Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 59
Tóku þeir nú að moka aftur en
þegar þeir höfðu mokað um stund
sáu þeir hvar gægðist mannsfótur út
úr fönninni og brátt kom annar í ljós.
Kristín varð svo hrædd við sýn
þessa að liún stökk óðara inn í bað-
stofu en kom strax aftur með fáti
miklu og sagðist halda að fjandinn
væri í glugganum því hún hefði séð
þar glóra í tvær glyrnur í myrkrinu.
Svo hefði sér sýnst eins og tvær
loppur teygja sig úr glugganum inn á
borðið. Þær hefðu alltaf verið að
berja ofan í borðið með einhverju
líkast hamri og svo hefði hún heyrt
arg og óhljóð á milli högganna.
„Við skulum fara upp að gaflin-
um,“ sagði vinnumaðurinn, „og
hlusta.“
Allir köfuðu nú yfir fanndyngjuna
upp að gaflinum, rifu fönnina frá
honum, lögðust niður og hleruðu.
Heyrðu þeir þá mannamál fyrir neð-
an sig. Var röddin loðin og drafandi.
Það sem þeir heyrðu var á þessa leið:
„Eg er ekki hræddur um að mér
verði ekki slegin hún. Það nennir
heldur enginn að fara að keppa við
mig í þessarí ótíð. Hún er dánu-
mannsgripur, bæði stór og þar eftir
hárprúð og á besta aldri er hún ...
Hún er metfé. Eg býð fjórar krónur,
fjórar krónur. Heyrið þið það ...
fyrsta annað og ... fimm. Eg hækka
hana upp í fimm krónur. Býður
nokkur betur? Fimm krónur boðnar.
Fyrsta, annað ... Eg sleppi henni ekki
fyrir neðan tíu. Hún er vel þess virði
... Hún er búmannseign, svona barn-
ung ... Hún er bara nokkuð skjátulcg
ennþá og þarf gott taumhald ... Skítt
veri með það, ég býð tíu krónur ...
Verst að eiga eftir að sækja veislu-
kostinn út á Eyri ... Hún vill sjálfsagt
að við giftum okkur strax ... hún er
svo bráðlát ... Jú, nú verður það að
vera. Eg verð að hafa eitthvað fyrir
ómakið ... Hananú, níu krónur boðn-
ar ... níu krónur... Fyrsta, annað og ...
þriðja sinn.“
I sama bili heyrðu þcir högg mikið
fyrir neðan sig og fylgdi því hringl og
brothljóð. Hlupu þá allir frá gaflinum.
„Maður er það að nafninu,“ sagði
Sigurður um leið og hann tók í annan
fót þess er í fönninni var. Fylgdi
vinnumaður dæmi hans og tók í
liinn. Drógu þeir þá út úr fönninni
risavaxinn mann, ekki sem frýnileg-
astan. Hélt hann um flöskustút með
báðum höndum fyrir framan höfuð
sér. Hafði honum viljað það til lífsins
að þegar hann stakkst áfram í hlíð-
inni, höfðu handleggirnir orðið fyrir
andlitinu svo snjórinn hnoðaðist ekki
fyrir vitin og þrengdi því ekki að
andrýminu.
Þegar hann var dreginn úr fönninni
rak hann skjáina upp á þá sem við
voru og vakkaði til höfðinu. Þekktu
/
Arni var snemma á fótum
næsta rnorgun og um full-
birtuna sást hann staulast
með staf í hendi suður túnið
í Klömbrum. Hann var all-
gildvaxinn um brjóstið
hægra megin, sem getspakir
menn hefðu sagt að stafaði
af flösku, sem hann hefði í
brjóstvasanum.
menn brátt að þetta var Árni í
Klömbrum. Var hann líkastur brynj-
aðri kind, því hnefastór klakastykkin
héngu um hann allan. Kom það til af
því að fötin voru mjög loðin og hafði
snjórinn því festst svo vel í þeim.
„Nú er Árni í bónorðsferð,“ sagði
vinnumaöurinn, „Það skal ég ábyrgj-
ast. Hann er aldrei í þessunt loðna
lubba nema þegar hann er í þeim er-
indum.“
Árni veifaði nú flöskubrotinu, sem
hann hélt á í kringum sig og sagði:
„Eg var á undan öllum ... Enda
hljóp ég í blóðspreng eins og ég
hefði hundrað fætur ... En nú á ég
líka boðið ... Já, ég varð hæstbjóð-
andi... Það sér enginn við Árna.“
Klakinn var nú reyttur utan af hon-
um og hann síðan borinn inn í bæ,
því svo var hann dauðadrukkinn og
ringlaður að hann vissi ekki hvor
endinn á sér átti að snúa upp. Var
hann síðan háttaður ofan í rúm og
um kvöldið var hann farinn að hress-
ast mikið en morguninn eftir kvaðst
hann vera orðinn jafngóður.
Ekki var laust við að sumir brostu
að þessu ferðalagi hans, eftir að það
vitnaðist að hann hafði ekkerl
meiðst, og sögðu menn að stór
sparnaður væri það á skóleðrinu að
ferðast eins og Árni.
Þegar hann var spurður hvað hann
hefði verið að fara sagðist hann nú
vera kominn álengdar. Kvaðst hann
hafa skotist þetta í flýti því sér hefði
bráðlegið svo á því.
En þegar hann var spurður hvert
erindið hefði verið kvaðst hann vera
búinn af afljúka því.
Ekki er þess getið að hann hafi
borið upp bónorðið enda komst hann
að því að Stína hló svo að þessu
ferðalagi hans að tárin komu fram í
augun á henni. Flestir þóttust vita
um erindi hans og ekki síst þegar
hljóðbært varð um uppboðið í glugg-
anum og kapp hans á að bjóða, þótt
erindislokin yrðu þessi.
Daginn eftir labbaði Árni heim-
leiðis, allhnugginn í bragði.
Uglan
Árni sat nú heima að búi sínu um
hríð og jafnaði sig eftir ferðalagið,
en þegar tók að líða fram á útmánuði
færðist hann á stúfana að nýju.
Stúlka sú, sem hann ætlaði nú að
heimsækja, hét Ingibjörg, almennt
kölluð Imba. Átti hún heima á næsta
bæ við Klömbrur, að neðanverðu,
sem á Mýri hét. Var hún dóttir bónd-
ans þar, sem Björn hét. Grímur sá, er
áður er nefndur, var nú dáinn og
hafði Björn þessi tekið jörðina eftir
hann.
Hugsaði Árni sér að koma að Mýri
seint um kvöld og biðjast þar gist-
Heima er best 275