Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 7
1978 og sat þar þegar hrepparnir voru sameinaðir. Reyndar var ég ekki í sveitarstjórn fyrstu tvö árin eftir sameininguna en hef verið það allar götur síðan. Fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor voru tveir listar boðnir fram. Hreppsnefninda skipa nú fjórir framsóknarmenn og þrír sjálfstæðismenn. Eftir kosningar vinna menn allir saman sem ein heild.“ - Er gott að búa í Mýrdal? „Það vorar snemma hérna og klaki fer fyrr úr jörð en annars staðar. Þetta er syðsti punkturinn á landinu Vík í Mýrdal. og líklega hefur það sitt að segja. Hér er jafnframt mjög rigningasamt og líklega er enn votviðrasamara hér í Mýrdalnum heldur en undir Eyja- fjöllunum. Hér er aftur á móti tiltölu- lega snjólétt, einkum vestan til.“ Vaxtarbroddur í ferðaþjónustu - Þú hefur í mörg horn að líta sem verslunarstjóri Víkurskála, að l önnum dagsins við skrifborðið. minnsta kosti yfir sumarið. Þú varst önnum kafinn við að fara yfir reikn- inga þegar blaðamaður knúði dyra hjá þér á þröngri skrifstofunni klukk- an hálfníu að kvöldi. „Vinnudagurinn er langur, og ég held að þeir sem séu í rekstri af þessu tagi megi alltaf búast við því. 12-14 tíma vinnudagur er ekki langt frá lagi. Auk starfs míns sem verslunar- stjóri í Víkurskála hef ég haft um- sjón með byggingu nýja hótelsins hér í Vík. Eigandi Víkurskála er Ol- íufélagið hf. en Kaupfélag Arnesinga rekur starfsemina. Það er svo aftur hlutafélagið Móklettur sem á hótelið. Það var byggt fyrir eigið fé og því skuldar það ekkert, sem er mikill munur. Helstu hluthafar eru Olíufé- lagið, Kaupfélagið, Vátryggingafé- lagið, hreppurinn, Iðnlánasjóður Suðurlands, Búnaðarfélögin í Mýr- dal og síðan milli 20 og 30 einstakl- ingar. Lagðar voru fram 33,8 millj- ónir í hlutafé, sem er nánast sú upp- hæð sem húsið var byggt fyrir. Af þeim sökum munum við geta skilað eigendum arði þegar eftir fyrsta árið, sem mér finnst grundvallaratriði. Það hefur verið mikil uppbygging hér í ferðaþjónustu á undanförnum árum. Hótelbyggingin er þáttur í henni og styrkir hana, það er ekki nokkur vafi. Við byggðunr við skálann í fyrra sem gerir okkur kleift að taka við stærri og fleiri hópum í mat. Það má segja að uppbyggingin sé Heima er best 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.