Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Síða 15

Æskan - 01.01.1972, Síða 15
þá upp. Satt að segja leizt okkur hált skuggalega á þennan náunga, en dagarnir liðu og öllu má venjast. Stundum sat hann á kistu sinni og kvað sjómannavísur hárri röddu. Eitt sinn kallaði hann mig á eintal. „Heyrðu, Jim," sagði hann. ,,Ég skal borga þér fimm penny á mánuði, ef þú gætir vel að öllum einfættum sjómönnum, sem þú kynnir að sjá hér á ferð, og lætur mig strax vita um ferðir þeirra." Annars var hann gæfur maður hversdagslega. Oft var hann á gangi meðfram víkinni eða þá að hann sat á ein- hverjum klettinum og horfði eftir skipaferðum. Heima við var hann fátalaður, og oft fannst mér hann vera eins og á verði gegn einhverju. Dagarnir liðu og urðu að vikum, og enn bjó kapteinninn hjá okkur, og ekki minntist hann á meiri greiðslu en þessa fjárhæð, sem hann hafði afhent föður mínum við komu sina. Hann var nú farinn áð skulda dálítið. En nú tóku atburðirnir skyndilega að gerast með miklum hraða. Eitt sinn, þegar kapteinninn var á gangi niður við víkina, kom ókunnur sjómaður inn í veitingastofuna og bað um beina. Hann var flóttalegur á svip og hafði misst tvo fingur á vinstri hendi. Langur hnífur eða sveðja hékk við belti hans. Faðir minn lá veikur, og ég varð þvi að afgreiða manninn. Mér til hugarléttis sá ég, að hann gekk þó á báðum fótum heilum. Meðan ég var að leggja á borðið, spurði hann mig, hvort hér væri gestur að nafni Bill. Ég tjáði honum, að ég þekkti engan með þvi nafni, en hér byggi gestur, sem kallaði sig kaptein. „Jæja, er hann með ör á kinninni?" spurði sá ókunni. Ekki gat ég neitað því. „Jú, Bill má kalla sig kaptein fyrir mér, en nú mun senn velfarnaðarskál hans vera drukkin," sagði sjómaður- inn og skimaði út um gluggann. „Þarna kemur hann vist," bætti hann við. Þegar þeir hittust, varð mér Ijóst, að þeir þekktust vei, og í fyrstu fór ekki svo illa á með þeim. Eftir stutta stund heyrði ég þó vopnaglamur og kom nógu snemma fram i stofuna til þess að sjá kapteininn hrekja hinn ókunna út úr húsinu, en báðir virtust vera orðnir sárir. Maðurinn hvarf á braut í átt til vikurinnar. Hafði hann þó áður hótað kapteininum þvi, að fleiri félagar sínir mundu koma og jafna um hann. Kapteinninn fór strax að binda um sár sin, sem blæddu mikið, og skyndilega leið hann út af meðvitundarlaus. Nú vildi svo vel til, að Livesey læknir kom inn úr dyrunum og tók særða manninn í sína umsjá. Rankaði hann bráðlega úr öngvitinu, en varð að liggja rúmfastur um sinn. Nóttina eftir lézt faðir minn, og stóðum við móðir min þá ein eftir, slegin sárum harmi. Næstu daga bar ekkert til tíðinda, en svo var það, að blindi maðurinn kom að húsi okkar. Hann bað mig að fylgja sér til kapteins Bills, og þorði ég ekki annað en gera það. Ég sá, að kapteininum brá mjög, þegar hann sá blinda manninn, og með skjálfandi hendi tók hann við bréfi, sem sá blindi rétti að honum. Síðan hvarf blindi maðurinn á braut, en örstuttu síðar heyrði ég kapteininn reka upp vein, svo hneig hann niður og var dáinn. Við móðir min vorum þess fullviss, að hinir aðrir skips- félagar kapteinsins mundu koma innan tíðar og ef til vill taka hann og kistu hans. Við ákváðum því að opna kistuna og taka þaðan eitthvað upp í skuld kapteinsins. i kistunni fundum við nokkra gullpeninga, sem við tókum, og til vara tók ég lítinn böggul, vandlega vafinn inn i skinnpjötlu. Siðan hröðuðum við okkur til Trelawney dómara til þess að segja honum, hvernig komið væri heima hjá okkur. Er við vorum komin stutt áleiðis, sáum við hóp skuggalegra manna nálgast húsið, og var blindi maðurinn í för með þeim. Við tvö, móðir mín og ég, urðum skelfingu lostin, er við sáum þá brjóta upp húsið okkar og ryðjast þar inn, meðan einn þeirra stóð vörð utan dyra. Er þeir höfðu verið dálitla stund inni, ruddust þeir skyndilega út og hlupu út í myrkr- ið. Vörðurinn hafði hrópað til þeirra, að hópur reiðmanna nálgaðist, en þannig stóð á þeim, að nágrannar okkar höfðu orðið varir við hópinn, sem þeir álitu sjóræningja, og létu löggæzlumenn í næsta þorpi vita. Við mamma hertum því upp hugann og snerum heim aftur. Innanhúss var allt á tjá og tundri. Auðséð var, að ránsmennirnir höfðu leitað sérlega vel í kistu kapteinsins, en lik hans snertu þeir ekki. Að hverju skyldu þeir hafa verið að leita? — Þá var það, sem mér datt f hug böggull- inn inni í skinnpjötlunni, en hann var ennþá f vasa minum. Ég stakk upp á því við móður mína, að við færum til Liveseys læknis eða dómarans og segðum þeim frá þess- um atburðum og skoðuðum það, sem í bögglinum væri. Við vorum nú lika laus við kapteininn, þvf að löggæzlu- mennirnir tóku lík hans með sér, þegar þeir héldu á brott. Daginn eftir gengum við á fund Liveseys læknis og fund- um hann heima hjá Trelawney dómara. Þeir heiðursmenn tóku okkur vel að vanda og hlýddu með athygli á sögu okkar. Þegar ég svo dró upp skinnböggulinn, urðum við öll forvitin. Dómarinn leysti böndin utan af bögglinum, og í Ijós kom gamalt sjókort, undirritað kafteinn Flint. Þetta kort virtist vera af eyju, ásamt skýringu á legu hennar, gert af hinni mestu nákvæmni. Voru þarna allar nauðsynleg- ar upplýsingar um það, hvernig lenda mætti skipi slysa- laust við eyjuna. Á uppdrættinum var eyjan talin níu mílur á lengd og fimm á breidd. Á henni miðri var hæð ein, nefnd Sjónarhóll á kortinu. Vmis merki voru á uppdrætti þessum, sýnilega sett á hann af öðrum en þeim, sem frumuppdráttinn hafði gert. Þau merki, sem mest bar á, 13

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.