Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 48

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 48
að var einu sinni bóndi, sem átti hvítt lamb, og er leið að jólum, ákvað hann að slátra því, skelmirinn sá arna. Lambið komst á snoðir um þetta, og þá afréð það að strjúka burtu hið skjótasta og lagði af stað. Lambið hafði ekki gengið lengi, er það mætti bola. ,,Sæll, lambi minn," sagði boli, ,,hvert skal halda?" ,,Ég er á leið út í heiminn að leita gæfu minnar," sagði lambið. ,,Það átti nefnilega að slátra mér fyrir jólin, svo að mér fannst vissara að fara að heiman." ,,Þá er best að ég sláist í förina," sagði boli, ,,því að húsbóndinn ætlaði að gera slíkt hið sama við mig.“ „Ágætt," sagði lambið, ,,því fleiri félagar, því betra." Þau héldu áfram og gengu þá fram á hund. „Gúmoren, lamb," sagði seppi. „Sæll og blessaður, gamli," svaraði lambið. „Hvert er ferðinni heitið?" spurði hundurinn. „Ég strauk að heiman," sagði lambið, „því að þeir ætluðu að slátra mér íjólamatinn." „Ég er svo aldeilis," sagði seppi, „en það átti líka að slá mig af, svo að það er best að ég komi með. „Blessaður komdu," sagði lambið. Áfram var haldið, uns köttur slóst í hópinn. „Komið þér sælir, lamb," sagði kisa. „Góðan og blessaðan daginn, herra köttur," sagði lambið. „Hvert er ferðinni heitið?" spurði kisa. „Ég er á leið út í heiminn að leita gæfunnar," sagði lambið, „því að það átti að slátra mér fyrir jólin." „Það var líka verið að tala um að lóga mér, svo að það er best að ég sláist í hópinn." „Okkar er ánægjan," sagði lambið. Þeir héldu áfram og mættu hana. „Morning, lamb," sagði haninn. „Nei, komdu ævinlega margbless- aður, hani minn," sagði lambið. „Hvaða blúss er á þér?" spurði haninn. „Ég brá mér burt sem snöggvast," sagði lambið, „því að það var eitthvað SKOSKT ÆVINTÝRI FYRIR BÖRN verið að tala um að slátra mér fyrir jólin." „Já, því trúi ég mætavel, því að höfuðið átti víst að fjúka af mér um sama leyti. Ég kem með," sagði haninn. „Vesgú," sagði lambið. Þeir gengu enn um stund og mættu þá gæs. „Góðan dag, lambið mitt," sagði gæsin. „Komdu sæl, frú gæs," sagði lambið. „Hvað ertu að fara?" spurði gæsin. „Út í heiminn, því að ég átti víst að fara í jólamatinn?" sagði lambið. „Jú, einmitt, sama hér," sagði gæsin, „og þá er best að ég komi með." Þau héldu nú hópinn öll og gengu þar til fór að kvölda, en þá sáu þau Ijós álengdar. Er þau komu að húsinu, kom þeim saman um að gægjast inn um glugga til þess að vita, hverjir ættu þar heima, og þá sáu þau, að ræn- ingjar sátu þar inni og töldu peninga. Þá sagði lambið: „Nú skulum við öll segja nokkur vel valin orð. Ég jarma, boli baular, hundurinn geltir, kötturinn mjálmar, haninn galar og gæsin gargar. Einn, tveir, þrír!" „Mebuvoffmjágogagg!" Þegar ræningjarnir heyrðu þennan óskaplega hávaða úti, héldu þeir, að hætta væri á ferðum og flýðu sem fætur toguðu í skóginn, sem þar var í nánd. Þegar þeir félagar sáu, að húsið var mannlaust, fóru þeir inn og skiptu peningum ræningjanna á milli sín. Að því búnu bjuggust þeir til að taka á sig náðir. „Hvar vilt þú sofa í nótt, boli minn?" spurði lambið.1 „Bak við hurðina, því er ég vanastur," sagði boli, „en hvar ætlar þú sjálft að sofa, lamb?" 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.