Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1968, Page 44

Æskan - 01.11.1968, Page 44
m .■ «% *»4** ■&' æ ‘au-í' .1 f ?Sfr Til sögustaða á þotuöld Peir Emil og Þorkell höfðu skemmt sér við að spila á glymskrattann, og saddur og sæll eftir góðar veitingar liélt hópurinn af stað. Útsýnið var dýrð- legt, þar sem ekið var hiíðina niður í dalinn. Á botni dalsins glitraði á lang't stöðuvatn, en hliðarnar akurlendi langt upp eftir. Siðan tók skógurinn við. Þetta var reglu- legt ævintýraferðalag og drengirnir höfðu orð á, að miltið vildu þeir óska, að meiri skógur væri á ísiandi. Tryggvi, bilstjórinn þeirra, spurði, hvort ekki væri hægt að planta út skógi og þeir ferðafélagarnir sögðu frá skógrækt á ís- landi og góðum hlut, er Norðmenn ættu þar að. Þorlcell var eiginlega dálítið hissa á því að sjá aðeins rauðar kýr þarna í dölunum. Heima á íslandi voru kýrnar alla vega litar. Sumar gráar, aðrar, svartar og sumar skjöld- óttar. En þarna voru kýrnar eingöngu rauðar og Emil tók undir, að þetta væri furðulegt. Gunnvör, sem sat hjá Tryggva, sagði piltunum ýmislegt um það, sem fyrir augu bar, og þeir sáu, að Sveinn hafði tekið upp blýant og blað og var farinn að punkta hjá sér hitt og þetta um ferðina. Þau voru komin langleiðina meðfram vatninu og nú lá vegurinn upp á við á ný. Tryggvi ók hratt þótt vegurinn væri mjór og surns staðar liolóttur og nú hafði Þorkell fengið ósk sina uppfyllta að komast á malarveg. Útbreitt landakort af Suður-Noregi leiddi þá i allan sannleik um hvert og hvar þeir fóru og Tryggvi benti þeim á afleggjara eða hálfgerðan eyðiveg, sem stytti leiðina að mun. Bjálkahús í hiíðunuin vöktu atliygli þeirra og brátt har einkennilegan fugl fyrir augu. Hann var líkur hrafni, en var þó ekki hrafn og siðar upplýstist að þarna var kráka á ferðinni. Upp úr einu stafbúri við veginn óx tré. Það þótti þeim Emil og Þorkeli einkennileg sjón. Þeir spurðu, hvort tréð hefði verið gróðursett þarna, en Gunn- vör sagði, að sennilega hefði fræ fokið i þekjuna, sem var úr torfi, endur fyrir löngu og tréð síðan fengið að vaxa óáreitt. Þeir sáu lika sögunarmyllu, sem stóð við lítinn læk, en hún var ekki lengur starfrækt og virtist í hálf- gerðri niðurníðslu. Þeir voru á leið upp á Þelamörk og þar upp frá á veitingahúsinu Vasstulan skyldi stanzað næst. Það var lærdómsrikt að virða fyrir sér gróðurbeltin. Neðst i döl- unum uxu barrtré og hvers kyns annar gróður. Síðan tók við birki er hærra dró en einnig birkið hvarf, cr þeir komu upp í um 1000 m hæð. Þar tók við gisið kjarr og síðan gras og mosi. Þarna upp frá var landslagið hreint ekki ólíkt því, sem er víða heima á íslandi. Smáhús á víð og dreif vöktu athygli drengjanna og Gunnvör sagði þeim frá þvi, hve margir Norðmenn byggðu sér smáhýsi uppi á fjöllum. Þessi smáliýsi eða „Hyttur“, eins og Norðmenn kalia þau, eru svo notuð sem skíða- skálar á vetrum og sem sumarbústaðir á sumrin. Það var fremur svalt þarna upp frá, þótt sólin skini í lieiði, en inni í bílnum var heitt og notalcgt og ferðafélagarnir nutu ferðarinnar í ríkum mæli. Það var annars einkenni- legt með Þelamörkina fannst þeim. Sennilega drægi hún nafn af því, að þarna væri þeli í jörðu lengi fram eftir, þó kannski þiðnaði um hásumarið. Svo var líka til Þela- mörk á íslandi, en hvorlii Þorkell né Emil Iiöfðu komið þangað. Vegurinn lá nú i 1000 m hæð og framundan var víðáttumikil slétta, sjálf Þelamörkin. Og áfram var ferðinni haldið. Tryggvi ók eins og hann ætti lifið að leysa og þeir ferðafélagarnir voru steinhættir að verða hissa á kröppum beygjum og þessum mikla lirað- akstri á mjóum vegum. Þeir höfðu samt orð á því, að sennilega þættu íslenzkum bílstjórum þessir vegir nokkuð mjóir. Þeir mundu tæplega hætta sér svona utarlega á brúnina. En allt fór þetta vel og Tryggvi sýndi miltla leikni í akstrinum. Hann var starfsmaður Aftenposten og ferðaðist mikið á vegum blaðsins. Og ferðafélagarnir nutu dásamlegs útsýnis. Allt var þetta nýtt og framandi. Með- fram Tungselvan fram hjá Dagali niður í Skurdalen og þaðan sem lcið liggur í áttina til Geilo. Þeir Emil og Þorkell sáu undarlega hauga utan i fjöll- unum á nokkrum stöðum. Gunnvör sagði þeim, að á þess- um slóðum stæðu yfir miklar vatnsvirkjunarframkvæmdir. Mörgum litlum ám er veitt saman, að nokkru með jarð- göngum. Síðan verður byggð stór vatnsaflsrafstöð. Haug- arnir, sem þeir sáu utan í fjöllunum voru uppgröftur úr jarðgöngunum. , Brátt sást yfir til bæjarins Geilo. Þetta er mikill ferða- mannabær með gistiliúsum og verzlunum og ]rarna stanzar járnbrautin, sem gengur milli Bergen og Oslóar. Þau fóru út úr bílnum og svipuðust um. Tryggvi ákvað að þarna ýrði stanzað i 15 minútur og drengirnir fóru og litu i búð- arglugga. Þeir skoðuðu veiðistengur og ýmsan útileguút- búnað, sem nóg virtist af i verzluninni, enda er umhverfi Geilo nijög vinsælt af ferðamönnum. Eftir að haldið var af stað á ný, lá vegurinn upp með á, sem féll í smáfossum, og þau sáu hvar járnbrautarteinarnir voru samsíða vegin- um á kafla. Því næst tók við langt stöðuvatn og síðan járnbrautarstöðin Haugastöl. Við enda vatnsins var beygt til suðurs og nú var leiðin upp í móti svo um munaði. Allt til þessa hafði verið heitt í bilnum, en cftir því sem hærra dró kólnaði, og þau heyrðu í veðurfréttum að von væri á kaldara veðri á hálendinu. í fréttunum sagði lika frá mjög slæmu veðri á Bretlandseyjum. *------------------------------------------------------------------------* 472 it

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.