Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Page 7

Heima er bezt - 01.07.1994, Page 7
1978 og sat þar þegar hrepparnir voru sameinaðir. Reyndar var ég ekki í sveitarstjórn fyrstu tvö árin eftir sameininguna en hef verið það allar götur síðan. Fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor voru tveir listar boðnir fram. Hreppsnefninda skipa nú fjórir framsóknarmenn og þrír sjálfstæðismenn. Eftir kosningar vinna menn allir saman sem ein heild.“ - Er gott að búa í Mýrdal? „Það vorar snemma hérna og klaki fer fyrr úr jörð en annars staðar. Þetta er syðsti punkturinn á landinu Vík í Mýrdal. og líklega hefur það sitt að segja. Hér er jafnframt mjög rigningasamt og líklega er enn votviðrasamara hér í Mýrdalnum heldur en undir Eyja- fjöllunum. Hér er aftur á móti tiltölu- lega snjólétt, einkum vestan til.“ Vaxtarbroddur í ferðaþjónustu - Þú hefur í mörg horn að líta sem verslunarstjóri Víkurskála, að l önnum dagsins við skrifborðið. minnsta kosti yfir sumarið. Þú varst önnum kafinn við að fara yfir reikn- inga þegar blaðamaður knúði dyra hjá þér á þröngri skrifstofunni klukk- an hálfníu að kvöldi. „Vinnudagurinn er langur, og ég held að þeir sem séu í rekstri af þessu tagi megi alltaf búast við því. 12-14 tíma vinnudagur er ekki langt frá lagi. Auk starfs míns sem verslunar- stjóri í Víkurskála hef ég haft um- sjón með byggingu nýja hótelsins hér í Vík. Eigandi Víkurskála er Ol- íufélagið hf. en Kaupfélag Arnesinga rekur starfsemina. Það er svo aftur hlutafélagið Móklettur sem á hótelið. Það var byggt fyrir eigið fé og því skuldar það ekkert, sem er mikill munur. Helstu hluthafar eru Olíufé- lagið, Kaupfélagið, Vátryggingafé- lagið, hreppurinn, Iðnlánasjóður Suðurlands, Búnaðarfélögin í Mýr- dal og síðan milli 20 og 30 einstakl- ingar. Lagðar voru fram 33,8 millj- ónir í hlutafé, sem er nánast sú upp- hæð sem húsið var byggt fyrir. Af þeim sökum munum við geta skilað eigendum arði þegar eftir fyrsta árið, sem mér finnst grundvallaratriði. Það hefur verið mikil uppbygging hér í ferðaþjónustu á undanförnum árum. Hótelbyggingin er þáttur í henni og styrkir hana, það er ekki nokkur vafi. Við byggðunr við skálann í fyrra sem gerir okkur kleift að taka við stærri og fleiri hópum í mat. Það má segja að uppbyggingin sé Heima er best 223

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.