Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 27
Ég gisti á Reynivöllum í góðu yfir-
læti en áður cn lagt var af stað morg-
uninn eftir, borðaði ég vel góðan ís-
lenskan mat: Skyr og rjóma, smurt
brauð með hangikjöti, súrmeti, slátur
og fleira, því löng ferð var fram und-
an.
Þegar við vorum í þann veginn að
leggja af stað kom húsfreyjan út með
það sem hún nefndi smáræði og
stakk í bakpokann hjá mér og sagði:
„Þetta er betra en ekkert þegar þú ert
orðinn svangur.“
Nú verður að geta þess að frá
Reynivöllum var haft samband í
síma við Kvísker og sagt að maður
væri á vesturleið yfir Sandinn og
hann bæði um ferju yfir Breiðárós
og byggisl við að vera þar um eða
nokkru eftir miðjan dag. Til þess að
hafa daginn fyrir sér var lagt
snemma af stað frá Reynivöllum.
Fylgdarmaðurinn var á Willys-jeppa
og gekk ferðin ágætlega þó vegar-
slóðinn væri ekki upp á það besta
þarna vestur að Jökulsá. Hún var í
tveimur kvíslum og komu þær báðar
beint undan jökulröndinni. Þar var
ekkert jökullón. Prammi var við
austurkvíslina og þar var ferjað yfir.
A milli kvíslanna var 12 til 15 mín-
útna gangur og gekk fylgdarmaður
minn með mér þá leið. Svo ferjaði
hann mig yfir vestari kvíslina og
setti mig þar í land og þar með var
hlutverki hans lokið. Hann sneri við
og hélt til síns heima en ég lagði
land undir fót vestur á Breiðamerk-
ursand.
Það má sannarlega segja að ég hafi
ekki verið einn á ferð á Sandinum
því skúmurinn fylgdi mér fast eftir
og oft gerði hann heiftarlegar árásir
á mig eins og hans er háttur, þó eink-
um þegar ég fór að skoða ungana
hans ófleyga, það líkaði honum víst
ekki.
Þarna stóð ég nokkuð vel að vígi
því ég þekkti skúminn vel að norðan.
Það var mikið af honum við Jökulsá
í Öxarfirði, til dæmis á Skógaeyrum,
og þar lærði ég að varast hættulegar
árásir hans. Að öðru leyti gekk ferð-
in ágætlega og þegar ég kom að
Ferja á Breiðárósi. A myndinni má
sjá einn hinna knnnu
Kvískerjabrœðra.
mig undir þessum kringumstæðum.
Hann fylgdi mér á hestum alla leið
að Reynivöllum. Hann fór Steina-
sand, sem er styttri og betri lcið því
þar eru árnar mildari heldur en í efra.
Þegar að Reynivöllum kom fann
Svínafell í Öræfum.
hann mann sem vissi hvað þurfti til að
komast vestur yfir Breiðamerkursand.
Bað Skarphéðinn hann að greiða fyrir
þessum kunningja sínum veslur yfir
Sandinn. Þetta kom sér nú heldur bet-
ur vel fyrir mig því í Suðursveit var
Skarphéðinn virtur vel og tekið mark
á því sem hann lagði til mála.
Heima er best 243