Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 12
Gissur Ó. Erlingsson:
Brot £rá
bernskudögum
Loftskeytastöðin gamla.
Þegar foreldrar mínir
fluttust með fjölskyldu
sína frá Borgarfirði
eystra til Reykjavíkur á
vordögum 1918 var hún
að vísu mikilfengleg í
augum níu ára sveita-
drengs, en varla nema á
við þokkalegt fiski-
mannaþorp í nálægum
löndum með sína
seytján þúsund íbúa eða
þar um bil, en lands-
menn munu þá hafa ver-
ið um hundrað þúsund
og þegar farin að koma
slagsíða á þjóðfélagið
frá landsbyggðinni til
Reykjavíkur.
yggðin var þá fyrir nokkru
tekin að teygja sig frá Kvos-
inni til austurs og vesturs, þar
sem Seltjarnarnesið, sem Þórbergi
fannst svo lítið og lágt, setti henni
takmörk, meðfram Tjörninni á þrjá
vegu, þar sem Laufás var í jaðri sam-
felldrar byggðar öðrumegin en Skot-
húsvegur mcð fallega rauða luísið
hans Krabbe, hafna- og vitamála-
stjóra, útvörður til suðurs hinumegin
Tjarnarinnar.
Langt suður á Melum, handan mal-
arvallarins, þar sem KR, Fram, Valur
og Víkingur tókust á af ekki minni
ástríðuhita en nú innan hárrar báru-
járnsgirðingar, var hin nýrcista,
myndarlega loftskeytastöð með
tveimur himingnæfandi möstrum og
loftnet strengt á milli og enn vestar
lítil þyrping húsa sjósóknara við
Skerjafjörð.
Grímsstaðaholtið, þar sem hinn
lostæti rauðmagi var dreginn á land á
vorin en grásleppa hengd í hjalla og
látin síga.
Þá var stundaður búskapur á
nokkrum býlum þar í kring, út með
firðinum og á nesinu, í Skildinga-
nesi, Hólabrekku, Lambastöðum,
Hrólfsskála og einhverjum fleiri sem
ég man ekki að nefna.
Austan Tjarnarinnar náði samfelld
byggð lengst til suðurs við Laufás-
228 Heima er best