Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 6
Kristófer Kólumbus. Cil eru óljósar sagnir um það, að Kinverjar hafi i fyrndinni komizt til Ameríku, en um þetta vita menn ekkert með vissu. En menn vita, að Leifur heppni, sonur Eiriks rauða, fann Ameríku og kallaði landið Vinland hið góða. Og nú er leitað að minjum um ferð hans á liklegum stöðum. En þessir landafundir hurfu í gleymsku aftur, og það er fyrst með þeim atburði, er Kristófer Kólumbus finnur Ameríku, að sá fundur hefur verulega þýðingu fyrir heiminn. Kólumbus fæddist í Genúa árið 1451 og var sonur iðnaðar- manns. Hann fór ungur til sjós, og til eru sagnir um, að hann hafi Kólumbus sér til lands i nýrri heimsálfu 12. október árið 1492. eitt sinn komið til íslands. Kólumbus var hraustur maður og góður sjómaður, og svo hafði hann mikið hugmyndaflug. Á þessum tímum voru menn að brjóta heilann um stytztu leiðina lil Indlands, og voru ýmsar kenningar uppi. Kólumbus var hrifn- astur af þeirri hugmynd, að stytzta leiðin væri sú að sigla i vestur til Indlands. Þetta byggðist á því, að jörðin væri hnöttur, og opið haf væri til Indlands. Kólumbus fór með þessa ferðaáætlun til konungsins í Portúgal og bað hann um skip til þessarar ferðar. Konunginum og ráð- gjöfum hans í Lissabon leizt ekki meira en svo á þessa áætlun. Næst fór Kólumbus til Spánar, og þar fékk hann góðar viðtökur, en var þó ekki fengið skip til fararinnar Þreyttur og leiður lagði hann nú af stað til Frakklands. Á leiðinni kom hann við i klaustri einu og bað um mat og húsa- skjól. Þetta var klaustrið La Rabida, og ábótinn þar var fyrr- verandi skriftafaðir ísabellu drottningar. Ábótinn fékk mikinn áhuga á ferðaáætlun Kólumbusar. Ábótinn skrifaði isabellu og réð henni til að styrkja Kólumbus. Ferdinand og isabella drottning hans voru þá að taka siðustu vígi Mára á Spáni og var það Granada. ísabella lofaði Kólumbusi, að hann skyldi fá þrjú skip, þegar hún hefði unnið striðið við Márana. Og hún stóð við þetta loforð. Þegar Granada var fallin i hendur Spánverja og striðinu lokið, fékk hann þrjú skip. Flaggskipið hét Santa Maria og hin Pinta og Nina, og voru þetta allt lítil skip. Kólumbus lagði af stað með þessi skip, og voru áhafnir þeirra alls konar lýður, margir teknir beint úr fangelsum. Kólumbus lét úr höfn hinn 3. ágúst 1492 frá Palos. Fyrst hélt hann til Kanarieyja og þar þurfti hann að gera við eitt skipið. Svo var lagt út á Atlantshaf, og þetta sögulega ferðalag var hafið. Um sjóferð þessa hafa spunnizt margar sögur. Þeir sáu fyrst land 12. október 1492, og þeir héldu allir, að þeir væru komnir til Indlands. Kólumbus fór i land með nokkra menn. Þetta var litil eyja í Bahamaeyjaklasanum, sem þeir voru komnir til, og Kólumbus nefndi hana San Salvador og helgaði hana einvaldskonungi Spánar. Kólumbus tók nokkra innfædda menn með sér með valdi og sigldi áfram til Kúbu og Haiti. Frá Haiti sneri hann aftur heim og kom til Palos 15. marz 1493. Ferdinand og isabella voru þá i Barcelona, og Kólumbus fór þangað til þess að gefa þeim skýrslu um ferðina. Honum var mjög vel tekið. Hann kom með krydd, gull og hitabeltisfugla og einnig sex Indiána, sem vöktu mikla athygli. Kólumbus talaði mikið um auð þessa nýja lands, og var hann gerður að varakon- ungi yfir hinum nýfundnu löndum. Kristófer Kólumbus lagði brátt af stað í aðra ferð og hafði þá sautján skip. Með honum voru margir landnemar, og i þessari ferð fann hann Jamaiku, mikið paradisarland. Svo hófust erfiðleikarnir. Spánverjar þeir, sem fóru að nema þessi nýju lönd, vildu ekki hlýða honum, og brátt kom i Ijós, að 4 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.