Æskan - 01.11.1968, Page 97
i'Hiaiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiciiiiiiiiiiciuiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiii.iiitiiiiiiiiiaiiiciiiiiiiitiKiHiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiicirBiiauiitattiiiiiiiiiiJiiJiBiieiiiHaiiiiii: i,>i<>i:iiHi"i''U‘iHei(BHBiiiiiiniuiiiii.i
BJÖSSI BÖLLA
Teikningar: J. R. Nilssen. — Texti: Johannes Farestveit.
1. Það er komið illa fyrir Bjössa. Það
hefur kviknað á hárinu á honum. Hann
hendist áfram, kastar frá sér prímusn-
um. „1 ána með ]>ig!“ öskrar Þrándur
að baki hans. — 2. ]>að er komið mikið
hál í kringum primusinn, svo Þrándur
sœkir sér ílát inn í kofann og lileypur
á eftir Bjössa niður að ánni. Það er
ekki sjón að sjá Bjössa greyið, þegar
hann hefur slökkt eldinn í hári sínu.
Það eru lítið annað en sviðnir toppar
eftir af hári hans. — 3. Það er orðið
heilmikið hál uppi við kofann og Þránd-
ur kallar til Bjössa að hjálpa sér. Bjössi
finnur aðeins vatnsketil, en ]>að verður
að duga, ]>ví nú verður að láta hendur
standa fram úr ermum, ef ekki á illa
að fara, ]>ví eldurinn er að nálgast dyrn-
ar á kofanum. — 4. Þeir hafa nú slökkt
eldinn og setjast á dyraþrepin til að
hvíla sig. Allt í einu lítur Þrándur á
Bjössa og rekur upp ofsahlátur, bendir
á hann og stynur upp milli hláturs-
kastanna: „Þú ert alveg eins og brodd-
göltur.“ — 5. Bjössa hefur ekki liðið of
vel í öllum þessum ósköpum, svo það
er varla von, að hann þoli þessar háðs-
glósur Þrándar. Hann sprettur upp og
ætlar að ráðast á Þránd — en liann er
léttur á sér og hleypur undan Bjössa —
og leikurinn berst niður á engið. Þegar
Bjössi er að klifra yfir grindverk, sem
varð á leið þeirra, kallar Þrándur
stríðnislega: „Jæja, er þér ekki farið
að liitna, Bjössi minn. — 6. Þrándur
er kominn að skurði, sem hann ætlar að
stökkva yfir, en af því hann leit við
þegar hann kallaði til Bjössa, skrikar
honum fótur og hann fellur á bólakaf
í skurðinn. Þá eru metin jöfnuð og
Bjössi stendur á bakkanum skelli-
hlæjandi: „Jæja, þetta var gott á þig!
Þá veiztu, livernig er að vera holdvotur,
eins og ég — og vel það.“
v