Æskan - 01.11.1968, Síða 28
„Ég veikur? Nei, það er nú öðru nær eins og þú sérð. Mér líður eins vel
og fiski í vatni,“ sagði risinn.
„Já, ég sé það. Háll'vitarnir segja að þú sért að verða grænn, en ekkert
sé ég,“ sagði Joris.
„Grænn? Hvers vegna þá grænn?“ spurði risinn.
„Auðvitað af eitruninni," sagði Joris. „Allir vita að andardráttur dreka
er heilsunni svo hættulegur. Það veldur eitruninni, ætli það ekki? Og þá fá
menn græna bletti á líkamann eins og eðlilegt er. En ég sé ekkert á þér enn.“
Og hann einblindi á bert hné risans á meðan.
Risinn tók eftir því, að margir grænir smáblettir voru á hné hans. Hann
reyndi að strjúka þá af með erminni, en það dugði ekki, blettirnir voru fastir.
Krítin hans Jorisar var nefnilega íyrsta flokks krít og honum tókst að bletta
risann svona með henni, án þess hann yrði var við.
„Hva-hva-hvað er þe-þe-þetta?“ stamaði risinn. „Eru það grænir blettir?
Er þetta virkilega að byrja?“
„Það getur ekki verið alvarlegt enn,“ sagði Joris róandi. „Þú átt þó
alltaf mánuð eftir. Ef það væri ekki drekinn mundirðu eflaust geta lifað í
hálft ár enn, en hvað skal segja, ekki getur veslings dýrið gert að því, þó
andardráttur þess sé eitraður. Og varla ferðu að drepa þinn eigin dreka.“
„Er það nú víst?“ öskraði risinn. „Þú skalt nú sjá það! Heldurðu ég
láti þetta skrímsli eitra fyrir mig?“
Hann hljóp inn í kastalann og kom aftur með gífurlega stórt spjót og
þaut að drekanum.
Joris sat í búrinu og horfði á hinn mikla hildarleik. Æðisgengna baráttu
milli risa og dreka.
Drekinn hvæsti og gulir skýhnoðrar og eldglæringar gusu úr gini hans.
Hann hlykkjaði grænan, hreistraðan búkinn, sveiflaði halanum og lamdi í
allar áttir og beit frá sér með drekatönnunum, meðan risinn sótti að honum
og reyndi að koma lagi á hann með spjótinu.
„Húrra, húrra, lengi lifi!“ hrópaði Joris í búrinu sínu. Hann gat ekki
að því gert, því ekkert gladdi hann meira á þessu andartaki.
Nú tók risinn æðisgengið tilhlaup með spjót sitt. Ofboðsleg viðureign.
Drekinn sveiflaðist í krampakenndum hlykkjum, er spjótið hitti hann beint í
hjartað og ófreskjan lá þar með tunguna lafandi út úr gininu. Steindauð.
„Hvað segirðu nú?“ hvein í risanum. „Sástu það?“
„Heill þér, heill þér!“ hrópaði Joris af fögnuði og klappaði honum lof
í lófa. „Mikil hetja ertu og úr því drekinn er dauður ættirðu sjálfsagt að
geta lifað sex mánuði enn. Ef til vill sjö.“
„Ekki lengur?“ kveinaði risinn og settist niður sorgbitinn og byrgði
höfuðið í höndurn sér. „Mig langar að lifa í hundrað ár enn.“
„Það langar alla,“ sagði Joris. „En eitrunin er banvæn. Og enginn getur
náð í hvíta drekagrasið, það mundi varla fært nokkrum risa.“
„Hvernig, hvað, hvernig hvítt drekagras, ltvað ertu að tala um?“ spurði
risinn.
„Það vex þarna,“ sagði Joris og benti til sjávarstrandarinnar, Jtar sem
snarbrattir drangar rísa úr sjónum. „Ef þú sleppir mér skyldi ég leita að
því fyrir þig.“
„Sagðirðu sleppa þér?“ rumdi í risanum tryllingslega. „Þú leikur ekki á
mig, skömmin Jnín, Jrú mundir bara hlaupast á burt og ég yrði að deyja eftir
sjö mánuði. Ég veit nokkuð betra, ég tek Jng í hönd mér og Jrú bendir mér
á hvita drekagrasið."
*------------—----
A
Dægradvöl.
Hérua slial ég sýna ykkur,
livernig þið getið stækkað
teikningar nokkurn veginn
sæmilega, svo að þær verði
réttar, að minnsta kosti í aðal-
dráttunum. Þið festið fyrir-
myndina á teikniborðið, og svo
festið þið teiknipappírinn nær
ykkur á borðið, eins og sýnt er
á myndinni. Svo festið þið með
teiknibólu teygjuband fyrir of-
an fyrirmyndina (A) og iniðja
vegu á lykkjunni (við C) gerið
þið hnút á lykkjuna. Loks setj-
ið þið blýantinn ykkar í þann
enda teygjubandslykkjunnar,
sem að ykkur snýr. Svo teiknið
þið á þann einfalda hátt, að
iáta hnútinn á teygjubandinu
fylgja sem nákvæmast linunum
í fyrirmyndinni, en styðjið blý-
antinum mátulega fast niður á
teiknipappírsörkina.
Á ferðalagi.
Móðir kom með sex börn sín
upp í járnbrautarlest og voru
þau sitt á hverju ári. Á leiðinni
með lestinni voru börnin svo
ærslafull og fyrirferðarmikil,
og ollu vagnverðinum svo mik-
illi skapraun, að hann gat ekki
stillt sig um að segja við kon-
una um leið og hún fór með
liópinn úr lestinni: „Ég hefði
nú í yðar sporum skilið Jielm-
inginn af börnunum eftir
heima.“
Konan leit á lestarvörðinn
og brosti þreytulega. „Það var
einmitt það sem ég gerði,“ sagði
liún.
456