Æskan - 01.07.1968, Side 43
BRÉFDÚFAN
Hr. Ómar Þór Halldórsson,
Birkivöllum, Selfossi, skrifar
Klugþættinum og biður um upp-
lýsingar um nöfn og einkennis-
bókstafi allra flugvéla Loft-
leiða. Ómar biður lika um upp-
lýsingar um bandaríska flug-
félagið T.W.A., og eru þær
undir liðnum Fundnar fjaðrir.
En bér koma Loftleiðaflugvél-
arnar:
TF-LLA Douglas DC-6B ?
TF-LLB Douglas DC-6B
Snorri Sturluson
TF-LLC Douglas DC-6B
Þorfinnur karlsefni
TF-LLD Douglas DC-6B
Eiríkur rauði
TF-LLE Douglas DC-6B
Snorri Þorfinnsson
TF-LLF Rolls-Royce 400
Leifur Eiríksson
TF-LLG Rolls-Royce 400
Vilhj&lmur Stefánsson
TF-LLH Rolls-Royce 400
Guðríður Þorbjarnardóttir
TF-LLI Rolis-Royce 400
Bjarni Herjólfsson
HEELABROT
Ung stútka spurði blóm um
mikilsvert hjartans mái með
því að slíta af krönublöðin og
segja til skiptis: já, nei, já, nei,
kannski... Blómið sagði já. Ef
hún hefði nú sagt: já, nei,
kannski, já, nei, kannski —
hefði svarið orðið kannski. Það
voru yfir 21 krónublað á blóm-
inu, en færri en 30. Hvað voru
krónublöðin mörg?
Svar er á blaðsíðu 248.
Saga flugsins
Supermarine „Spitfire". Spitfire var fræg-
asta orustuflugvél Breta í II. heimsstyrj-
öldinni. Hún liafði verið tekin i notkun
1938, og á henni voru gerðar margar end-
urbætur. Spitfire var lágvængja úr málmi.
Hjólin voru uppdraganleg. Flugmannsklef-
inn var sérstaklega brynvarinn og styrkt-
ur. Spitfire XII liafði einn 2000 ha. Rolls-
North American „Mustang". Mustanginn
var amerísk og komst í fremstu víglínu
1942. Hún er úr málmi og er lágvængja.
Hún var byggð sem fylgdarorustuflugvél
og flugdrægið var mjög mikið, sem oft
kom sér vel. Gerð P-51B hafði Packard
Merlin V-1650-3 mótor, flugliraðinn var
yfir 640 km/t, og hámarksflughæðin var
um 12 000 m. Hún var vopnuð 8 vélbyssum
í vængjunum eða 4 vélbyssum og 4 fall-
byssum.
Messerschmitt Me 110. Þessi flugvél var
’mikið notuð öll striðs&rin sem dag- og
næturorustuflugvél og orustu-sprengju-
flugvél. Mc 110 var lágvængja öll úr málmi.
Me 110 F hafði tvo Daimler-Benz DB 601 F
12-stroklta vökvakælda mótora og var
livor um sig 1300 liö. Áhöfnin 2—3 menn.
Vopnin voru 2 fallbyssur og 4 vélbyssur i
nefi og 1—2 vélbyssur, sem vissu aftur
úr áhafnarklefanum. Me 110 gat flutt
1200—1780 kg af sprengju undir vængj-
unum.
Royce Griffon mótor, og hámarksliraðinn
var um 700 km/t.
Focke-Wulf FW 190 A-3. Þýzk einseta úr
2. lieimsstyrjöldinni, lágvamgja úr málmi.
Flugmannsklefi brynvarinn. Af FW koinu
inargar útgáfur, en gerðin A-3 hafði einn
1 000 lia. BMW-801-D 14-strokka stjörnu-
mótor. Mesti hraði i 6100 m hæð var
624 km/t. Hún var vopnuð 2 vélbyssum of,-
an á mótornum, 2 fallbyssum i vængjun-
um næst skrokknum og 2 fallbyssum í
vængjunum utan við skrúfuferilinn.
Lockheed P-38 „Lightning“. Amerisk,
tveggjalireyfla orustu- og orustu- og
sprengjuflugvél. Áhöfnin var 1 maður.
Þessi flugvél var sérstaklcga mikið notuð
á Kyrrahafsvigstöðvunum m. a. vegna
þess, live langfleyg hún var. Hreyflarnir
voru tveir 1 325 lia. Allison V-1710-F, 12-
strokka, V-laga, vökvakældir. Hún var
vopnuð 1 fallbyssu og 4 vélbyssum i nefi.
Flugdrægið var 1 770—3 500 km. Mesti
liraði var 643 km/t. Hámarksfiughæð var
um 12 000 m.
255