Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 43

Æskan - 01.01.1972, Blaðsíða 43
Hvers vegna er vatnið í uppsprettu- lindum kalt á sumrin? Jarðskorpan er slæmur varmaleiðari. Yfirborð jarðar hitnar á daginn og kólnar á nóttunni, en þessi daglega hitasveifla nær ekki einu sinni einn metra niður í jörðina. Hitasveifla árstíðanna nær miklu lengra niður, en þó ekki nema tiltölulega stutt. Á meira dýpi en 20 metrum gætir henn- ar alls ekki. Vatnið i uppsprettulindum kemur svo djúpt úr jörðu, að árleg hitasveifla hefur þar mjög litil áhrif, það er því svalt á sumrum, en frýs varla eða ekki á vetrum. Hvers vegna finnast okkur sumir hlutir kaldari en aðrir, þótt báðir séu jafnheitir? Flestir kannast við af eigin raun, hve miklu kaldara járn er við snertingu í kulda heldur en tré, og það þótt efnin liggi saman og séu jafn- heit. Orsökin er sú, að málmurinn er miklu betri hitaleiðari en tré og dregur þvi fljótar til sín varma frá hendinni. Sé mikið frost, getur farið svo, að rak- inn úr húðinni frjósi, er húðin snertir járnið, höndin frýs við járnið. Séu hlut- irnir heitari en höndin, verður þetta öfugt, málmurinn finnst heitari, þótt hvort tveggja sé jafnheitt. Hver áhrif hefur snjórinn á hitann á jörðinni? Snjór leiðir mjög illa varma, vegna þess hve gisinn hann er og loft- mikill. Hann er því eins og hlý ábreiða ofan á jörðinni og heldur varmanum i henni, svo að hann dreifist seinna út í loftið. Að þessu er ekki smáræðis gagn fyrir jurtalifið, enda kemur jörðin stund- um græn undan snjónum, eins og allir þekkja. svo eiga systkini mín dálítið í mér og hörpudiskafrænka og hörpu- diskafrændi eiga agnarlítið. Þá fór konan í burtu, og vitið þið, hvað hún tautaði fyrir munni sér, þegar hún fór? — Þetta er áreiðanlega einhver vélbrúða frá útlöndum, það getur ekki annað verið. Eins og hörpudiskar geti talað! Svona trúir fólk ekki alltaf því, sem það sér og heyrir sjálft. Loksins kom strætisvagninn og aftur fóru þau þessa hristingsferð fyrir hörpudiskinn, þótt börnunum fyndist strætisvagninn fara vel á veginum. En það er nú líka dálítið annað að vera í fötu eða sitja i sæti. Hörpudiskurinn litli gætti sín betur. Hann lét ekkert á sér bæra alla leiðina upp i tónlistarskólann. Hann langaði ekk- ert til að tala við fleira fólk, sem vildi kaupa hann fyrir peninga. Svo vissi hann alls ekkert hvað peningar voru, ykkur að segja. En hann hélt, að það væri eitthvað voðalega Ijótt. Fólkið í strætisvagninum horfði mikið á mömmu, og það var engin furða. Hefðuð þið ekki horft á konu, sem hefði setið með fulla fötu af sjó á hnjánum í strætó? Hefðuð þið ekki gert það? Mömmu var farið að liða hálfilla, þegar þau voru komin að tónlistarskólanum. Um leið og þau gengu upp stigann leit hún á Mariu og Gunna og sagði ákveðin: — Næst látum við pabba aka okkur. Það fór sælustraumur um hörpudiskinn. Mamma hlaut að trúa því, að hann kæmist i tón- listarskólann. Hún hafði sagt NÆST! Já, þau voru komin í tónlistarskólann, og mamma fékk að fara inn til skólastjórans með Mariu, Gunna og fötuna. María og Gunni settust á stóla úti í horni, en mamma settist á stól beint fyrir framan skrifborð skólastjórans með fötuna á hnjánum. — Komið þér sælir, sagði mamma. — Maðurinn minn talaði við yður í morgun út af dreng, sem langar til að læra að spila á óbó. Mamma var dálitið hrædd, þvi að henni fannst svo til alveg vist, að skólastjórinn visaði henni á burt, og það yrðu afar mikil vonbrigði fyrir litla hörpudiskinn. En svo herti hún upp hugann og hugsaði með sér, að þá gæti hún bara beðið hann um að vísa sér á einhvern einkakennara. Og ef sá einkakennari vildi ekki hjálpa hörpudiskinum, þá færi hún bara til annars þangað til hún (yndi mann, sem vildi leyfa hörpudiskinum að spila fyrir sig á hörpu, því að það hlaut að nægja til að hann fengi að spila á óbó, áleit mamma. — Já, sagði skólastjórinn og blaðaði i blöðunum á borðinu sínu. — Hvað hét hann nú aftur? Já, það var Hörður. Svo brosti skólastjórinn til Gunna litla og sagði vingjarnlega: — Og hvað ertu nú gamall, Hörður minn? — Ég heiti Gunnar, sagði Gunni kurteislega og hann benti á fötuna. — Hörður er í fötunni. — Jæja, sagði skólastjórinn og var augsýnilega alveg öldungis hissa, því að hver hefur nokkru sinni heyrt getið um strák í fullri íötu af sjó og það í fötu, sem er ekki stærri en venjuleg plastfata. En hörpudiskurinn þorði ekki að láta á sér kræla. — Þetta er hörpudiskur, sagði mamma. — Hann var orðinn svo þreyttur á að spila á hörpu, að hann langaði til að komast upp á þurrt land og læra að spila á óbó. En hann getur ekki lifað nema i sjó, svo að ég varð að fara með hann hingað í fötunni. — Hvernig getur hann þá spilað? spurði skólastjórinn, og mamma sá, að hann var sannfærður um, að hún væri ekki með öllum mjalla. — Hann getur stungið höfðinu upp fyrir brúnina og flotið svo- leiðis, sagði mamma, og svo barði hún : fötuna og kallaði: — Hörður minn, ertu sofnaður, vinurinn? — Komdu sæll, hörpudiskur litli, sagði skólastjórinn og teygði sig eftir simanum. Ég held helzt, að hann hafi verið að hugsa um að hringja á lækni handa mömmu, en þá tók hörpudiskurinn upp litlu hörpuna sína og yndislegustu hörputónar hljómuðu um herbergið. Skólastjórinn hætti alveg við að hringja, og hann horfði hrifinn á litla hörpudiskinn. Hann gat ekki annað en dáðst að þvi, hvað þessi litla ögn var tónviss og spilaði vel. Þegar hörpudiskurinn var búinn að spila, sagði maðurinn: — Þetta var Ijómandi fallegt lag. Ég hef aldrei heyrt það fyrr. — Ég bjó það til sjálfur, sagði hörpudiskurinn litli. — Svo þú getur talað líka, sagði skólastjórinn. — Þá fer mér að lítast heldur betur á þetta, en ekki veit ég, hvort það er regl- unum ............................. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.