Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 15

Heima er bezt - 01.07.1994, Síða 15
rýni í það. Biður hann Nonna að halla sér vel fram svo hann nái góðri andlitsmynd. Nonni er forvitinn og fer að öllu eins og fyrir hann er lagt. Myndasmiðurinn lætur hann hag- ræða sér á ýmsa vegu, „svona nú, reigðu betur hálsinn, hvernig held- urðu að ég geti myndað þig ef þú snýrð smettinu ekki alminlega að vélinni. Já, svona. Þetta er betra en lokaðu nú augunum.“ Um leið og Nonni gerir það, hálf- boginn með nefið í mittishæð, snýr listamaðurinn sér eldsnöggt við, tek- ur höndum um þjóhnappa sína, glennir í sundur og rekur drynjandi fret framan í hann. Nonni kom heim bæði fróðari og reynslunni ríkari og auðvitað beið hann ekki boðanna að leika þar sömu listina. A þessum dögum var rúgbrauð, öðru nafni þrumari, ekki óverulegur hluli daglegs viðurværis og því skorti sjaldnast lofthleðslu í skotið. Um haustið hófum við Nonni skólagöngu í barnadeild Kennara- skólans, sem vegna nálægðar sinnar lá best við okkur. Þangað var frá Haukalandi röskur tíu mínútna gang- ur, væri farin hin þurrari leið yfir til Hlíðarenda, þaðan upp á Laufásveg hjá Pólunum, en fljótfarnari ef mað- ur stytti sér leið skáhalt yfir mýrina, annaðhvort að syðri enda Aldamóta- garðanna eða beint á Kennaraskól- ann framhjá hinu þefjandi safnhúsi, sem fyrr var nefnt. I Kennaraskólanum var aðalkenn- ari okkar Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, hinn ágætasti kennari og að sama skapi ástsæll af okkur krökkun- um, auk þess sem við vorum til- raunadýr handa nemendum Kennara- skólans að æfa sig á. Ur þeim hópi eru mér ævinlega minnisstæðastir ljúfmennin Aðal- steinn Sigmundsson og Bjarni Þor- steinsson, sem báðir urðu þjóðkunnir menn. Sambekkingar okkar voru einkum jafnaldrar okkar úr Pólunum og býl- unum þar í kring en auk þeirra slang- ur af börnum úr syðsta hluta Laufás- vegar og Bergstaðastrætis og kannski eitthvað lengra að. Þarna sátum við í sama bekk þrjá vetur og naumast hygg ég að við höfum hlolið þar lak- ari fræðslu en þótt við hefðum lullað áfram stig af stigi í bekkjaskiptum skóla. Hefðum við bræður gjarnan viljað vera þar fjórða veturinn en það var talið óráðlegt og lentum við í sjö- unda bekk Miðbæjarskólans. Þó Jón bróðir minn væri árinu eldri en ég, var hann áhugaminni við nám- ið og taldi tíma sínum betur varið í annað en liggja yfir bókum og hlaut það að hefna sín á prófum, enda fór það svo þegar raðað var í bekki í Miðbæjarskólanum við skólasetn- ingu haustið 1921, að mér var ætlað sæti í sjöunda bekk en Jóni, sem var þó árinu eldri en ég, í sjötta bekk. Athöfn þessi fór fram í leikfimisal skólans að viðstöddu öllu kennara- liði og væntanlegum nemendum en Morten Hansen, skólastjóri, sat fyrir miðju langborði og kennararnir hon- um sitt til hvorrar handar. Þá tel ég mig hafa unnið meira þrekvirki en í annan tíma á lífsleiðinni, því þegar ég heyri að okkur bræðrum er þannig stíað í sundur stend ég á fætur og skjögra óstyrkum fótum að kennara- borðinu, stilli mér upp fyrir framan skólastjóra og styn því upp kjökrandi, að við bræður höfum æv- inlega setið saman og hvort hann geti ekki látið mig líka vera í sjötta bekk. Allir urðu hvumsa við, bæði kenn- arar og krakkar, en þar fór hneyksl- unarkliður um bekki yfir svona óheyrilegri ósvífni. Skólastjóri tók máli mínu ljúf- mannlega og sagði að við yrðum látnir vita um málalok síðar. Þau urðu á þann veg að í stað þess að flytja mig niður var Nonni fluttur upp og sátum við saman um veturinn við þriðja borð í miðröð fyrir aftan þá bræður Axel og Svein Kaaber, og þótti okkur gaman að horfa yfir axlir þeirra á listilega gerðar myndir sem þeir dunduðu sér löngum við að teikna. Ekki þurfti skólastjóri að sjá eftir ákvörðun sinni því Nonni bróðir skilaði ekki lakara vetrarstarfi á vor- dögum en hver annar. rnani Kennaraskólinn. Heima er best 231

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.