Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 61

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 61
Að frelsa kóngsdóttur Prinsessa situr í fangaklefa hjá galdramanni. Kóngssonur er kominn á vettvang til þess að frelsa hana — en hvaða leið á hann að fara? Getið þið hjálpað honum? Þeir stönsuðu og svipuðust um. Alls staðar var snjór, að vísu nokkur tré, en enginn bær, sem þeir bæru kennsli á, svo langt sem augað eygði. Myllan sást hvergi. Þeir höfðu villst í tungl- skininu og er þeir litu hver á annan var ekkert að sjá nema óttann í augunum. — Við skulum biðjast fyrir, sagði smalinn. — Biðja að ekkert illt komi fyrir okkur. Þeir báðu stutta bæn í hálfum hljóðum, smalinn og betlarinn. Pitjvogel hafði ekki beðist fyrir frá því hann fermdist, svo hann bara umlaði. Þeir gengu síðan að nálægum runna og í kringum hann. Þá sá Pitj- vogel Ijós í einhverjum litlum glugga handan runnans. Án þess að segja orð, önduðu þeir allt í einu léttar og stefndu á þessa Ijósglætu. Þá gerðist eitthvað svo dásamlegt, sem þeim fannst þeir heyra og sjá, að enginn þeirra þorði að tala um það. Þeir heyrðu býflugu suða undir snjónum á skurðbarminum. Þeim fannst eins og þeim hlýnaði skyndi- lega. Undir pílviðartrénu sáu þeir lít- inn og illa farinn húsvagn og í glugga hans stóð lítið kerti. Pitjvogel gekk að hálfbrotnum þrepunum og bankaði. Gamall maður með tveggja daga skegg kom til dyra og opnaði þær. Hann virtist ekkert hissa á klæðnaði komumann'i, stjörnunni eða svörtu andlitinu. — Við komum til að spyrja til veg- ar, stamaði Pitjvogel. — Vegurinn er hér, sagði gamli maðurinn, — komió þið bara inn. Undrandi á þessu svari hlýddu þeir samt. í horni vagnsins sáu þeir unga konu sitja í blárri kápu með hettu. Við hlið hennar lá nýfætt barn. Augu hennar voru eitthvað svo dreymandi og áhyggjufull, en þegar hún sá mennina, kom hlýja í þau og glókoll- urinn brosti til þeirra með öllu andlit- inu. Þegar Schrobberbeck sá, að smal- inn kraup niður við hlið barnsins og tók af sértopphattinn, gerði hann slíkt hið sama. Hann tók ofan blómakór- ónuna, en þá beit samviskan hann. Hann hafði stolið henni. Raunveruleg tár komu í augu hans. Þá kraup Pitj- vogel líka. Þannig krupu þessir þrír menn hjá kornabarninu og það var eins og himneskur friður umlyki þetta fólk í óhrjálega húsvagninum, sem nú var orðinn að höll. Brátt var reynt að kveikja upp eld í litlum járnofni. Pitjvogel, sem sá hve illa gekk, bauðst til að hjálpa. — Það þýðir ekkert, brennið er rennblautt, sagði gamli maðurinn. — Eigið þið engin kol? — Við höfum enga peninga fyrir þeim, sagði gamli maðurinn hryggur. — Hvað borðið þið þá? spurði smalinn. — Við eigum ekkert að borða. Vitringarnir þrír horfðu fyrst hissa og fullir meðaumkunar á gamla manninn og ungu konuna, barnið og vind- þurrkaðan hundinn. Síðan litu þeir hver á annan og hugsuðu allir það sama. Sokkurinn með peningunum var tæmdur í kjöltu ungu konunnar. Mat- urinn úr pokaskjattanum var settur á valt borð í einu horninu á vagninum. Gamli maðurinn teygði sig eftir brauði og rétti konunni rósrautt epli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.