Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1963, Page 30

Æskan - 01.11.1963, Page 30
1914 1964 Bréfspjald, sem var gefið út árið 1915. Sýnir það fyrstu stjórn Eimskipafé- lags íslands og tvö fyrstu skip félagsins, „Gullfoss“ og „Goðafoss“. nieð sér á ýmsan hátt við undirbúning félagsstofnunarinnar. Fyrsti formaður félagsstjórnarinnar var Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands. Þegar rifjuð er upp saga félagsins verður þess jafnan minnzt live mikið íslenzka j)jóðin á þeim mönnum að þakka, sem for- göngu höfðu um stofnun félagsins á árunum 1912—1914, og hvílir ljómi virðingar og þakklætis yfir minningunni um þetta framtak þeirra. Skoðanamunur þessara manna um þjóðmál vék fyrir hug- mynd þeirra um stofnun skipafélagsins og þeir komu hugmynd sinni í framkvæmd af miklum myndarskap. Starfsemi félagsins byrjaði með stórátaki. Ákveðið var að eign- ast tvö skip þegar í upphafi, minna þótti ekki duga að byrja með, svo að um munaði. Fyrsta skipið, sem Eimskipafélagið eign- aðist var e.s. „GULLFOSS“ og kom það til landsins hinn 15. apríl 1915. Jafnframt þvi að vera fyrsta skip félagsins var þetta fyrsta farþega- og vöruflutningaskip íslenzku þjóðarinnar. Skipið var 1414 brúttótonn og búið farþegarúmum fyrir 74 farþega. Skipið kom fyrst til Vestmannaeyja og Heykjavíkur, en fór svo til Vest- fjarða og síðan suður og austur um land til Austfjarða. Skömmu síðar kom annað skip félagsins, e.s. „GOÐAFOSS" til landsins. Það tók land á Reyðarfirði hinn 29. júní 1915 og fór norður um land til Reykjavíkur. E.s. „GOÐAFOSS" var 1374 brúttótonn aö stærð og hafði farþegarúm fyrir 56 farþega. Alls staðar var báö- um þessum skipum tekið með fögnuði og viðhöfn, er þau voi'U hér við land i fyrstu ferðum sínum, og skáldin kváðu þeim Ijóð. Brátt kom í Ijós, að félagið hafði fengið þessi skip sín á happa' stund, því skömmu eftir að félagið hafði eignazt þau, lokuðust siglingaleiðir til Evrópu af völdum lieimsófriðarins. Félagið hóí siglingar til Ameríku, enda var ekki i annað hús að venda uin vörukaup. Þannig tókst að ná nauðsynjavörum til landsins öll stríðsárin og er vandséð hvernig farið licfði fyrir islenzku þjöð' inni, ef hún hefði ekki þá borið gæfu til að vera búin að eignast skip. Strax eftir að heimsófriðinum lauk árið 1918 og möguleikar voru á því að semja um smíði skipa, liófst félagið lianda um út- vegun nýrra skipa. Félagið átti nú aðeins tvö skip, e.s. GULLFOSS og e.s. LAGARFOSS, sem keyptur var árið 1717 í stað e.s. GOÐÁ" FOSS, sem strandað liafði við Straumnes norðan við Aðalvík 30- nóvember árið 1916. Fjölgaði nú skipum félagsins brátt, og á ára- tugnum 1920—1930 lét félagið smíða þrjú skip, e.s. GOÐAFOSS, c.s. BRÚARFOSS og e.s. DETTIFOSS, en keypti auk þess nf ríkis" sjóði notað skip, sem smíðað var árið 1914. Fékk þetta skip nafu' „Gullfoss" kemur á líeykjavíkurhöfn i®' apríl 1915. Hann var fyrsta skipið, scm Eimskipafélag íslands eignaðist. 1964

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.