Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 24

Æskan - 01.11.1979, Blaðsíða 24
Eðlilegast er, að ungir safnarar hefji söfnun sína á því að safna notuðum íslenskum frímerkjum og reyni að eignast sem flestar tegundir af þeim. Þá er mikilvægt að þeir fari sem allra best með frímerkin. Mörg íslensk merki eru svo viðkvæm að þau þola ekki að bögglast, þá brotnar upp úr lit á framhlið merkjanna og þá eru þau ónýt. Gæta verður þess að merkin óhreinkist ekki og alltaf er best að nota frímerkjatöng. Ef leysa á merkin af paþpírnum eru þau sett í volgt vatn og höfð í því, þar til allt lím er farið af þeim. Sióan er mesta vatnið látið síga af merkjunum og þau loks sett í pressu og höfð þar þangað til þau eru fullþurr. Sérstaka aðgæslu þarf með frímerki sem eru á lituðum umslögum, að ekki fari litur í merkin, því þá teljast þau gölluð og mjög erfitt er að ná litum úr aftur. Vanda verður geymslu merkjanna, og er ágætt að hafa þau í innstungu- bókum. Það verður að gæta sérstak- lega vel að tökkunum á merkjunum. Þó að ekki vanti nema hluta af takka er merkið gallað. Tegundasöfnun er mjög vinsæl meðal ungra safnara. Einfaldasta form á henni er að safna öllum merkjum ákveðinnar tegundar, til dæmis dýramerkjum, blómamerkjum, íþróttamerkjum, flugmerkjum og svo framvegis. í tegundasöfnun eru oft bæði íslensk og erlend merki og þessi söfnun getur verið mjög fræðandi og skemmtileg. Ef við tökum íslensk dýramerki til dæmis þá eru til 11 merki með mynd- um af þorski og síld, útgefin á árunum 1939—1945, tvö merki með mynd af laxi útgefin 1959 og líka mætti nefna fiskiðnaðarmerkin þrjú útgefin 1971. Fuglamerki eru til dæmis tvö merki með mynd af æðarfugli útgefin 1959, fálki 1959, rjúpa, tvö merki, 1965, haförn 1965, himbrimi 1967 og kría, tvö merki, 1972. Hins vegar er mjög lítið til af merkj- um með myndum af húsdýrunum okkar. Aðeins þrjú merki eru til með mynd af hesti útgefin 1958 og 1960. Ekkert merki er til með mynd af slensku sauðkindinni, nema ef telja á mynd af fjárhópi í atvinnuvegasettinu jtgefiö 1950—1954. Frændur okkar ræreyingar hafa gert sauðkindinni lærra undir höfði. Þeir gáfu út 19. mars síðastliðinn merki með mynd af færeyskum hrút. Þetta er verðmesta merki sem Færeyingar hafa gefið út til þessa, 25 krónurfæreyskareða um 1650 íslenskar krónur. Færeyingar hófu eigin frímerkjaút- gáfu 1975 og hefur útgáfa þeirra verið til fyrirmyndar og þeim til mikils sóma. Páll Gunnlaugsson. fagra og angurblíða, sem veldur klökkvanum. Aldrei hafa nein jól liöið svo, að ég hafði ekki minnst þess, sem nú var frá sagt, og ég hef leitast við að flytja jólin frá æsku- heimili mínu inn á mitt eigið heimili í þeirri von, að drengirnir mínir megi síðar meir minnast aðfangadags- kvölds með sömu gleói og ég. Á íslandi segjum við að jólin standi í 13 daga og þess vegna heitir síóasti dagurinn hjá okkur ,,þrettándi"; hann er auðvitað haldinn hátíðlegur. Sá dagur, er mestur var hátíðisdagur næst aðfangadegi, var gamlársdagur eða gamlárskvöld. Viö höfðum verið að skemmta okkur allt kvöldið, en nokkrum mínútum fyrir kl. 12 skiþuðu allirsér umhverfis hljóðfærið, og jafnskjótt sem kirkjuklukkurnar byrjuðu að hringja inn nýja árið, tókum við að syngja nýárssálminn: ,,Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka.“ Mérfannst þetta eitthvað svo skelfing vonleysislegt, að það var ómögulegt annað en vikna, enda þótt við krakk- arnir iðuðum í skinninu, að geta þotið út og niður að höfn, til að sjá þá dýrðlegu sýn, þegar flugeldum var skotið af öllum skiþum. Ég man, að þegar átti að fara að syngja nýárssálminn, kom yngri bróðir minn, sem er yngstur okkar systkina, inn í stofuna og var þegar kom- inn í frakka, snjósokka og vettlinga. Spígsporaði hann fram og aftur sem næst dyrunum, og um leið og söngur- inn þagnaði var hann kominn út um dyrnar eins og skot af stað niður í bæ; við hinir krakkarnir stilltum hraða okkar nokkru meira í hóf. Þegar svo seint og síðar meir kyrrð var komin á í hús- inu, lét pabbi Ijós loga í hverjum krók og kima alla nóttina — því álfarnir verða að fá að dansa á sjálfa nýársnótt. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.