Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 12

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 12
Geir á Strikinu. Þarna kenndi margra grasa úr garði mannfélags- ins og fólkið lét fara vel um sig í sólskininu, enda er engin bilaumferð um þennan hluta götunnar. voru nöfn flugfélaganna og merki. Þarna stóð þota Flugfélags Islands, en hvort það var ,,Sólfaxi“ eða „Gullfaxi" varð ekki séð vegna fjarlægðarinnar. Þarna voru flugvélar frá SAS flugfélaginu, frá leiguflugfélaginu Sterling, frá ítalska flugfélaginu Alitalia og frá Swissair. Þeir sáu hvar þota lenti, og er hún kom nær, sást, að á henni stóð orðið Finnair. Þá voru reyndar komnar flugvélar í sjónmál frá öllum Norðurlöndunum utan Færeyjum. Og enn fleiri nöfn og merki sáust, sem of iangt yrði upp að telja. Biðsalurinn ( Kastrup er annars heill kapítuli. Þarna eru verzl- anir af ýmsum tegundum, matvöruverzlanir, sælgætisverzlanir. vín- og tóbaksverzlanir að ógleymdum minjagripa- og sælgætis- verzlunum. Enginn þarf að láta sér leiðast, þótt einhver bið verði á heimferð, en hun varð ekki löng i þetta sinn, þvi brátt hljómaði rödd i hátalaranum, sem sagði, að farþegar með FÍ261 til íslands ættu að ganga um borð. Sömuleiðis sést á sjónvarpsskermum, sem eru víðsvegar um bygginguna, hvenær flugvélar hinna ýmsu flug- félaga eiga að leggja af stað. Þeir gengu nu út úr afgreiðslusaln- um og eftir löngum gangi, siðan tók við flutningsbelti, og það hafði Geir aldrei áður séð. Ekkert var annað að gera en stíga upp á beltið, og þá flutti það farþegann og farangur hans á fleygi- ferð í áttina að útgöngudyrunum. Þetta var anzi gaman og þægi- legt að auki. Þeir voru samferða flugmönnunum út eftir beltinu, og þar var reyndar kominn góðkunningi frá þvi á útleiðinni, Skúli Magnússon flugstjóri og með honum Ámundi Ólafsson aðstoðarflugmaður. Það kom i Ijós, sem Geir hafði vonað, að „Sólfaxi" var þarna á ferð. Nú hafði hann reynt báðar þotur Flugfélags íslands, „Gull- faxa" á útleiðinni og „Sólfaxa" á heimleið. Eftir að farþegarnir voru komnir um borð og setztir ávarpaði yfir- flugfreyjan i ferðinni þá og bauð þá velkomna. Eins og venjulega var öryggisbúnaður þotunnar útskýrður, en siðan voru hreyflarnir ræstir einn af öðrum, og brátt rann þotan léttilega eftir brautinni. Flugtakið var að þessu sinni út yfir Eyrarsund, og Geir sá vel yfir til Svíþjóðar og sérstaklega borgina Malmö, þar sem hann á kunningja. Stefnan var tekin til islands norðvestur yfir Sjáland og Jótland og yfir Álaborg, og brátt lá Kaupmannahöfn að baki. „Sólfaxi" var fljótur yfir Skagerak og þá kom Noregsströnd i Ijós. Eins og á útleið var skýjað, svo ekki sást niður. Farþegarnir nutu matar og drykkjar, og kvöldsólin skein glatt inn um glugg- ana. Flogið var i 35.000 feta hæð, en Skúli flugstjóri sagði, að þeir hefðu mótvind og yrðu um 3 stundir á leiðinni. Og á réttum tima risu íslandsfjöll úr sæ. Það var óhemju fögur sjón að sjá kvöldsólina skina á skalla Vatnajökuls. Vel sást niður, og Höfn i Hornafirði og Öræfin blöstu við. Vestar var skýjað en blá rönd til hafsins á bakborða. Og nákvæmlega á fyrirfram til- settum tíma renndi „Sólfaxi" sér niður úr skýjaþykkninu norð- vestan við Keflavikurflugvöll og inn á flugbrautina. Lendingin var svo mjúk, að Geir trúði ekki að þeir væru lentir fyrr en hann leit út og sá, að þotan rann eftir flugbrautinni. Inni í flugstöðinni beið fjölskyldan eftir hónum, og þar urðu miklir fagnaðarfundir. Fjögurra daga ævintýraferð var nú á enda. Svo margt hafði borið við og margt borið fyrir augu, að nokkur tími mundi liða, þar til heildarmynd ferðalagsins skapaðist i huganum, en i endurminn- ingunum myndi þetta ævintýraferðalag til Rinarlanda verða ógleym- anlegt. Það var Geir viss um. Sv. S. Kæra ÆSKA. Ég varð bæði glaður og undrandi, þegar ég frétti, að ég hefði unnið 4 daga ferð til Rínarlanda og Kaupmanna- hafnar. Ferðin var fróðleg og ánægjuleg í alla staði. Skemmti- legast þótti mér að sigla á Rínarfljóti og i Tivoli i Kaup- mannahöfn. Ferðafélögum minum, þeim Grími Engilberts og Sveini Sæmundssyni, þakka ég kærlega fyrir þetta eftirminnilega ferðalag. Beztu kveðjur, Geir Hallgeirsson. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.