Æskan - 01.11.1963, Blaðsíða 20
ÆSKAN
Bruce haidið lífi — í Bonderosa-skógi, einum mesta skógi
heims, þar sem hvorki var fæðu né vatn að finna? Núna
í nóvember, lækkaði hitinn næstum niður að frostmarki
að næturlagi.
Síðari hluti miðvikudags fann Indíáni dálitið, sem
vakti bæði von og ótta í hjörtum þeirra manna, sem með
honum voru. Nálægt barmi Big Chevelon- gjárinnar sá
hann spor eftir drengjaskó. Ef Bruce, máttfarinn af hugri
og þorsta, hafði komið að brúninni ...? Er þeir héldu
áfram leitinni næsta dag, funclu þeir ekkert, en sporhund-
arnir fundu lykt! Bruce var ekki viss, en hann hélt, að
það hefði verið á þriðja degi, sem hann kom að gjánni.
Efann hafði ekki grátið áður, en nú gat hann ekki stillt
tárin lengur. Hann uppgötvaði, að hann var kominn
langt í burtu frá tjaldbúðunum. Og hvert gat hann farið?
Allt í einu kom hann auga á eitthvað grænt þarna niður
frá, á botni gjárinnar. Þetta hlaut að vera vatn!
An þess að hugsa um neina hættu fór hann fram af
brúninni. Hann hrasaði, rann til og meiddi sig og reif
um leið föt sín. Þegar hann kom niður, lá við, að hjarta
hans brysti af vonbrigðum, því að hann sá aðeins þurra
kletta. En þarna, — það glampaði á eitthvað! Það var
lítill ísi lagður pollur! Með steini tókst honum að brjóta
stykki úr ísnum og saug það með áfergju. ísinn særði
hann i fingurna, og honum varð enn kaldara. Nætur-
myrkrið var að skella á. Inn á milli klettanna, sem enn
þá héldu á sér hitanum frá sólinni, fann hann smáskúta,
sem hann skreið inn í til þess að skjálfa eina nótt til
viðbótar.
Þegar hann vaknaði næsta morgun, leitaði Iiann undir
greinum eikanna að akarni, er fallið hefði á jörðina, en
fann ekkert, og til þeirra fáu, sem hann sá, — á trjánum, —
gat hann ekki náð. Nú var það ekki sulturinn, sem rak
hann frá gjánni. Hann hugsaði með sér, að enginn mundi
nokkurn tíma finna hann á þessum stað, svona langt
frá tjaldbúðunum. Elann ætlaði að fara upp á hinn gjár-
barminn, og þar mundi hann ef til vill brátt finna bú-
garð eða eitthvað, sem kæmi honum til hjálpar.
Fleiri gjár urðu á vegi hans. Hann hrapaði niður grýtt-
ar hlíðar og leitaði í ákafa að lindum, en fann enga nema
eitt sinn í klettóttum árfarvegi. Eina nóttina kom hann
að helli. Hann starði í op hans, síðan fikraði hann sig
áfram. Skyndilega kippti hann að sér hendinni. Skinn!
Það var dýr í hellinum. Það var svo heitt. Elann langaði
óstjórnlega til að hjúfra sig að því, hvað sem það var,
því að það var svo heitt, og sofna við hlið þess um nótt-
ina. En dýrið var svo stórt, — kannski björn í dái? Bruce
gekk rólegur aftur á bak út úr hellinum.
Hann vissi ekki lengur, hvað tímanum leið, er hann
Dagarnir taldir til 24. desember.
clatt út af eina nóttina of úrvinda af þreytu til að búa
sér verustað. Hlaup hans breyttist í hægt þramm, og hann
fann til svo mikillar þreytu, að hann hélt einna helzt að
hann gæti ekki gengið allan næsta morgun.
Laugardaginn fannst leitarmönnum sporhundarnir
fara ótrúlegyslu leiðir. Hafði drengurinn getað reikað
um svo hrjóstrugt landssvæði — og það án matar og
drykkjar? Þegar þeir mjökuðust áfram, að sjö dögum liön'
um frá því er Bruce hvarf, hvarflaði að þeim sú hugsun,
að þeir mundu aldrei finna hann á lífi.
Sama morguninn klifraði Bruce daufur í dálkinn niÖ'
ur í gjána, sem liann hafði komið að kvöldið áður. "
Elann svimaði, og honum leið undarlega. Hvergi vatn, "
hann varð að finna vatn, — hann varð að finna vatn-
Hann neyddi sig til að halda áfram göngunni. Ef til viH
var vatn þarna niðri í gjánni?
Allt í einu stanzaði hann! Símalína fyrir skógarhöggs'
menn! Hún mundi áreiðanlega vísa honum veg til byggÖa-
Bruce byrjaði að hlaupa, en eftir stundarkorn hæg®1
hann á sér! Hann ætlaði að treina þrekið. Er húm nætuf'
^
300