Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1968, Side 10

Æskan - 01.11.1968, Side 10
spilaði hún undir á harmoniku. Við sungum af innileik og hjartans lyst. Meira að segja bróðir okkar hafði fengið lag. Hann, sem alltaf var laglaus og setti okkur ævinlega út af laginu. Þegar við höfðum sungið um stund, voru góðgerðir bornar fram, súkkulaði, kleinur, pönnukökur og jólakaka. Þegar búið var að lesa lesturinn var okkur sagt að hátta, því að daginn eftir ættum við að fara til messu vestur að Görðum. En ég man að ég leit á mömmu og spurði, hvort ekki væru rúmstólpajól líka hér. Og ég fékk kerti til þess að festa á rúmstólpann minn. Og svo soínaði ég undir lestrinum, eins og ég var vön. Ég vaknaði ekki daginn eftir fyrr en tími var kominn til þess að ganga í kirkju. Séra Jens Pálsson, prestur í Görðum, var maður feitlaginn, föngulegur á velli en með töluverða ístru. Mér var vaxtarlag hans mikil ráðgáta. Mér fannst að hann hlyti einhvern tíma að eiga barn! En þegar ég spurði ömmu hvenær hann séra Jens ætti barnið, varð hún byrst. „Það verður aldrei, sem hann fæðir af sér barn,“ svaraði hún stutt í spuna. Hún gaf enga skýringu á þessari fullyrðingu. Svo fór ég að heyra að prestshjónin væru barnlaus. Og næst þegar séra Jens kom til þess að hús- vitja, horfði ég lengi á hann og sagði: „Presturinn getur ekki átt barn.“ Þá þreif mamma í mig og skaut mér út fyrir dyrnar, svo að ég yrði mér ekki frekar til skammar. Huldufólkið og skyrtan. — Það var mikil huldufólkstrú í Firðinum á upp- vaxtarárum mínum. Ég trúði alltaf á huldufólk og trúi enn. Margt styrkti mig í þeirri trú. Þegar ég fæddist haustið 1897 var mjög hart í ári og mikið aflaleysi. Sennilega hefur það verið ástæðan fyrir því að mamma saumaði enga flík handa mér áður en ég fæddist. En þegar Magga systir mín fæddist, hún var fjórum árurn eldri en ég, hafði mamma saumað talsvert af fötum. En svo vildi til, að ein skyrtan týndist og fannst ekki, hvernig sem leitað var. „O, það hefur einhver fengið hana lánaða og skilar henni, þegar hann er búinn að nota hana,“ sagði mamma og var hin rólegasta. Nú fæðist ég, og mamma segir ljósu minni sem var, að ég fái enga nýja flík. Fötin voru geymd'í dragkistu, sem jafnan stóð fyrir aftan rúmið henn- ar mömmu. Þegar ljósa opnaði kistuna, verður fyrst fyrir henni ný skyrta. Sér þá mamma, að þetta er skyrtan, sem horfið hafði fjórum árum áður! Ég var svo færð í skyrtuna og hef æ síðan verið þakklát huldufólkinu fyrir að hafa geymt þessa nýju, ágætu skyrtu handa mér allan þennan tíma. í hcensnakofanum. — Oft var mömmu sagt frá konu, sem fólk sagði að væri nákvæmlega eins og hún og sæist oft á gangi hjá Bala. Þessu trúði ég, og til þess að vera nú alveg viss, þurfti ég oft að horfa á mömmu og ganga úr skugga um að það væri nú hún! Einu sinni mætti ég konu, sem ég hafði aldrei séð. Hún var fullorðin, töluvert einkennileg, með bungu en ekki laut fyrir neðan nefið. Þetta hlaut að vera huldukona. Hún bar þungan böggul. Með hálfum huga gekk ég til hennar og bauðst til þess að bera böggulinn. Ég ætlaði að vita hvar hún ætti heima. En þegar hún skömmu síðar beygði af og fór í hús og reyndist vera kona austan úr sveit, komin í bæinn til þess að heimsækja systur sína, varð ég fyrir afar miklum vonbrigðum. Og ekki fór/betur fyrir okkur Palla! *——----+ Púkablístran. Sæmundur fróði átti pípu eina, sem hafði þá náttúru, að þcgar í hana var blásið, þá komu einn eða fleiri púkar til þess, sem í hana blés, og spurðu hvað þeir ættu að gera. Einu sinni hafði Sæmundur skilið pípuna eftir i rúminu sinu, undir höfðalaginu, þar sem hann var ætíð vanur að hafa hana á næturnar. Um kvöldið sagði hann þjónustu- stúlkunni að búa um sig, eins og vant væri, en tók henni vara fyrir þvi, að ef hún fyndi nokk- uð óvanalegt í rúminu, þá mætti hún ekki snerta það, heldur láta það vera kyrrt á sinum stað. Stúlkan fór nú að búa um, og varð heldur en ekki forvitin, þegar hún sá pípuna. Hún tók iiana óðara, skoðaði hana i krók og kring, og seinast blés hún í hana. Kom þá undir eins til hennar púki einn og spurði: „Hvað á ég að gjöra?“ Stúlk- unni varð bilt við, en lét þó ekki á því bera. Svo stóð á, að um daginn hafði verið slátrað tíu sauðum hjá Sæmundi, og lágu allar gær- urnar úti. Stúlkan segir þá púk- anum, að hann eigi að telja öll liárin á gærunum, ef hann verði fljótari að l>ví en hún að húa um rúmið, þá megi hann eiga sig. Púkinn fór og kepptist við að telja, og stúlkan hraðaði sér að búa um. Þegar liún var bú- inn, átti púkinn eftir að telja á einum skæklinum, og Varð hann þá af kaupunum. Sæmundur spurði stúlkuna, hvort hún hefði fundið nokkuð í rúminu. Hún sagði frá öllu eins og var, og líkaði Sæmundi vel ráðkænska hennar. 438

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.