Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 5

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 5
FYRSTI JÓLA- SÖNGURINN Á völlunum hjá litla þorpinu Betlehem voru fjárhirðar með hjarðir sínar. Á daginn héldu þeir fénu á beit hér og þar um vellina, þar sem haglendið var best, en á kvöldin komu þeir með það að réttinni. Þeir köstuðu tölu á kindurnar um leið og þaer runnu inn í réttina til að full- vissa sig um að enga vantaði í hópinn. Svo vöktu þeir til skiptis alla nóttina til að verja hjörðina fyrir villidýrum. Sömu nóttina og Guð gaf Maríu dýrmætu jólagjöfina í fjárhúsinu í Betlehem voru fjárhirðar úti á Betlehems- völlum að vanda og gættu hjarðar sinnar. Kindurnar sváfu vært, og allt var kyrrt og hljótt. Flestir fjárhirðanna voru lagstir til svefns, en þeir sem vöktu sátu í kringum eld, sem þeir höfðu kveikt, og töluðu saman í hálfum hljóðum. Það var heiður himinn og loftið svalt, en nota- 'ega hlýju lagði frá eldinum. Dimmt var af nóttu, en á himninum yfir höfðum þeirra blikuðu litlu stjörnurnar svo að hundruðum skipti. Neðar í dalnum sáu þeir móta fyrir ktla þorpinu Betlehem, og á nokkrum stöðum sást þar enn Ijós í glugga. Ekkert rauf kyrrðina nema örlítið snark frá eldinum og lágvær raddkliður þeirra, sem vöktu. Allt í einu sáu þeir skært Ijós á himni. Það stækkaði og stækkaði, þangað til allur himinninn var orðinn skínandi bjartur. Fjárhirðarnir hrukku við og gripu höndum fyrir augun og urðu mjög hræddir. En þá heyrðu þeir rödd, sem sagði: ,,Verið óhræddir, því sjá, ég boða ykkur mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Því nú í nótt fæddist konungur í Betlehem, og hann er Drottinn Kristur. Þið munuð finna hann í fjárhúsi, þar sem hann •iggur í jötu." Þegar fjárhirðarnir litu upp, sáu þeir, að það var stór bjartur engill, sem mælti þessi orð. Þeir litu undrandi hver á annan. Hann var þá fæddur, konungurinn mikli, sem Guð hafói lofað að senda mönnunum. En gat það verið að hann hefði fæðst í fjárhúsi og verið lagður í jötu? þá heyrðu þeir í næturkyrrðinni himneskan söng, er fjöldi engla söng: ,,Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu." Aldrei höfðu fjárhirðarnir heyrt neitt jafnfagurt. Þetta var fyrsti jólasöngurinn hér á jörðu. Fjárhirðarnir hlust- uðu hugfangnir, en björtu englarnir svifu hærra og hærra, og söngur þeirra varð veikari og veikari, himin- Ijósin dofnuðu, og brátt varð allt kyrrt og hljótt eins og áður. Fyrst í stað stóðu fjárhirðarnir kyrrir í sömu sporum. Þeir litu undrandi hver á annan, eins og þeir gætu ekki áttaðsig á því, sem hafði gerst. Svo horfðu þeirýmist upp íalstirndan himininn eða niður til litla þorpsins Betlehem. Loks sagði einn þeirra: ,,Við skulum fara rakleiðis til Betlehem og sjá nýfædda konunginn." ,,Já,“ sagði annar, ,,við verðum að finna konunginn og veita honum lotningu. Svo lokuðu þeir fjárréttinni með trjágreinum, sem þeir bundu saman, tóku smalaprikin sér í hönd, brugðu skikkjum sínum um öxl og flýttu sér til Betlehem. ,,Hvar eigum við að leita að nýfædda barninu?" spurði lítill smaladrengur. „Engillinn sagði, að hann lægi í jötu," svaraði faðir hans. Því stefndu þeir beint til fjárhúsanna, og er þeir nálguðust, sáu þeir Ijós í einu þeirra. „Skyldi nýfæddi konungurinn vera þarna?" sögðu þeir. Þeir gengu hljóðlega að fjárhúsdyrunum og gægð- ust inn. Þar sáu þeir Jósef og Maríu og nýfædda barnið, sem lá í jötu (hvltum reifum. „Nýfæddi konungurinn!" hvísluðu fjárhirðarnir og læddust hljóðlega nær. Þeir stóðu hljóðir og horfðu á litla, sofandi barnið, svo krupu þeir á kné og tilbáðu konunginn, sem átti að flytja fögnuð og frið á jörð. Þeir lutu höfði og þökkuðu Guði fyrir dýrmætu gjöfina hans. Þeir sungu englasönginn: ,,Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu." Svo risu þeir á fætur, gengu hljóðlega út úr fjárhúsinu og héldu til hjarðarinnar úti á Betlehemsvöllum. En stöðugt hljómaði söngur englanna fyrir eyrum þeirra — fyrsti jólasöngurinn. Síðan hafa menn sungið gleðisöngva Drottni til dýrðar á hverjum jólum. Vera Pewtress. — Garðar Þorsteinsson þýddi. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.