Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 6

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 6
SERA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Áuarp Alberts Guðmundssonar á afmælisdegi Vals 11. maí 1986 Kæai vinir og félagar úr Val. Góðir tilheyrendur. Félag okkar á afmæli í dag. VALUR er 75 ára. Við komum nú saman við styttu stofn- anda félagsins til þess að fagna tíma- mótum og minnast horfinna félaga, en um leið hugsum við til allra þeirra ánægju- stunda, sem Knattspyrnufélagið Valur hefur veitt okkur og vottum minningu stofnandans virðingu okkar. Séra Friðrik Friðriksson var um margt óvenjulegur maður og átti óvenjulegt ævistarf. Ffann fæddist að Hálsi í Svarfaðardal 25. maí 1868 og þrátt fyrir fátækt og erfið kjör varð hann stúdent úr Latínuskól- anum. Sigldi síðan til Kaupmannahafnar til náms í læknisfræði. Hætti námi að ári loknu. Snýr þá heim til íslands, innritast í Prestaskólann og tók að sér kennslu til framfærslu. Árið 1894 kynntist séra Friðrik starf- semi K.F.U.M. í Kaupmannahöfn. Fékk hann þá gefna nokkra matarmiða, ávísanir á eina heita máltíð á dag. Við kynni sín af starfi K.F.U.M. heillaðist séra Friðrik af félagsskapnum. Eftir þessi kynni starfaði séra Friðrik í Félagsskap ungra manna í Kaupmanna- höfn og varð víðþekktur í Danmörku. Fyrir störf sín í Danmörku var hann Albert Guðmundsson Séra Friðrik Friðriksson. Tengsl hans við Valsmenn voru alltaf sterk. sæmdur æðsta heiðursmerki K.F.U.M., sem aðeins einn maður annar hafði hlotið. Auk þess hlaut hann danskar og íslenskar viðurkenningar fyrir störf sín. Eftir þessa dvöl sína erlendis kemur séra Friðrik heim og ræðst þá í stofnun drengjaskóla í Reykjavík, sem síðar varð undirstaða að stofnun. K.F.U.M. Séra Friðrik var fjölhæfur maður. Hann var skáld, rithöfundur, tónskáld o.m.fl. Séra Friðrik skildi öðrum betur að æskan verður að fá andlegt uppeldi, en honum var líka ljóst að æskuna varð að prýða fögur sál í hraustum líkama. Af þessu leiddi að séra Friðrik beitti sér fyrir stofnun íþrótta- og æskulýðsfélaga o.fl. Knattspyrnufélagið VAL stofnaði hann 11. maí 1911. Þá stofnaði hann fyrsta skátafélagið, Væringja. Hann stofnaði Karlakór K.F.U.M., nú Fóst- bræður. Séra Friðrik var glaðvær maður, skemmtilegur og ávallt að glettast við þá, sem voru í návist hans. Góðmennska hans var slík að hún geislaði úr andliti hans. Hvar sem hann fór skildi hann eftir minningar, sem festust í huga þeirra, sem komust í snertingu við hann. Mér er í fersku minni þátttaka hans í leik og starfi drengjanna. Knattspyrna fyrir fundi í portinu hjá K.F.U.M. Sögurnar innan- dyra. Hver man ekki upplestur hans á „Sölva” eða á „Keppinautum”. Hann hreif alla nærstadda með sér inn í ævin- týraheim. Með ljúfmennsku sinni og 6 VALSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.