Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1968, Page 27

Æskan - 01.10.1968, Page 27
bæjarskólans, en loks árið 1929 er hann tekinn í notkun. Þá var svo komið, að skólabörn voru yfir 2000 og var kennt í leiguhúsnæði úti í bæ. Ekki var óalgengt að þrí- og íjórsett væri i kennslustofur Miðbæjarskólans dag hvern. Árið 1921 fær Miðbæjarskólinn rafmagn, og bað- hús 1923. Það ár hætti Morten Hansen skólastjórn, en við tekur Sigurður Jónsson og er hann skóla- stjóri til ársins 1935. Hallgrímur Jónsson er skóla- stjóri frá 1935—1941, en þá tók við Ármann Hall- dórsson. Hanri var skólastjóri Miðbæjarskólans næstu 10 eða 12 árin, til dauðadags. Núverandi skólastjóri er Pálmi Jóseísson. Árið 1946 tók Melaskólinn til starfa í Vesturbæn- um og létti þá mjög á Miðbæjarskólanum. Á síð- ustu árum hafa margir nýir skólar verið byggðir í Reykjavík, unga fólkið flyzt í úthverfin og fer því börnunum frekar fækkandi, sem sækja eiga gamla skólann við Tjörnina. Þrátt fyrir háan aldur held- ur þó Miðbæjarskólinn reisn sinni og svarar fylli- lega kröfum tímans urn kennsluhætti. Og margir munu þeir vera, hinir eldri Reykvíkingar, sem líta til hans hýru auga á göngu sinni um miðbæinn, og minnast þá bernskuára sinna innan veggja hans. 403

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.