Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 16
Ragnar Þorsteinsson:
Eftir-
minnileg
sjóferð
Síðart hluti
Fyrri hluti greinarinnar
hirtist í fehrúarhefti
Heima er hezt 1994
afði ég staðið viðskuldbindingar mínar gagnvart
guði? Nei, það var sárt að verða að viðurkenna
það að sum loforðin hafði ég hreinlega svikið,
öðrum gleymt. Mér fannst ég standa aumkunarlega illa
að vígi að leita til hans aftur, líkt og maður sem ekki hef-
ur greitt skuld sína en þarf að leita til sama manns um
lán. Nú fannst mér þó nauðsyn brjóta lög. I huganum fór
ég að skeggræða við guð og leita hófannna um sam-
komulag. Af fyrri reynslu vissi ég að hann hafði flest á
valdi sínu. Vegna þess að ég vissi upp á mig skömmina
að hafa ekki staðið við mín heit, reyndi ég að fara kæn-
lega að þessu og freista þess að hræra guð til meðaumk-
unar með félögum mínum.
„Þú veist, guð, hvernig fer ef hann Siggi á Nesinu
drukknar núna. Öll börnin hans fara á bæinn eða verður
tvístrað í allar áttir. Þú veist nú hvað það þýðir. Flestir
vilja heldur deyja en þola slíka skömm. Nú, ef Níls deyr
núna verður Bjarni fósturfaðir hans algjör einstæðingur.
Ég gæti nú líka hugsað að hann Árna langaði til að lifa
lengur. Hver ætti svo að róa með pabba næsta sumar ef
við sökkvum. Svo væri ekki ómögulegt, þegar ég er orð-
inn fjórtán ára, að ég kæmist á einhvern stóra bátinn,
annars gætum við hreinlega farið á sveitina. En það er
voðalega erfitt, guð, að vera góður ... stundum. Það er
232 Heima er best