Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 40

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 40
Á árinu 1970 gaf ÆSKAN út verk hins heimsfræga ævintýraskálds Hans Christian Andersens i 3 bindum í þýð- ingu Steingríms Thorsteinssonar. Allt er verkið 648 blaðsíður að stærð með fjölda mynda og kostar til áskrifenda aðeins kr. 497,00. Þetta eru bækur. sem ekki má vanta á neitt barnaheimili landsins. Margar skrítlur eru sagðar úr lifi hins ástsæla skálds, og verða nokkrar þeirra birtar hér til skemmtunar. Eitt sinn skálaði Friðrik konungur sjöundi við Andersen við eitthvert há- tiðlegt tækifæri. Skáldið var enginn vin- maður og hafði því vatn i glasi sinu. Konungur fann eitthvað að þessu við skáldið, sem varði sig með þessum orðum: — Þegar ég heilsa minum háa kon- ungi, verður vatnið i glasi minu að vini! Einu sinni hitti Andersen skrautbúna konu, sem var úti á gangi með börnin sin. Minnsti drengurinn sleit sig laus- an, hljóp til skáldsins og rétti honum höndina. Móðirin kallaði á hann og sagði: — Hvernig dirfistu að ávarpa ókunn- ugan herra? En þá svaraði sá stutti: — Hann er alls ekkert ókunnugur. Þetta er H. C. Andersen, og allir strák- ar þekkja hann. Eitt sinn var lítil dönsk stúlka á ferð með foreldrum sinum og dvaldi á sviss- nesku hóteli. Andersen dvaldi um þess- ar mundir á sama hóteli, og þegar hann frétti af fjölskyldunni, kom hann niður til miðdegisverðar með allar orðurnar sinar á sér, — af einskærri hrifningu yfir að hitta landa sina! — Þekkirðu Ijóta andarungann? spurði skáldið litlu stúlkuna. Hún jánk- aði þvi. — Það er ég! sagði skáldið og benti á sjálfan sig. Það bar oft við, að Andersen sagði sjálfur börnunum sögur. Einu sinni sat krakki á hnjánum á honum og horfði á hann stórum augum. H. C. Andersen. — Jæja, hvernig lizt þér á? spurði skáldið. En barnið svaraði: — Þú blaðrar svo mikið. Þetta var nú köld skvetta, svipuð hinni, þegar annar krakki sagði hrein- skilnislega: — Það er svo stórt á þér nefið! Andersen var sagður mjög sótthrædd- ur, og eru hér tvær sögur um það. Eitt sinn var skáldið á ferðalagi og svaf nótt eina sem oftar i herbergi með ferðafélaga sínum. Þá vildi svo til, að hann datt út úr rúminu. Þetta nægði að vonum til þess að koma imyndunar- afli hans á hreyfingu, og nú óttaðist hann á víxl vatn milli liða, krabbamein, ofsakláða o. s. frv. Hann sagði við ferðafélaga sinn: — Haldið þér, að ég geti fengið heilahristing af þessu? Við annað tækifæri þjáðist skáldið einnig af megnri vanlíðan. Hann var í samkvæmi, þar sem hann hafði orðið fyrir þvi óhappi, að honum svelgdist á einhverju. Gestgjafinn og kona hans urðu að leiða hann frá borðinu, og það varð dauðaþögn við borðið, meðan hann var að hósta og ræskja sig i öðru her- bergi. Þrátt fyrir mótmæli frúarinnar hélt hann því fram, að tituprjónn hefði verið i kjötinu, sem hann hefði gleypt. og nú taldi hann sig finna hann standa fastan einhvers staðar niðri i sér. Um kvöldið og næsta dag kveið hann mjög afleiðingunum af þessu, og ótti hans hafði algjörlega útrýmt öðru hræðsluefni hjá honum, sem sé þvi, að litill blettur, sem hann var með yfir annarri augabrúninni, færi að vaxa og verða að hræðilegu æxli, en sú hræðsla hafði aftur fengið hann til að gleyma hræðslunni við að fá kviðslit, af þvi að einhver hafði snert kviðinn á honum með göngustafnum sínum, en loks hafði það rekið burt hræðsluna við að fá vatn milli liða i hnénu. En pf við alla þessa ímyndunarveiki bætist svo það, að Andersen þjáðist næstum ævilangt af tannpínu, má segja, að hann hafði við nóg að striða um dagana. GETIÐ ÞIÐ REIKNAÐ? Hér er ofurlítil gáfnaþraut. Þið sjáið Pét- ur, Óla og Hans á myndinni. Það stendur á sama hver er hver — en takið nú eftir: Pétur er þremur árum yngri en Óli, en Hans er hins vegar tveimur árum eldri en Pétur. Hver er þá aldursmunur Óla og Hans? Þessu eigið þið að geta svarað í einu vet- fangi, því að það er svo auðvelt. 'SUBH ua upia ue ta i|0 ubas 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.