Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 42

Valsblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 42
Litli og stori bróSir Þorgrímur Þráinsson segirfrá leikjum Vals og Juventus \ Evrópukeppni meistaraliða Það má með sanni segja að blessaðar lukkudísirnar leiki við Val þegar dregið er í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Undanfarin ár hefur Valur leikið við nokkur af þekktustu liðum Evrópu og hefur hver leikur verið ævintýri líkastur fyrir íslensku áhugamennina. Meðal liða sem hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að leika við Val eru Celtic, Hamburger Sv, Aston Villa og Nantes. í ár var svo punkturinn settur yfir i-ið þegar Ijóst var að mótherjar okkar voru stórliðið Juventus frá Ítalíu — heimsmeistarar fé- lagsliða í knattspyrnu. í liði Juventus eru nokkrir af bestu knattspyrnumönnum heims og nægir þar að nefna franska snill- inginn Michel Platini og Danann Michael Laudrup sem án efa verður kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu innan fárra ára. Mikil kátína ríkti í herbúðum Vals er fréttist um dráttinn og var hugur í mönnum því framundan var ævintýri sem leikmenn áttu eftir að minnast svo lengi sem þeir lifðu. Það gerist ekki á hverjum degi að leikið er gegn þeim bestu í heimi. Ósagt skal látið hvort leikirnir gegn Juventus höfðu áhrif á árangur Vals í íslandsmótinu en óneitanlega hafði það truflandi áhrif að þurfa að leika fyrri leikinn á Ítalíu. Menn þurftu að undirbúa utanlandsferð, huga að gjaldeyri og fleira í þeim dúr þegar íslandsmótinu var ólokið og e.t.v. truflaði það einbeitinguna að vissu leyti. íslandsmeistaratitillinn hafnaði hjá Fram í lokin og réði markamismunur úr- slitum — minni gat munurinn ekki orðið. Valsmenn líta björtum augum til næsta árs 42 VALSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.