Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1968, Síða 52

Æskan - 01.11.1968, Síða 52
Áfram þutum við svo á geysilegri ferð eftir birninum, en ég sá brátt, að hann mundi sennilega verða á undan okkur til hlíðanna. Ég notaði því ráð, sem við grípum oft við slíkar aðstæður. Ég gat losað nokkra af beztu hundun- um mínum, svo að þeir gætu þá hlaupið á undan og orðið fyrri til bjarnarins. Þeir gætu tafið fyrir honum. Eftir örfáar minútur sá ég björninn. Mér hitnaði í hamsi. díundarnir höfðu þegar umkringt hann. Þeir snerust kringum hann eins og þeir hefðu vængi og reyndu að glefsa í hann. Brátt sleppti ég þeim hundum, sem eftir voru, en áfram þaut sleðinn í áttina að birninum. Mér fannst nauðsynlegt að skjóta af sem allra minnsta færi, til þess að eiga það ekki á hættu að hitta neinn af hundunum. Komið gat fyrir, að skotið færi einhvers staðar gegnum björninn og gæti þá hitt einhvern hinum megin við hann. Ég nálgaðist björninn óðum, án þess að hann tæki eftir mér. Ég naut þess í ríkum mæli að sjá þessa baráttu. Var næstum öruggur um endalok hennar. Ég vissi, að nú reið á að vera rólegur og geta skotið án þess að skjálfa hið minnsta. Mundi skotið ekki vera til bana, vissi björninn þegar í stað, að það var veiðimaðurinn, en ekki hundarnir, sem var hinn sanni óvinur hans. Dræpist hann ekki í einu skoti, fleygði hann hundunum til hliðar og réðist þegar á veiðimanninn. Ég var ekki meira en í sex metra fjarlægð, þegar hann loks uppgötvaði, að ég stóð skammt frá honum. Um leið og hann sá mig, hristi hann hundana af sér og reis upp á afturfæturna. Hann var nú enn tignarlegri en nokkru sinni fyrr. Það gljáðí á fallegan feld hans, þar sem hann hóf sig á loft, til þess að láta sig síðan aftur falla niður á ísinn og reyna þannig að brjóta vök á hann. Ég vissi um þessi gömlu ráð ísbjarnanna. Hann mundi synda langt inn undir ísinn eins og selur, en svo kæmi hann brátt upp aftur, og þá gæfist mér tækifæri til þess að skjóta hann. Ég naut þess því aðeins að sjá þetta ferlíki rísa þannig upp á afturfæturna í öllu sínu veldi. En allt átti eftir að fá annan endi, en mig hafði grunað. Á þessum stað var ísinn miklu þynnri en ég hélt. Undir þessum ísfjöllum og björgum, rann mjög sterkur straumur og þungur. Um leið og björninn lét sig falla niður aftur og ísinn brotnaði undan honum, mynduðust sprungur í allar áttir út frá honum, og áður en ég vissi af, svamlaði ég í ísköldu vatninu. í fyrstu steingleymdi ég birninum, sem von var. Ekkert komst að í huga mér nema þetta eitt: Hvernig kemst ég aftur upp á ísinn? Með riffilinn í vinstri hendi reyndi ég að krafla mig upp á ísskörina, en hún var svo þunn, að ég braut aðeins af henni aftur og aftur, þangað til ég var aðfram kominn. Ég var klæddur eins og Eskimóar á þessum slóðum. Vetrarfatnaður voru löng og mikil stígvél og buxur úr bjarndýrafeldi, og pels úr hreindýraskinni. Eftir nokkra stund var fatnaðurinn orðinn gegnblautur og ég átti mjög erfitt með að halda mér á floti. Ég sá, að ég varð að losa mig við byssuna og reyndi því að fleygja henni sem lengst upp á ísinn. En ég var orðinn of loppinn. Ég dró ekki nógu langt og byssan féll í sjóinn og hvarf þegar í stað. Ég fór nú að reyna að hugsa skýrar. Ég leit í kring um mig og sá björninn með hundana allt í kringum sig. Þarna barðist hann fyrir lífi sínu eins og ég. Báðir í sömu vök — hann með hundana kringum sig, en ég reyndi hvað I eftir annað árangurslaust að hefja mig upp á ísinn. Stafrófskverið Japanskar barnalesbækur eru einhverjar þær fremstu menn- ingarlega séð. Þær eru með fallegum, litríkum myndum úr atvinnulífinu. Þessi mynd eú úr franskri skólabók fyrir yngstu börnin. Þarna eru fílsungar látnir þramma í skóla með fána í far- arbroddi. Þessi mynd er úr bandarískri lestrarbók og sýnir götuumferð. Það veitir víst ekki af að byrja snemma að kenna börnum um- ferðarreglurnar í því mikla bif- reiðalandi. 480
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.