Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 39

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 39
„Áfram, samtaka, herðið ykkur," ómaði í morgun- kyrrðinni. Ég kyssti pabba minn og horfði svo á sjó- mennina ýta á flot. Þegar þeir voru komnir nokkuð frá landi, tóku allir ofan sjóhattana og lutu höfði. Þá lásu þeir . sjóferðabænina. Því næst tóku þeir til áranna og reru rösklega, og svo samtaka lyftust árarnar á bæði borð, að ekki mátti á milli sjá. Ég starði á eftir skipunum, þangað til þau voru orðin eins og örlitlir dökkir dílar úti við sjón- deildarhringinn og hurfu loks alveg sjónum í hinni grá- fölu birtu morgunsins. Ég hljóp þá heim og fleygði mér upp í rúm í öllum fötunum og sofnaði svo fast, að mamma átti fullt í fangi með að vekja mig til þess aó koma mér af staö í skólann. Ég gaf mér þó tíma til að hlaupa upp á sjógarðinn í leiðinni og líta út á sjóinn. Það var farið að kula eigi alllítið og komnir brimboðar, en strjálir þó. Ég hafði tæplega hálfan hugann við það, sem fram fór í kennslustundinni, komst þó nærri því að gleyma mér yfir j erfiðu reikningsdæmi. Þegar við komum út laust fyrir hádegi, var allmikið farið að hvessa og svarta flaggið komið upp. Það var aðvörun til sjómanna um að flýta sér í land. Nú héldu okkur ' krökkunum engin bönd. Við þutum niður fyrir sjógarð til þess að sjá, hverjir komnir væru að landi. Á meðan við vorum á leiðinni, var dregið upp annað flagg, sem þýddi það, að nú væri óðum að brima, og allir ættu tafarlaust að flýta sér í land án þess að hirða um veiðarfærin. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir neðan sjógarð- j inn, og allir störðu áhyggjufullir út á sjóinn. Skipin komu hvert af öðru, enda var ekki seinna vænna. Það var ■ komið veltubrim, svo að sundið tók alveg af með köflum. „Góður guð, verndaðu pabba rninn," bað ég með grátstafinn í kverkunum. En þarna komu þeir. Ég hljóp í fangið á pabba, undir eins og hann steig á land, og kyssti sævidrifið andlit hans. „Fenguð þið ekki voðalega vont?" spurði ég. „Nokkuð vont," sagði hann og leit á mig fjarrænum augum, sem enn þá spegluðu ógnir hafsins. „Eru allir komnir að?“ spurði ég. Pabbi hristi höfuðið. „Það vantar ennþá fjögur skip," sagði hann. „Ég skil ekki, af hverju er verið að hafa þessar dulur uppi," sagði formaður, gamall og gráskeggjaður, sem var þarna nærstaddur. „Ég sé ekki betur en sundið sé orðið bráðófært." í sömu andránni voru bæði flöggin dregin niður, en þriðja flaggið kom upp vestar í þorpinu. Nú vissu allir, að sundið var álitið alófært, og áttu skip þau, er úti fyrir voru, að leggja frá sem skjótast og freista að ná landi í annarri höfn. Ég vissi, að út af bar, að þessu væri hlýtt, og hafði hlotist slys af. Nú kom unglingspiltur hlaupandi eftir sjávargarðinum með sjónauka í hendi. „Þarna er einn að leggja í sundið," kallaði hann skömmu seinna, hróðugur yfir því að sjá betur en aðrir. Allir héldu niðri í sér andanum og horfðu út á sjóinn, og margar varir bærðust í hljóðri bæn. En þetta fór allt vel. Aldan hafði risið undir skipið og borið það langt inn úr sundinu, án þess að það færi af réttum kili. „Tilviljun," sögðu sumir. „Guðsmildi," sögðu aðrir. „Ég veit ekki, til hvers er verið að setja lög og reglur, þegar allt er þverbrotið," sagði flaggvörðurinn, sem kom að í þessu. „Já, góður guö hjálpi mönnunum," sagði gömul kona. Annað skip lagði í sundið, og aftur hófst orðlaus eftir- vænting í landi. Ægileg holskefla reis og féll. Ekkert sást, nema hvítflyssandi brimlöðrið, sem lægði nú ekki aftur. Eitt skip kom enn að landi. Tvö lögðu frá sundinu. Menn stóðu grafkyrrir og störðu út á sjóinn, löngu eftir að víst var orðið um afdrif fjórða skipsins, sem vantað hafði. „Hvenær kemur hann pabbi minn?" kallaði lítil telpa hágrátandi. Enginn svaraði, en fleiri börn fóru nú að gráta. Fólkið smátíndist nú burtu. Allir voru þögulir og niður- lútir. „Veistu, hvaða skip þetta var?" spurði ég pabba á leiðinni heim. Hann svaraði ekki, og ég spurði ekki aftur. Um kvöldið, í Ijósaskiptunum, gekk presturinn á milli húsa og tilkynnti lát þeirra, sem farist höfðu. Þau tvö skip, sem frá lögðu, höfðu þó farsællega náð landi. Viö gleymdum að borða kvöldmatinn, og allir voru óvenju hljóðir. Ég fór snemma að hátta og las bænirnar mínar eins og venjulega. Ég reyndi að þakka guði ósköþ vel fyrir, að hann hafði ekki leyft sjónum að taka þabba minn, en ég var samt í dálitlum vandræðum. Stína, Sigga og Lóa höfðu misst pabba sinn, og þær voru þó ekkert verri en ég. Loks sofnaði ég út frá þeirri hugsun, að það væri ekki alveg víst, að guð hefði ráðið við sjóinn í þetta eina skipti. Morguninn eftir hafði sjóinn lægt og lítið brimaði. En þó var í mér einhver geigur við hann, sem aldrei hefur með öllu horfið síðan. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.