Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.07.1994, Blaðsíða 14
Þá var í Skólavörðuholtinu enn gott afdrep í lautum í klettaskjóli fyr- ir unga og ástríðuheita elskendur til að njóta næðis og stundum hefur víst verið sannmæli sem kveðið var á fyrri öld, að ei var för til ónýtis upp til Skólavörðunnar, þó að þegar hér var komið sögu hafi Öskjuhlíðin reyndar verið farin að gegna slíku hlutverki í vaxandi mæli. En hvar er í heimi hæli tryggt? Þegar fjölskylda mín flutti þetta haust að rótum hennar varð hún okk- ur elstu strákunum tveimur vettvang- ur til landkönnunar og bar þá við að við gengjum óvænt fram á samtvinn- aða elskendur og gaf þar stundum á að líta undirleita mey með rjóðan vanga slíta sig í ofboði úr heitu faðmlagi elskhuga síns. Fyrstu vikurnar okkar í Reykjavík höfðum við athvarf hjá Gissuri Fil- ippussyni, föðurbróður mínum á Vesturgötu 29, nýreistu húsi sem í augum níu ára brókarlalla úr af- skekktri sveit var fremur höll en hús, verkstæðið á neðstu hæðinni glymj- andi af hamarshöggum og málm- skarkala, fyrir ofan það tvær íbúðar- hæðir og loks mikill loftsalur undir risi, óskiptur að öðru en því að þar var í einu horninu afstúkað kames þar sem faðir minn hafði hafst við um veturinn með elsta soninn Jón, sem varð tíu ára þetta vor. Undir leiðsögn Nonna komst ég brátt í slagtog við jafnaldra okkar á Vesturgötunni og þar í kring, sem litu eigi alllítið niður á flámæltan sveitadurginn á sauðskinnsskóm og stundum með kálfslappir og var þá gott að hafa Nonna sem kennara í mannasiðum og leiðsögumann um villugjörn völundarhús borgarinnar, enda orðinn forframaður eftir heils vetrar skólavist í Landakotsskóla og óspar að Ieggja mér og yngri bræðr- unum lífsreglurnar og vara okkur við tálsnörum og torfærum heimsins. Þó varð mér, auðtrúa fáráðlingn- um, stundum hrösunarhætt þegar hann var ekki nærri, enda freistandi bráð klækjarefum götunnar. Eg hafði haft með mér austan af landi fallegan bát, snotran smíðisgrip og skilnaðar- gjöf frá Sigurði föðurbróður mínum. Nú er ég að leika mér með hann í fjörupollum, en verndarinn Jón fjarri. Kcmur þá cinn minna nýju vina ísmeygilegur í fasi og vill kaupa gripinn fyrir tuttugu og fimm aura. Þótt mér væri annt um bátinn, enda fárra leikfanga völ, stóðst ég ekki fagurgala drengsins þótt mér fyndist hann kynlega undirfurðulegur á svip, enda óhæfa að láta ekki að vilja pilts sem mér fannst mér svo miklu hærri í mannvirðingastiganum, innfæddur Reykvíkingurinn og verðið sem boð- ið var höfðinglegt. Samningar kom- ust því á, ég lét bátinn af hendi og rétti fram iófann eftir tuttugu og fimmeyringnum. „Veltu bara við steini, það er fullt af maurum undir þeim,“ segir kaup- andinn hlæjandi og hleypur burt með hinn dýra bát en ég sit eftir mcð sárt ennið. Mér datt ekki í hug fyrr en löngu síðar, að krefjast þess að hann teldi þá fram sjálfur né að maurarnir í fjörunni mundu vera almennings- eign, enda lítils virði til frálags hvort sem var. Þegar til þess viðraði lékum við okkur með flugdreka á Doktorstún- inu, sem við nefndum svo og kennd- um við Doktorshúsið, fallegt rautt hús, einlyft með bröttu þaki, sem stóð nokkru neðar en þar sem nú eru gatnamót Ægisgötu og Ránargötu og var vitanlega metnaðarmál að þeir flygju sem hæst. Til þess að svo mætti verða dettur okkur bræðrum eitt sinn í hug, þegar á var allhvass norðanvindur, að koma dreka okkar á loft út um glugga á suðurhlið þaks- ins á Vesturgötu 20 og er mér nú fengið það hlutverk að gefa út snúr- una. Gluggi þessi var þeirrar gerðar sem algengust er, járnrammi og járn- póstur að endilöngu í miðju, sem skipti honum í tvær rúður, en lamir að ofanverðu. Við bræður höfðum nú galopnað gluggann svo hann lá á þakinu upp frá opinu. Þar sem ég stend nú með höfuð og hendur upp úr glugganum kemur snörp vindhviða, feykir glugganum upp og lendir hnífskarpur millipóst- urinn á skallanum á mér svo eftir verður langur skurður eftir hvirflin- um en ég steinrotast. Munaði víst mjóu að stæði í heila. Líklega hefur það bjargað að hausinn var meira bein en heili og fossar blóð úr sárinu. Var nú uppi fótur og fit, ég borinn í ofboði til Olafs Þorsteinssonar lækn- is við Skólabrú, sem saumaði saman glufuna og greri sárið fljótt og varð mér ekki meint af til langframa. Þegar við fluttumst af Vesturgöt- unni í Vatnsmýrina urðu allmikil um- skipti því nú vorum við eiginlega orðnir sveitamenn að nýju, æðilangt utangátta ys og látum borgarinnar, næstu nágrannar okkar Pólverjar og til þeirra oftast yfir hálfgert forað að fara. Var nú allt kyrrlátara en í skarkala bæjarins og leikvangurinn grænar grundir, melar og móar og bar fátt til tíðinda og höfðum við bræður fátt gagnlegt fyrir stafni eftir að sumar- verkum lauk og áður en skólaganga hófst. A þessum árum tíðkaðist að kaup- menn sendu vörur heim til viðskipta- vinanna, sem annaðhvort pöntuðu símleiðis eða húsmæðurnar komu í verslunina og völdu varninginn sem sendillinn bar síðan eða flutti á þar til gerðu reiðhjóli heim til þeirra. Ekki þótti hæfa hefðarfrúm að bera á sjálfum sér. Nú þótti Nonna, sem var á ellefta ári, ráð að afla sér fjár og frama og réðst sendisveinn hjá verslun einni við Lækjartorg. I þeirri verslun og öðrum í kring voru fleiri drengir á líku reki sem gegndu sama starfa og þegar dræmt var um viðskipti hópuð- ust þeir saman úti fyrir og höfðu ýmsar brellur í frammi. Þar sem Nonni var nýliði í hópnum og sveita- maður að auki, þótti hann liggja vel við höggi. Þá var það að einn spurði hvort hann langaði ekki til að fá af sér augnabliksmynd. Jú, það hélt Nonni að gæti verið gaman. Setur nú myndasmiðurinn sig í stellingar, gerist álútur og lætur sent hann haldi á einhverju í mittishæð og 230 Heima er best
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.