegast í hurðina. Var því líkast að heyra sem barið væri með hömrum, því skór hans voru gaddfreðnir og harðir senr járn. Nú er að segja frá heimilisfólkinu. Það sat allt inni í baðstofu um kvöld- ið og var að því komið að fara að hátta. Heyrði það þá að guðað var á gluggann. Gegndi það sem venja er til og ætlaði strax að senda unglings- pilt fram til að opna bæinn. I því var guðað aftur og aftur, hvað ofan í annað. Hljóp þá Ingibjörg út að glugganum til að spyrja hver úti væri, en í því flaug rúðan úr glugg- anum og hún fékk höfuðhöggið. Kom þá geigur í heimamenn því þeir undruðust atferli gestsins og var því ekki gengið strax til hurðar. En eftir örstutta stund hófst högg- orrustan á bæjarhurðina. Féllu högg- in svo ótt og títt á hana að heima- mönnum kom ekki annað til hugar en að margir berðu í senn því þeir gátu ekki skilið í að nokkur einn maður gæti borið svona fljótt til handleggina, enda féllu höggin stundum nærri hvert í annað svo erfitt var að aðgreina tvö högg frá einu. „Sá er ólúinn í handleggjunum,“ sagði bóndi loks, „ef hann heldur þetta út til lengdar. En réttast held ég sé að fara fram og vita hvað komu- maður vill, því ærið brýnt erindi hlýtur hann að eiga eftir allri fram- komu hans að dæma.“ „Það er sjálfsagt einhver að sækja naut,“ sagði smalinn og fór strax að kvíða fyrir ef hann þyrfti að fara út í kuldann og náttmyrkrið til að reka á eftir því. Hann hafði sem sé oft orðið að gera það um veturinn. „Mér er nú ekkert um að lána hann í myrkri og hálku,“ sagði bóndi. Kvenfólkið vildi láta bíða með að opna bæinn því það sagði að gestur- inn hlyti að gefast upp innan skamms með þessu áframhaldi og þá kæmi hann sjálfsagt í gluggann aftur. Sagði það að viðkunnanlegra væri að hafa tal af honum áður en bærinn væri opnaður. En bóndi vildi ekki heyra slíkt. 276 Heima er best
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.